AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 20
gefinn kostur á að koma með ábendingar til stýrihópsins. NÚVERANDI STAÐA í FERÐAÞJÓNUSTU Gjaldeyristekjur Hlutur ferðaþjónustu í útfluttri vöru og þjónustu er að aukast og var árið 1995 u.þ.b. 11%. Heildargjald- eyristekjur af ferðaþjónustu árið 1995 voru u.þ.þ. 18,7 milljarðar. Hlutdeild gjaldeyristekna í heildarveltu atvinnugreinarinnar er áætluð um 55%. Hinir þættirnir eru tekjur atvinnugreinarinnar af innanlandsferða- mönnum og af utanferðum fólks með búsetu á íslandi. Framlag ferðaþjónustunnar til landsfram- leiðslu hefur hins vegar verið á bilinu 3-3,5% á undan- förnum árum, syo og hlutur hennar í launum og launa- tengdum gjöldum. Heimild: Þjóðhagsstofnun. ÁRSVERK Ársverk í ferðaþjónustu voru samkvæmt mati Þjóó- hagsstofnunar árið 1994 um 4000 talsins, eða um 3% af heildarársverkum. Athygli vekur að þrátt fyrir nær tvöföldun í umfangi greinarinnar sl. áratug hafa áætluð ársverk nær staðið í stað. Hlutfall ársverka í ferðaþjónustu er í alþjóðlegum samanþurði fremur lágt. Erfitt er að meta hvaða áhrif það muni hafa á ársverk í ferðaþjónustu, nái sett markmið fram að ganga. Fjöldi ársverka í ferðaþjónustu fór vaxandi fram til ársins 1987 en eftir þann tíma hefur vöxtur ársverka ekki haldist í hendur við fjölgun ferðamanna og aukn- ingu gjaldeyristekna. Fjöldi ársverka í ferðaþjónustu var skv. upplýsingum þjóðhagsstofnunar 3.775 árið 1993. Hlutur hótela og veitingastaða í heildar- ársverkum feróaþjónustunnar er rúmlega 40%. Ársverk tengd samgöngum á landi og í lofti eru um 30%. Uppgangur hjá Flugleiðum undanfarið hefur leitt til fjölgunar starfsmanna. FJÖLDI FERÐAMANNA Ferðaþjónusta hefur verið í örri þróun á íslandi síðastliðin ár. Umfang greinarinnar hefur aukist mikið í fjölda erlendra ferðamanna (gesta) og í gjaldeyris- tekjum. Einnig hafa ferðalög innanlands tekið fjör- kipp. Framboð alls kyns ferðaþjónustu á íslandi hefur aukist mikið, svo og sætaframboð flugfélaga í áætlun- ar- og leiguflugi til landsins. 2. Þróun ó fjölda erlendra gesta til Islands 1970-1995. Heimild: Utlendingaeftirlitið. Upplýsingar um ferðaþjónustu á íslandi eru af skorn- um skammti og því erfitt að gera sér nákvæmlega grein fyrir stöðu hennar. Helstu viðmiðunarstærðir hafa verið skráning Útlendingaeftirlitsins á komum farþega til landsins með flugi, ferjum og skemmtiferðaskipum, upplýsingar Seðlabanka íslands um gjaldeyristekjur og gistináttatalning Hagstofu íslands frá 1986, sem gefur nokkra hugmynd um samsetningu, dvalartíma og ferða- hegðun ferðamannanna. Við vitum t.d. að innan- landsferðamenn eru stærsti viðskiptavinahópur ís- lenskrar ferðaþjónustu og fjölmennasti hópurinn frá einstöku landi eru Þjóðverjar. DREIFING FERÐAMANNA EFTIR ÁRSTÍÐUM Helstu vandamál ferðaþjónustu á íslandi sem stendur eru stutt háönn, ónóg dreifing ferðamanna um landið og mismunandi arðsemi ferðaþjónustufyrirtækja, 18

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.