Fréttablaðið - 29.03.2023, Side 32

Fréttablaðið - 29.03.2023, Side 32
Þórarinn Ívarsson er stofnandi og framkvæmdastjóri Veraldarvina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Veraldarvinir eru alþjóðleg samtök sjálfboðaliða sem hafa meðal annars unnið við að hreinsa fjörur landsins. gummih@frettabladid.is Þórarinn Ívarsson er stofnandi og aðalhvatamaðurinn að framgangi samtakanna sem voru stofnuð fyrir 22 árum síðan. Umhverfisverkefni Veraldarvina hafa verið fjölbreytt, en auk hreinsunar á strandlengju Íslands hefur trjám verið plantað í ríkum mæli og einnig standa samtökin fyrir fræðslu um heims- markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Á hverju ári koma mörg hundruð sjálfboðaliðar til starfa fyrir Veraldavini. Veraldavinir eru að gera stór- merkilega hluti þegar kemur að sjálfbærni, en samtökin eru að byggja upp tvö sjálfbærnisetur í húsum sem stóðu auð í fjölda ára. Þetta er gamla símstöðin Brú í Hrútafirði og hið merkilega ráðs- mannshús í Krýsuvík. „Við hófumst handa á Brú í Hrútafirði fyrir næstum því þremur árum síðan. Þetta er tólf til þrettán hundruð fermetra hús sem er í eigu Festis. Þetta var símstöð á árum áður og miðstöð samskipta á Íslandi áður en farsímarnir komu. Þetta hús hafði staðið autt í mörg ár og var í algjörri niðurníðslu. Þetta var í skelfilegu ástandi en við erum búin að gera það upp á þessum tæpum þremur árum og það er svo til klárt,“ segir Þórarinn, sem er framkvæmdastjóri Veraldarvina. Þórarinn segir að í húsinu séu þeir erlendu sjálfboðaliðar sem eru að vinna að umhverfismálum. „Við komum fyrir hátt í 40 manns í húsinu. Það er allur búnaður til að framleiða rafmagn til staðar í hús- inu en lögnin upp að stíflunni er brostin og er ónýt. Við höfum verið í samstarfi við Háskólann í Reykja- vík um að endurbyggja og þá erum við komin með sjálfbært hús,“ segir Þórarinn, en að hans sögn voru um tíu sjálfboðaliðar að jafnaði sem voru í vinnu við að standsetja húsið auk iðnaðarmanna sem unnu í pípulögnum. 25 manns eru þegar í húsinu og vinna að því að tína rusl í fjörunum þarna í kring. Húsið í Krýsuvík er á milli sex til sjö hundruð fermetrar að stærð og var notað sem vinnuheimili fyrir börn á árum áður að sögn Þórarins. „Ég held að þetta hús hafi staðið autt í um 20 ár og við erum núna byrjuð að taka til hendinni þar. Hafnarfjarðarbær er eigandi húss- ins en við gerðum samkomulag við bæinn um að fá húsið og gera það upp. Það er fullt af alls konar húsgögnum í því svo væntanlega þurfum við ekki að kaupa neitt inn í það. Þegar við verðum búin að koma húsinu í lag þá lögum við húsgögnin líka,“ segir Þórarinn. Ætla að endurvekja gróðurhúsin Það er fleira en húsið sem Veraldar- vinir eru að vinna í að koma í stand í Krýsuvík. „Það eru átta til níu hundruð fermetrar af gróðurhúsum þarna á svæðinu og við ætlum að endur- vekja þau. Við ætlum að vera með græðlinga til ræktunar á svæðinu og svo höfum við tekið að okkur félag sem heitir Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Við erum að rækta vistvang sem er þarna í kringum húsið. Þetta verður 300 hektara vistvangur. Sjálfboðalið- arnir okkar koma til með að búa þarna og sjá um að græða upp þetta land. Þetta verkefni í Krýsuvík fer af stað í vor. Við erum að fara að koma húsinu upp og þegar við verðum búin að koma einum fjórða í gang þá getum við farið að vinna með fólk á staðnum. Þetta verður farið af stað í byrjun maí og í júní verður komið fullt af fólki í húsið,“ segir Þórarinn. Hann segir mikilvægt að láta hús ekki drabbast niður en nýta þau í staðinn til góðra verka. „Þessi hús á Brú og í Krýsuvík eru frábærlega vel staðsett og við í Veraldarvinum hjóluðum bara í þetta verkefni. Það var strembið en við komumst fyrir vind í þessu verkefni.“ Þórarinn segir að frá því Ver- aldarvinir hófu starfsemi hafi sam- tökin tekið á móti um 20 þúsund sjálfboðaliðum og hafa þeir skilað 2,3 milljónum klukkustunda til íslenskrar náttúru. n Veraldarvinir standa í ströngu Þessi hús á Brú og í Krýsuvík eru frábærlega vel staðsett og við hjá Veraldarvinum hjóluðum bara í þetta verkefni. Þórarinn Ívarsson Stefnumótun með sjálfbærni að leiðarljósi Sjálfbærnistefna sem tekur mið af stefnu fyrirtækja Mikilvægisgreining til að meta helstu sjálfbærniþætti Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem hluti stefnu Sjálfbærniskýrslur með GRI, UFS og fleiri viðmiðum Vinnustofur og innleiðing meðal starfsmanna Sjálfbærniupplýsingagjöf sem tekur mið af nýjum lögum og reglugerðum Ráðgjöf í stefnumótun með sjálfbærni að leiðarljósi og innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eru sérsvið Podium ehf. Podium hefur unnið fyrir fyrirtæki stór og smá og mótað stefnur með sveitarfélögum og stofnunum. eva@podium.is www.podium.is ERTU MEÐ'ETTA? EÐA TEKUR STEFNAN ÞÍN MIÐ AF SJÁLFBÆRRI ÞRÓUN? 18 kynningarblað 29. mars 2023 MIÐVIKUDAGURSjálfbærni í rekStri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.