Fréttablaðið - 29.03.2023, Side 13
K Y N N I NG A R B L A Ð
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2023
Æfði fimleika í fjósinu og á
túnunum í sveitinni heima
Guðmundur Kári Þorgrímsson ólst upp í sveit rétt hjá Búðardal þar sem ekki var mikið
úrval af íþróttum til að æfa. Hann komst samt í landsliðið í fimleikum og á verðlaunapall á
EM. Nú er hann fluttur aftur í sveitina, starfar við kennslu og þjálfar börn í fimleikum. 2
Guðmundur Kári Þorgrímsson hefur í nógu að snúast. Hann passar að skipuleggja sig vel til að komast yfir verkefni dagsins og gefur sér alltaf tíma fyrir æfingar.
MYNDIR/AÐSENDAR
Of mikil saltneysla er ekki góð fyrir
heilsuna. fRéttAblAÐIÐ/GEttY
gummih@frettabladid.is
Íslendingar neyta meira salts en
mælt er með, en margir vita ekki
af því. Mest af saltinu er dulið í
tilbúnum matvörum. Það er mikill
ávinningur heilsufarslega af að
minnka saltneyslu því þannig má
draga úr hækkun blóðþrýstings en
háþrýstingur er einn af áhættu-
þáttum hjarta- og æðasjúkdóma.
Áhrif þess að draga úr salt-
neyslu eru mest hjá þeim sem eru
með ofan háan blóðþrýsting og
hjá þeim sem eru yfir kjörþyngd
en einnig má vinna gegn þeirri
blóðþrýstingshækkun sem yfirleitt
fylgir hækkandi aldri.
Skoða saltið í matvörum
Samkvæmt ráðleggingum um
mataræði er mælt með að full-
orðnir neyti ekki meira en sem
nemur sex grömmum af salti á dag
og fyrir börn 2–9 ára ætti salt-
neysla að vera takmörkuð við 3–4
grömm á dag. Stærstur hluti salts
í fæðu, eða um þrír fjórðu, kemur
úr tilbúnum matvælum, svo sem
unnum kjötvörum, brauði, ostum,
pakkasúpum, sósum, tilbúnum
réttum og skyndibitum.
Ráðlagt er að lesa utan á
umbúðir matvæla og velja sem
oftast saltminni kostinn. Embætti
landlæknis hvetur neytendur til að
skoða saltið í matvörum og finna
leiðir til að minnka saltneysluna.
Framleiðendur eru einnig hvattir
til að minnka smátt og smátt salt-
innihald í matvörum sínum. n
Drögum úr
saltneyslunni
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is