Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.03.2023, Blaðsíða 18
Gróa Björg hjá Terra umhverfisþjónustu segir að gagnsæi og upplýsinga- gjöf fyrirtækisins um farveg úrgangs stuðli að bættri endurnýtingu og heilbrigð- ara hringrásarhagkerfi. Terra umhverfisþjónusta veitir víð- tæka þjónustu við söfnun úrgangs, f lokkun og að koma efnum í réttan farveg. „Við hjálpum fyrirtækjum og sveitarfélögum að ná árangri í umhverfisvænni úrgangsstjórnun til að koma sem mestu aftur inn í hringrásarhagkerfið,“ segir Gróa Björg Baldvinsdóttir, fram- kvæmdastjóri sjálfbærrar menn- ingar og stjórnarhátta hjá Terra. Sjálfsskoðun, ábyrgð og traust Síðustu ár hafa ýmsar breytingar orðið á rekstri Terra umhverfis- þjónustu. „Á síðasta ári var kom- inn tími til að líta í spegil, meta stöðuna og setja markmið fyrir framtíðina. Við fórum í allsherjar sjálfsskoðun og mótuðum stefnu til að skerpa á framtíðarsýn okkar. Samhliða tókum við stöðuna á sjálfbærnimálum enda er mikil- vægt að innleiðing sjálfbærni sé samofin kjarnarekstri fyrirtækja, ætli þau að þrífast og mæta kröfum nútíðar og þörfum framtíðar. Við fórum meðal annars í mikilvægisgreiningu, sem ég hvet önnur fyrirtæki eindregið til að gera. Hún snerist um að greina hvað við ættum að leggja áherslu á í okkar rekstri þegar kemur að umhverfisþáttum, félagslegum- og stjórnarháttum. Við fórum í þessa vinnu með ráðgjöfum, áttum nokkrar vinnustofur með starfs- fólki og sendum út spurningalista til viðskiptavina okkar, starfsfólks, birgja, samstarfsaðila og hluthafa. Einnig gat almenningur tekið þátt. Niðurstöðurnar hjálpuðu okkur að forgangsraða áherslum okkar og markmiðum í sjálfbærni út frá rekstrinum. Það er margt til fyrir- myndar en við höfum líka rekið okkur á hluti í rekstrinum sem mættu vera í betri farvegi. Þá er lag að skoða þau mál, taka ábyrgð, for- gangsraða og gera betur.“ Gagnsæi eykur traust „Fólk vill vita hvar efnin enda sem verið er að flokka, og hluti af okkar markmiðum tengdum sjálfbærni er að auka gagnsæi í því. Það felst meðal annars í útgáfu á sjálfbærni- skýrslu og aukinni upplýsingagjöf um rekstur Terra á vefsíðu okkar. Þannig viljum við meðal annars auka tiltrú og traust almennings á okkur og þessum atvinnugeira. Við fáum oft spurningar um hvar þetta endar allt, sem við flokkum dag hvern. Þessar spurningar eru skiljanlegar enda hafa komið upp mál þar sem plast endaði til dæmis ekki á réttum stað. Þannig tilfelli hafa áhrif á tiltrú fólks á því að úrgangurinn fái rétta meðhöndlun. Við hjá Terra umhverfisþjónustu tökum þetta alvarlega og viljum gera betur. Rétt flokkun skiptir gríðarlegu máli og getur haft mikil áhrif á endur- vinnslustuðul úrgangs. Efni sem ekki er flokkað rétt getur smitað út frá sér og jafnvel skemmt efni sem hefði annars mátt endurvinna. Röng flokkun getur einnig kostað starfsfólk okkar mikinn tíma í að hreinsa efnin frá svo hægt sé að senda efnið í endurvinnslu. Ef samfélagið treystir því að efnin fari í réttan farveg, umhverf- inu og loftslagsmálum til góða, stuðlar það vonandi að réttri f lokkun. Þannig ættum við saman að ná enn meiri árangri í úrgangs- málum og í kjölfarið auka verulega endurnýtingu og endurvinnslu- hlutfall þess úrgangs sem fer í gegn hjá okkur. Til þess að stuðla að auknu gegnsæi og trausti almennings höfum við birt yfirlit á vefsíðu okkar terra.is/is/urgangsmed- hondlun, þar sem sjá má hvernig úrgangsefni flæða í gegn hjá okkur. Þar sést hvað er endurunnið, hver aukaafurðin er, hvað er endurnýtt, urðað og annað slíkt,“ segir Gróa. Stuðlum að sjálfbærni Markmið nýliðinnar stefnumótun- ar Terra, Stuðlum að sjálfbærni, er að stuðla að