AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 30

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 30
PALMAR KRISTMUNDSSON OG PETUR H. ARMANNSSON ARKITEKTAR Auðnin og veðraður efniviðurinn kallast á við hrjóstrugt og óræktað umhverfi sitt. LANDSLAG AÐ LÁNI Komandi kynslóðir munu eyða mestum hluta lífs síns í skipulögðu umhverfi. Þær verða æ háðari ákveðnu skipulagi sem miðar að lausn á vissum aðstæð- um. Þær munu vilja losna undan viðteknu hegðunar- mynstri, ströngu skipulagi og því að láta aðra ráða gerðum sínum. Þær munu leggja á flótta undan hversdagsleikanum.undan streitu og hávaða og leita kyrrðar og samsvörunar við náttúruna. Til að auð- velda þeim að upplifa náttúruna og njóta hennar þurfa þær stuðning, eins konar „staf” til að styðjast við á göngu sinni yfir í náttúruna, á milli menningar- rammans og víðáttunnar. Þær upplifa fyrst andstæðuna milli náttúru og borgar og sporið út úr hinu manngerða umhverfi krefst æ meiri athygli og hönnunar. Það er þetta „spor“,sem á að miða að því að örva umhverfisvitund fólks. Hver einstaklingur verður að temja sér vissa umhverfis- túlkun. Öll mannvirkjagerð felur í sér ákveðna afstöðu til nátt- úrunnar, hvort sem er meðvitað eða ómeðvitað. Hver sú afstaða er ræðst af hugmyndafræði og gildismati hvers tíma. íslenskt landslag býður upp á einstaka möguleika til listrænnar umhverfismótunar. Til þess að þeir nýtist verður byggingarlist og sjónmennt að verða ríkari þáttur i íslenskri menningu en nú er. Það er mál sem varðar okkur öll, því byggingarlist er ekki sérhagsmunamál arkitekta, heldur er hún vitnisburð- ur um menningarstig þjóða á hverjum tíma. Fróðlegt er í þessu tilliti að bera saman menningarstig líkra sem ólíkra þjóða og skoða þroska þeirra í sjónment. Byggingarlist skipar álíka sess hjá Finnum og ritlistin gerir hjá íslendingum. Þegar íslendingur hugsar „bók”, hugsar Finninn „bygging”. Það er einfaldlega kennslupólítískt verkefni að lyfta byggingarlist á sama umræðustig og aðrar listir i þessu landi. Hvernig stað- ið er að mannvirkjagerð hér á landi er ekki síður mikil- vægt umhverfismál en verndun náttúrunnar. MANNVIRKJAGERÐ ER VERNDUN NÁTTÚRUNNAR Á sama hátt og afstaða þess sem reisir mannvirki er breytingum háð, þá er mat það sem við leggjum á gæði umhverfis, hvað við skiljum sem fallegt og hvað 28

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.