AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 34
skuli ekki hafa verið staðsettar uppi á annarri hvorri
hæðinni eins og oft var venja á þessum tíma (þar
sem útsýni var til allra átta og snjóþyngsli í lágmarki)
og haldist hefur allt fram til þessa dags, eins og
fjöldi bóndabæja og kirkna víða í sveitum landsins
ber vott um.
Það er öðru fremur staðsetningin í landinu og hlutföll
bygginganna innbyrðis og við hæðardrögin sem
skipa þeim sess sem einu af okkar allra bestu dæm-
um um samspil mannvirkja og náttúru þar sem bæði
njóta góðs af sambýlinu. Það er umfram annað þetta
atriði sem skapar „anda" staðarins. Þrátt fyrir þetta
eru byggingarnar í andstæðu við umhverfi sitt, hvítar
og glansandi með svört þök, en liggja þannig í
landinu að þær eru ekki sérlega áberandi úr fjarlægð.
( Viðey má einnig finna mannvirki af öðrum og and-
stæðum toga. Áfangar hins þekkta umhverfislista-
manns Richards Serra. Reist árið 1990. Listamaður-
inn Serra grípur eyjuna alit öðrum tökum en þeir sem
reistu Viðeyjarstofu nær tveimur og hálfri öld áður.
Fram að því var Serra einkum þekktur fyrir stór um-
hverfislistaverk úr stáli. Flestir bjuggust því við að
tillögur hans myndu ganga út á stálvirki sem risi úr
jörðu og helgaði sér land á eyjunni. Áður en Serra
hafði lagt fram tillögur sínar kom hann til landsins í
vettvangskönnun og ferðaðist um landið um tíma.
Upplifun hans af landinu gerbreytti viðhorfum hans
til verkefnisins í Viðey. Þegar tillögurnar litu dagsins
Ijós kom á daginn að stál var hvergi að finna, heldur
var um að ræða óvenjulega notkun á stuðlabergs-
súlum, sem staðsetja átti vítt um eyjuna eftir ná-
kvæmri tilsögn listamannsins.
Efnisval listamannsins er afgerandi fyrir listaverkið
og umfang þess. Áttkantaðar stuðlabergssúlurnar
falla inn í umhverfið og listaverkið sést aldrei allt í
heild sinni. Þess er krafist af skoðandanum að hann
velji sér einhvern óskilgreindan stað á eyjunni og leyfi
súlunum að ramma inn víðáttuna, skiigreina hluta af
sjóndeildarhringnum eða borginni hinum megin vió
sundið. Vegna efnisvals og forms listaverksins og
rýmismótandi eiginleika þess sést verkið ekki úr
fjarlægð og týnist því í landslaginu nema vel sé að
gáð og hefur ekki áhrif á umhverfið nema áhorfand-
inn kjósi að virkja áhrifamátt þess í upplifun sinni á
eyjunni. Flér er á ferðinni mannvirki sem nýtir sér
„samruna” - aðferðina til fulls.
í miðjum eyjaklasa Miðjarðarhafsins rís eyjan Santor-
íni. Samanburður við Viðey varpar enn frekara Ijósi
á hugtakið „andi staðarins", að virkja sérstöðu stað-
háttanna þegar mannvirki eru mótuð og þeim valin
staður og stefna í landi. Á Santoríni er um að ræða
heilt þorp. Staðarval mannvirkjanna ákvarðast öðru
fremur af aðstæðum og lífsviðurværi byggendanna.
Santoríni á sér merka jarðfræðilega sögu. Hún er
mynduð af eldgosi úr hafi, lítil hringlaga eyja sem
hækkar jafnt og þétt að miðju sinni, gígnum sjálfum.
Á einhverjum tímapunkti hófst gos að nýju. Tregða
kom í gosgíginn með þeim afleiðingum að eyjan
hreinlega sprakk. Hartnær helmingur landsins hvarf
í hafið og eftir stóð hluti af gígnum eins og skeifa í
laginu og landið aflíðandi frá þverhníptum gígbarm-
inum til sjávar.
Aðkoma að eyjunni með skipum er eingöngu mögu-
Santoríni séð innan úr „gígnum
ij 'n',**
32