sjálfbærni samfélags- ins og styðja viðskiptavini við að ná því markmiði. „Sjálfbærni verður að vera samofin viðskipta- módeli hvers fyrirtækis svo að félag sé rekið með langtímastefnu og sjálfbærni í huga. Það þýðir ekki lengur að horfa eingöngu í krónur og aura, því umhverfis-, félagslegu og stjórnarhættirnir eru hluti af jöfnunni. Við hjá Terra höfum metnað fyrir því að skilja ekkert eftir. Þar spilar hringrásarhugsunin lykilhlutverk í virðiskeðjunni. Krafan eykst sífellt um að fyrirtæki upplýsi um sjálfbærnimál sín og við innleiðingu á sjálfbærni þarf meðal annars að huga að úrgangs- málum. Hluti af nýrri sýn okkar er aukin sjálfvirkni og að veita við- skiptavinum enn betri upplýsingar um sín úrgangsmál og styðja þann- ig við sjálfbærnibókhald þeirra. Viðskiptavinir Terra geta fylgst þar með magni úrgangs, f lokk- Sjálfsskoðun í átt að sjálfbærni unarhlutfalli sínu og fleiru inni á „mínum síðum“. Þannig viljum við mæta þörfum viðskiptavina.“ Stórar breytingar fram undan Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um stjórnun úrgangs- mála. „Markmiðið er að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis. Eitt af lykilatriðum þess er að hugsa um úrganginn okkar sem hráefni sem megi endurvinna aftur og aftur. Við breytingarnar mun sama flokkunarkerfi gilda um allt land. Þá verður skylt að flokka úrgang við heimili í fjóra flokka og við fyrirtæki í sjö. Með samræmdri merkingu og aukinni fræðslu, vonumst við til að fá mun hreinni strauma af efnum til okkar, sem mun bæta mögu- leika á að koma efnum aftur inn í hringrásina. Við hvetjum öll til þess að kynna sér þessar breyting- ar og auðvitað að flokka rétt,“ segir Gróa að lokum. n Gróa Björg segir Terra Umhverf- isþjónustu hafa farið í allsherjar sjálfsskoðun á síðasta ári til að skerpa á framtíðarsýn fyrirtækisins. Fréttablaðið/ Valli Í sinni einföldustu mynd þá gefa upprunaábyrgðir raforku okkur staðfestingu á hvar og með hvaða hætti ein megavattstund (MWst) af endurnýjanlegri raforku er unnin. „Hugsa má afurð endurnýjanlegra orkugjafa sem tvær aðskildar vörur. Annars vegar er það sú raforka sem framleidd er og hins vegar þær upprunaábyrgðir sem verða til við framleiðsluna. Með kaupum á upprunaábyrgðum fá raforkunotendur staðfestingu á því að það rafmagn sem þeir nota er framleitt með 100% endur- nýjanlegum orkugjöfum,“ segir Halla Marinósdóttir, öryggis-, umhverfis- og gæðastjóri hjá Orkusölunni. Staða Íslands Ísland nýtur þeirra forréttinda að búa yfir auðlindum endurnýjan- legra orkugjafa. „Bæði vatnsafl og jarðvarmi gefa okkur kost á að framleiða raforku með endur- nýjanlegum hætti og þar með halda losun vinnslunnar í lág- marki í samanburði við ýmsar algengar aðferðir við framleiðslu raforku víðast hvar erlendis. Það sem eykur okkar sérstöðu enn frekar er staðsetning Íslands í miðju Atlantshafinu sem veldur því að við erum í lokuðu kerfi þar sem öll framleiðslan nýtist innan- lands. Í þessu samhengi er skiljan- legt að notendur telji og vilji segja að þeirra raforkunotkun sé 100% endurnýjanleg. Ísland er samkvæmt lögum hluti af evrópska orkumark- aðnum og fylgja því ákveðnar skyldur,“ segir Halla. Þróun kerfisins „Reglum var komið á með inn- leiðingu laga nr. 30/2008 og hafa sum íslensk orkufyrirtæki stundað viðskipti með slíkar ábyrgðir síðan 2011. Þátttaka Íslands í kerfinu veitir íslenskum orkufyrirtækjum kost á að afskrá upprunaábyrgð- irnar í tengslum við þá orku sem afhent er notendum hér á landi eða selja upprunaábyrgðirnar til kaupenda á evrópska efnahags- svæðinu. Samsetning raforku eftir uppruna hér á Íslandi breyttist í kjölfar þátttöku Íslands í kerfinu og