Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 74

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 74
i Sir" AÐALSKIPULAG KÓPAVOGS Skipulag Kópavogs 1988-2008 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 27. febrúar 1990 og í Skipulagsstjórn ríkisins 18. apríl 1990. Hinn 23. apríl 1990 staðfesti félagsmálaráöherra aðalskipulagið sem telja má merkan atburö í sögu Kópavogs þar sem þetta er fyrsta staöfesta aðalskipulagið af Kópavogi. fylgja uppbyggingunni. Víða bera eldri hverfi þess enn merki. Kópavogur er nú fjölmennasti kaupstaður landsins og íbúar tæplega 16 þúsund. í lok skipulagstímabilsins, árið 2008, er gert ráð fyrir að íbúar verði um 24 þúsund og í Kópavogi fullbyggðum gerir aðalskipulagið ráð fyrir að geti búið um 32 þúsund manns. BÆR í HRÖÐUM VEXTI Kópavogur á sér langa sögu þótt hans sé lítt getið í íslendinga- sögum. Um langt skeið var Kópavogur einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu. Á síðari öldum og allt fram til 1724 var eitt kunnasta dómþing landsins við Kópavog. Byggð í Kópavogi fór þó ekki að þéttast fyrr en eftir 1930. í ársbyrjun 1948 varð Kópavogur sjálfstætt hreppsfélag og kaupstaður 11. maí 1955. Á árunum 1950-1970 óx Kópavogskaupstaður mjög hratt. Af þeim sökum reyndist m.a. erfitt að láta gatna- og holræsaframkvæmdir HVERFASKIPULAG - NÁGRENNI HEIMILANNA Byggðin á Kársnesi og Digraneshálsi er að mestu mótuð. Þó er enn eftir að byggja um 300 íbúðir í suðurhlíðum Digranesháls. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á eldri byggðinni á skipulags- tímabilinu. Þó hefur verið ákveðið að vinna sérstakt hverfaskipulag þar sem tekið verði ýtarlega á þeim þáttum sem sérstaklega þarf að gefa gaum á hverju svæði. Þar má nefna endurbætur gatnakerfis, athafnasvæða, opinna svæða og íbúðabyggðar - hvar er æskilegt að byggja eða breyta. Með hverfaskipulagi er stefnt að því að auka tengsl almennings 72

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.