AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Qupperneq 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Qupperneq 33
Mannvirkin í Viðey séð yfir sundin. uppbyggingu, en jafnframt eru einstakir möguleikar til listrænnar umhverfismótunar. Margir erlendir listamenn og arkitektar sem hingað hafa komið hafa heillast af mögnuðu samspili birtu og rýmis í íslensku landslagi. Rýmismótun og áhrif birtu eru grundvallaratriði í allri byggingarlist. íslendingum er ekki tamt að tengja upplifun sína á landslagi og mannvirkjum við hug- takið rými. Rými er ekki bara tómarúm inni í húsum, mælt í rúmmetrum, heldur er allt okkar ytra umhverfi hluti af rými sem alltaf á sér ákveðin endamörk. Ef ekki í landslaginu, þá i sjóndeildarhringnum. Þannig afmarkarfjallahringurinn umhverfis Þingvelli ákveðið rými. Innan þess eru síðan fleiri smærri rými eins og Almannagjá, sem er afmarkað rými í sjálfu sér. Þegar við ferðumst um þessa staði erum við ekki bara að skoða vegsummerki, heldur erum við að upplifa skipt- in milli tveggja eða fleiri afmarkaðra rýma, breyting- una úr einu rými í annað. Til að öðlast hlutdeild í rými þarf maðurinn að skynja umfang þess. Gullfoss er ekki bara vatnsfallið sjálft, heldur ekki síður hin dramatíska afmörkun rýmisins sem það fellur í og það hvernig þetta rými magnar stærð þess og marg- faldar hljóðið, sem okkur berst til eyrna. AF VIÐEYJARSUNDI OG MIÐJARÐARHAFI Eitt augljósasta dæmið hér á landi um vel heppnað samspil náttúru og mannvirkja er Viðey og þær bygg- ingar sem þar standa. Viðey er skólabókardæmi um samspil náttúru og mannvirkja, sem byggist á and- stæðum. Hér er ekki um að ræða samruna með því að fela mannvirkin, láta þau renna saman við um- hverfið, t. d. með notkun efnis af staðnum, eins og torfbæirnir eru gott dæmi um. Viðey er ekki stórbrotið landslag heldur aflíðandi, lág eyja þar sem mannvirki verða áberandi nema rétt sé að málum staðið. Byggingarnar, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, voru reistar úr steini og kalkmúr um miðja átjándu öld. Viðeyjarstofa teiknuð af dönskum arkitekt; „hofbyg- mester" Niels Eigtved.og Viðeyjarkirkjaaf samstarfs- manni hans til margra ára, G.D. Anthon. Endurgerð þessara mannvirkja var á höndum Þorsteins Gunn- arssonar arkitekts. Þar má sjá hvernig okkar elsta steinhús hefur fengið fullgildingu sem gamalt mann- virki með nútímaþægindum og tækni án þess að breyttværi upprunalegu útliti þess. Byggingarnareru í einföldum og stílhreinum barokstíl. Staðsetning þeirra í landslaginu og stærðarhlutföll þeirra miðað við kennileiti þess eru lykillinn að þeirri heildarmynd sem fyrir augu ber. Mannvirkin eru sett í landið á milli tveggja hæðardraga sem ramma inn bæjarstæð- ið á afar fínlegan hátt. Athygli vekur að byggingarnar 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.