Fréttablaðið - 29.03.2023, Side 23

Fréttablaðið - 29.03.2023, Side 23
Til þess að fá vörur sínar vott- aðar þurfa fram- leiðendur að fara í gegnum strangt gæðaferli. Jóna Guðrún Berglind Ósk Ólafdóttir og Jóna Guðrún Kristinsdóttir inni í byggingu nýrra BREEAM höfuðstöðva BYKO. hlutfall endurunninna efna og líf- tímaupplýsingar.“ Stundum er talað um „græna byggingu“ og segir Jóna Guðrún að með því að hafa umhverfið í huga í allri ákvarðanatöku sé hægt að komast ansi langt. „Þættir sem geta haft mikil áhrif eru að byggingin sé hönnuð þannig að hægt sé að nýta náttúrulega dagsbirtu og loft- ræstingu sem mest, nota eingöngu vistvæn og endingargóð efni við bygginguna, viðhald og þrif, tak- marka vatns- og rafmagnsnotkun og gæta vel að hljóðvist. Allir þessir þættir stuðla að hagkvæmari rekstri bygginga og aukinni arð- semi fjárfestinga til framtíðar.“ Fagleg þekking og ráðgjöf Jóna Guðrún er spurð hvers vegna mikilvægt sé að hafa umhverfis- vernd í huga þegar staðið er í fram- kvæmdum. „Það getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu fólks að velja vistvæn efni þegar farið er í framkvæmdir; að efnin sem notuð eru, sérstak- lega á heimilum, séu ekki að losa eiturefni hægt og rólega yfir líftímann og valda fólki skaða. Rannsóknir Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar sýna að fólk ver um 90% ævinnar innandyra og að hægt sé að koma í veg fyrir tæp 13% dauðsfalla með bættri innivist svo það er til mikils að vinna með vali á efnum til bygginga.“ Starfsfólk BYKO veitir viðskipta- vinum ráðgjöf sem snýr sérstak- lega að vistvottunarkerfum og vistvænu vöruframboði. Jóna Guðrún segir að einnig hafi verið settur saman faglegur hópur innanhúss þar sem koma að borð- inu sérfræðingar á hverju sviði og halda kynningar, bæði fyrir arkitekta og hönnuði en einnig fyrir verktaka og iðnaðarmenn. „Við förum á þessum kynningum yfir sjálfbærnivegferð okkar, vist- vottunarkerfin og vörurnar ásamt því að svara spurningum. Þetta hjálpar okkur einnig að finna hvar við getum gert betur og sjá hvaða þróun á sér stað á markaðnum. Við höfum einnig boðið viðskipta- vinum okkar að við komum að borðinu snemma í hönnunar- og byggingaferlinu sem ráðgefandi, varðandi vörur og lausnir. Það sem við þurfum að bæta er að sinna betur ráðgjöf og fræðslu til ein- staklinga og við gerum okkur grein fyrir því og erum farin að huga að því.“ Þegar fólk er að taka fyrstu skrefin í framkvæmdum og langar til að gera það á umhverfisvænan hátt segir Jóna Guðrún að mikil- vægt sé að fólk kynni sér umhverf- ismerkin til að vita fyrir hvað þau standa. „Það er ekki nóg að sjá að varan hafi einhvern stimpil eða merki og taka það sem gefið að merkingin tákni að varan sé vist- væn. Þvert á móti gæti það táknað að viðkomandi framleiðandi styrki ákveðið málefni með sölu- andvirði vörunnar. Við þurfum að vera gagnrýnin og upplýst og þar kemur einmitt fræðsluþáttur aðila á markaðnum sterkur inn; við höfum skilgreint helstu merkin á vefnum okkar í mjög stuttu máli og erum að vinna í ítarlegri skil- greiningum þar.“ Láta verkin tala BYKO selur mikið af umhverfis- vænum vörum og eru þónokkrir birgjar framarlega á þessu sviði. „Við bjóðum gott úrval af Svans- vottaðri málningu, innréttingar sem uppfylla viðmið vistvott- unarkerfanna, parket með Bláa englinum sem er þýskt gæðavið- mið samþykkt af Svaninum, ýmiss konar efnavöru eins og múr, kítti og lím- og bindiefni sem leyfð eru í vistvottaðar byggingar ásamt hreinlætistækjum sem uppfylla sömu viðmið auk þess að bjóða úrval vistvænna hreinsiefna, Við horfum ekki endilega til þess að bjóða einungis vistvænar vörur,“ segir Jóna Guðrún, „heldur viljum við geta boðið vistvæna valkosti í öllum vöruflokkum okkar. Við viljum að viðskipta- vinir okkar hafi val en hvetjum þá þó eindregið til að velja vistvænt.