hefur hlutfall endurnýjanlegrar raforku farið úr 89% niður í 13% á árunum 2011-2021. Árið 2016 tók Landsvirkjun þá ákvörðun að láta upprunaábyrgðir fylgja með heildsölu raforku á smásölumarkaði og skilaði það sér til viðskiptavina í formi uppruna- ábyrgða. Fyrirkomulag uppruna- ábyrgða breyttist í byrjun árs 2023 þegar Landsvirkjun ákvað að afhenda ekki upprunaábyrgðir með sinni heildsölu, heldur selja á markaði. Rekja má þessar breyt- ingar meðal annars til aukinnar eftirspurnar og hækkandi verðs á erlendum mörkuðum,“ segir hún. Orkusalan Að sögn Höllu hefur Orkusalan hingað til ekki selt upprunaábyrgð- ir úr landi heldur einungis afskráð þær ábyrgðir sem verða til við eigin framleiðslu og kaup á heildsölu- markaði til viðskiptavina hér á landi. „Grænt ljós Orkusölunnar hefur veitt viðskiptavinum Orku- sölunnar slíka staðfestingu. Það er hlutverk Orkusölunnar að tryggja viðskiptavinum sínum kost á því að kaupa 100% endurnýjanlega orku.“ Áhrif notenda Það velta því eflaust margir fyrir sér hvort kaupa skuli upprunaábyrgðir eða ekki. „Til þess að auðvelda ákvarðanatöku er gott að hafa eftir- farandi tvö atriði í huga. Annars vegar miðlun upplýsinga í markaðs- legum tilgangi og hins vegar áhrif upprunaábyrgða á losunarbókhald fyrirtækja. Notendur sem kaupa upp- runaábyrgðir eiga kost á og mega markaðssetja sig sem notendur endurnýjanlegrar orku. Fyrirtæki sem markaðssetur sínar vörur á þessum forsendum getur oft og tíðum fengið þann kostnað sem fylgir kaupum á ábyrgðum til baka í hærra verði á þeim vörum sem það framleiðir. Á sama tíma er mikil- vægt að þeir aðilar sem taka með- vitaða ákvörðun um að kaupa ekki upprunaábyrgðir geri ekki slíkt hið sama. Varðandi losunarbókhald fyrirtækja er mikill munur á los- unarstuðli raforku eftir því hvort upprunábyrgðir fylgja eða ekki. Í upplýsingagjöf fyrirtækja er yfir- leitt talað um tvenns konar losun. Annars vegar um losun miðað við staðsetningu og hins vegar losun miðað við markað. Þegar gefin er upp losun miðað við staðsetningu hafa kaup upprunaábyrgða engin áhrif. Eftirfarandi losunarstuðul má nálgast hjá Umhverfisstofnun Íslands (UST) sem gefur árlega út meðalstuðul fyrir raforkufram- leiðslu hér á landi. Ef við lítum hins vegar á losun miðað við markað þá þurfa not- endur að gera sér grein fyrir því hvað í henni felst. Þeir aðilar sem kaupa ábyrgðir hafa tök á því að nota losunarstuðulinn frá UST eða ef þeirra raforkusala hefur reiknað sinn eigin losunarstuðul geta þeir notað hann. Aðrir sem kjósa að kaupa ekki ábyrgðir eiga að nota losunar- stuðul sem Orkustofnun gefur út en hann byggist á uppruna raforku eftir orkugjöfum m.t.t. uppruna- ábyrgðakerfisins. Sá stuðull er mun hærri og var 427 gCO2/kwh árið 2021 saman- borið við 10,3 gCO2/kwh frá UST. Því eru þau sem kaupa ekki upp- runaábyrgðir með hærri losunar- tölur í sínu kolefnislosunarbók- haldi en fyrirtæki sem það gera. Við hvetjum viðskiptavini Orku- sölunnar og aðra raforkukaup- endur til að kynna sér uppruna- ábyrgðakerfið og taka í kjölfarið upplýsta ákvörðun um þátttöku sína,“ segir Halla að lokum. n Kaup og meðhöndlun upprunaábyrgða á raforku Halla Marinósdóttir, öryggis-, umhverfis- og gæðastjóri hjá Orkusölunni, telur mikilvægt að fyrirtæki og einstaklingar taki upplýsta ákvörðun um að fjár- festa í upprunaábyrgðum raforku. Mynd/elísabet blöndal Það er hlutverk Orkusölunnar að tryggja viðskiptavinum sínum áfram kost á því að kaupa 100% endur- nýjanlega orku sem er staðfest með uppruna- ábyrgðum. Halla Marinósdóttir 4 kynningarblað 29. mars 2023 MIÐVIKUDAGURSjálfbærni í reKStri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.