AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 26
Þróunin í Kvosinni hefur hinsvegar ekki verið jafn-
ánægjuleg og við fyrrnefndar götur. Sérverslanirnar
sem áður settu svip á svæðið eru nú óóum að hverfa
en matsölustaðir, kaffihús og skemmtistaðir að ná
yfirhöndinni. Þetta er óæskileg þróun frá sjónarmið-
um ferðaþjónustunnar (sem og fyrir heimamenn) þar
sem fjölbreytt þjónusta auðgar mannlíf og færir ferða-
manninn nær fbúum svæðisins.
En nú virðist vera von um betri tíð í þessum efnum.
Eins og áður sagði stendur yfir endurskoðun á aðal-
skipulagi Reykjavíkur fyrir tímabilið 1996-2016. í
greinargerð með skipulaginu eru sett eftirfarandi
markmið:
■ Efla menningarstarfsemi í miðborginni.
■ Stuðla að stjórnsýslu í miðborginni.
■ Tryggja samhangandi verslunarsvæði í miðborg-
inni.
■ Styrkja sögulega fmynd Kvosarinnar.
■ Efla hlutverk miðbæjarins f ferðaþjónustu.
■ Gera miðborgina aðlaðandi til útivistar og afþrey-
ingar.
■ Tryggja búsetu í miðborginni.
Öll ofangreind markmið styrkja miðborgina sem að-
dráttarafl fyrir ferðamenn jafnt erlenda sem innlenda.
Öll menningarstarfsemi, hvort sem um er að ræða á
sviði lista, menningararfs, sögu eða skemmtana, er
eitt besta „tækið” til að fá ferðamenn til að lengja við-
dvöl sína á hverjum stað. Öflug þátttaka almennings
í Reykjavík í menningarviðburðum vekur athygli
erlendra ferðamanna jafnt sem innlendra enda nota
íbúar landsbyggðarinnar gjarnan tækifærið á ferðum
sínum til borgarinnar til að njóta fjölbreyttrar menning-
ar. Ein besta aðferðin til að skapa góða ímynd er að
vekja rækilega athygli á lifandi og fjölbreyttu menn-
ingarlífi.
Staðsetning stjórnsýslu í miðborginni styrkir miðborg-
arstarfsemina því enda þótt samskipti manna á meðal
fari í vaxandi mæli fram í gegnum fjarskipti ýmisskonar
kallar þjónusta stjórnsýslunnar oft á persónuleg sam-
skipti. Þeir sem eiga erindi við stofnanir í miðborginni
nota auk þess oft tækifærið til að versla o.fl..
Fólk gerir sér sífellt betur grein fyrir mikilvægi versl-
24