“ Það er margt hægt að gera ef fólk vill huga að umhverfisþættinum þegar kemur að heimilinu. „Það þarf alls ekki að byrja á því að byggja sér vottað hús,“ segir Jóna Guðrún „Það mikilvægasta er að vera meðvitaður um umhverfis- mál, vöruval og eigin hegðun og muna að margt smátt gerir eitt stórt eins og að byrja að skipta út hreinsiefnum og málningu yfir í Svansvottaðar vörur, f lokka úrgang og endurnýta sem mest, slökkva ljósin þegar þau eru ekki í notkun, vera gagnrýnin á eigin neyslu og kaupa ekki eitthvað sem ekki er þörf á og þegar kemur að viðhaldi að huga þá sérstaklega að því að velja vistvænt. Þetta eru allt mjög einföld skref sem skila sér í minni losun og draga verulega úr allri sóun.“ Jóna Guðrún segir að starfs- fólk BYKO hafi séð mikla þróun þegar kemur að umhverfisvitund almennings og nefnir sérstaklega yngri hópana sem geri auknar kröfur um vistvænar vörur og lausnir. „Þau vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr umhverf- isáhrifum og ná jafnvægi í lofts- lagsmálum og eru mjög meðvituð og vel að sér í umhverfismálum. Við bendum vissulega á vistvænni lausnir þegar hægt er, enda er það í takt við stefnur okkar að ná fram auknu vægi fyrir vistvænar lausnir.“ Jóna Guðrún segir að vistvænar vörur séu alls ekki dýrari en aðrar vörur. „Það getur vissulega verið í einhverjum tilfellum en heilt yfir þá er sambærilegt verð á þessum vörum og öðrum. Þetta er alltaf bara spurning um að verið sé að bera saman epli og epli; það er sambærilega vöru innihalds- og gæðalega séð. Vissulega skiptir verðlagið alltaf máli. Við viljum öll fá sem mest fyrir peninginn okkar en þó er það að mínu mati þannig að fólk er farið að setja meiri fókus á gæði og endingu svo þetta hefur aðeins breyst. Fólk er orðið tilbúnara að hugsa til langs tíma og reikna kostnaðinn niður á endingartímann.“ Hvað með gæðin þegar kemur að vistvænum vörum miðað við aðrar? „Til þess að fá vörur sínar vott- aðar þurfa framleiðendur að fara í gegnum strangt gæðaferli þar sem bæði framleiðandinn sjálfur, framleiðsluferlið og varan er skoð- uð og metin á ítarlegan hátt. Þetta er gert til að tryggja gæði fram- leiðslunnar og vörunnar ásamt því að greina innihald vörunnar og hvort hún komi til með að losa eiturefni út í andrúmsloftið sem geta haft skaðleg áhrif. Við teljum því alveg tvímælalaust að vistvænar vörur tryggi betri gæði fyrir utan þau jákvæðu áhrif sem vistvænar vörur geta haft á heilsu fólks.“ Sjálfbærni er líka félagsleg Á árinu 2021 voru lögð grunnskref að jafnréttisvegferð félagsins þar sem jafnlaunastefna og jafnrétt- isáætlun félagsins voru teknar til endurskoðunar. Áður hefur félagið sett jafnrétti á oddinn með því að velja heimsmarkmið um jafnrétti sem eitt af sínum kjarna- markmiðum. BYKO er í samstarfi við Great Place to Work. Samstarfið felur í sér greiningu á BYKO sem vinnustað, bæði menningarlega og með vinnustaðagreiningu. Í greiningunni er lögð áhersla á þrjá meginlykilkvarða, traust, vellíðan og helgun. Niðurstöður vinnustaðagreiningarinnar veittu BYKO viðurkenningu sem frábær vinnustaður og á lista yfir bestu vinnustaði á Íslandi og í Evrópu. Í niðurstöðum kemur fram að 70% starfsfólks ber traust til félagsins, helgun mældist 71% og vellíðan 66%. Félagið stefnir á að ná enn betri árangri á þeim lykilkvörðum á árinu 2023. „Við þurfum öll að gera betur í sjálf bærni, huga að starfsfólkinu, rekstrinum og bregðast við þeim áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir. Hlýnun jarðar á sér stað hraðar en við bjuggumst við og einstaklingar, fyrirtæki, stjórn- völd og aðrir hagaðilar verða að stíga skrefin hraðar og láta verkin tala,“ segir Jóna Guðrún. n Nýjar höfuð- stöðvar BYKO munu rísa undir merkjum BREEAM, sem er eitt elsta vist- vottunarkerfi í heimi. kynningarblað 9MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2023 Sjálfbærni í rekStri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.