Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Qupperneq 87

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Qupperneq 87
Módelmynd af samþykktu skipulagi. Skurömyndir. Lögð verður áhersla á ítarlega hönnun þannig að hverfið fái fágað og heilsteypt yfirbragð. Batteríið mun sjá um hönnun allra íbúða svæðisins þó svo að SH - verktakar muni selja lóðir einbýlishúsa og raðhúsa einkaaðilum til byggingar, með því frelsi sem því fylgir. STALLAHÚSIN Stallahúsin eru fjórar hæðir. Þau leggjast inn í hlíðina með sama hallaog landið og verka því írauneins og tveggja hæða-hús. íbúðirnar eru stórar lúxusíbúðir fyrir fólk sem vill lítinn og viðhaldsgrannan garð og mikið útsýni. Garðurinn eru stórar og rúmgóðar svalir eða einskonar þakgarður. Á hluta hvers þakgarðs er að sjálfsögðu gert ráð fyrir myndarlegri garðstofu. Sameiginleg leiksvæði eru grafin inn í hlíðina ofan við stallahúsin. raðhúsin Raðhúsin, neðri hluti bogaveggjarins, eru tveggja hæða einingar, sem trappast heila hæð milli eininga þannig að útsýni er áþekkt í öllum húsum. Hverju húsi fylgir garður, auk möguleika á svölum og garðstofu. EINBÝLISHÚSIN Þessi fáu „Beverly hills”-hús fá legu sem er einstök á höfuðborgarsvæðinu. Einbýlishúsin verða á tveimur hæðum og til að losna við að sökklar standi upp úr landi að neðanverðu verður stöllun nauðsynleg í sumum tilfellum. Húsin verða staðsett nálægt götu og því eðlilega frekar lokuð til norðausturs en geta opnast þeim mun meira að útsýni og sól til suðvesturs. Við þetta nýtur einnig stærstur hluti hverrar lóðar sólar sem best. Lóðirnar bjóða upp á spennandi möguleika í garðahönnun sökum hallans. FJÖLBÝLISHÚSIN Efsti hluti bogaveggjarins er þrjár hæðir, samvaxnar þrí- og fjórbýliseiningar. Markmiðið með þessum íbúðum er að uppfylla kröfur þess fólks sem forðast sameignir og fær því hver íbúð sérinngang. Minnstu íbúðirnar eru á jarðhæð með sér garði. Gengið er í stærri íbúðirnar af annarri hæð. Þær eru á tveimur hæðum og er garðstofa á neðri hæðinni og svalir á þeirri efri. Með slíkum gæðakröfum ofan á hina frábæru legu íbúðanna er stuðlað að því að fólk noti sér þetta sambýli til langtíma en ekki stökkpall í annað óskilgreint húsnæði, eins og svo algengt er um hefðbundnar blokkaríbúðir. Bílskúrar fylgja um helmingi íbúðanna. Framan við íbúðirnareru leiksvæði á tiltölulega sléttu landi, einni hæð ofar en gatan og því laus við alla truflun bíla. Akfær stígur er framan við leiksvæðið, ætlaður sorp-, sjúkra- og slökkviliðsbílum auk erindis- isaksturs vegna flutninga. NIÐURLAG Það verður að segjast að verkefnið er mjög yfirgripsmikið og þess krafist að allflestar nótur á nótnaborði arkitektsins séu notaðar, allt frá skipulagi til innréttinga. Það er ekki á hverjum degi að einkaaðilar á íslandi fari af stað með verkefni af þessari stærðargráðu, en undirbúningsvinna hefur staðið yfir nú í sumar og munu framkvæmdir væntanlega hefjast á haustdögum. Framkvæmdaraðili: SH-verktakar hf Arkitektar: Batteríið, arkitektar sfJón Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson Verkfræðingar: Hönnun hf. ■ 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.