AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 42

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 42
Hótel Húsavík, félagsheimili áfast hótelinu. að nýtingarhlutfallið sé fallandi og með því fram- legðin. Undirrót þessa vanda liggur að okkar mati frekar í að talsverð aukning hefur orðið á gistirými í lægri gæðaflokkum, því á meðan gistingin er ekki flokkuð, er hægt að ná hlutfallslega hærra verði fyrir einfaldari gistingu en á þeim stöðum þar sem boðið er upp á mikla þjónustu. Þegar engir staðlar eru til, þá komast menn upp með að gera hlutina eins ein- falda og mögulegt er. Það er augljóst að ef hægt er að gera hlutina aðeins ódýrar en næsti maður, en samt fá það sama greitt fyrir, þá gera menn það. Væru til almennilegir staðlar þá hefðu menn eitthvað að miða við og verðlagning gæti verið í takt við það. Eitt af einkennum hótelrekstrar er sú gríðarlega fjár- festing sem i þarf að leggja og líður oft langur tími þar til sú fjárfesting hefur skilað sér. Það má segja að nánast sé ókleift að eiga og reka hótel eingöngu Dæmigerð uppbygging hótels. fyrir lánsfé þannig að sterk eiginfjárstaða sé skilyrði fyrir velgengni. Sú míkla eiginfjárstaða, sem nauð- synleg er til að hægt sé að standa undir hinum mikla stofnkostnaði, hefur leitt af sér að hlutir eru gerðir á eins einfaldan hátt og hægt er. í hlutfallslega fáum tilfellum eru hótel á íslandi byggð sem slík frá grunni. Það virðist vera við nánari skoðun að einungis fimm til sex stærstu hótelin í Reykjavík séu byggð frá grunni, sem hótel, auk einstaka á landsbyggðinni. Það eru reyndar til athyglisverð dæmi um raðhönnun sem fer nokkuð nærri lagi að falla að meginhugmynd- unum um staðlað hótel. Hér er vitnað til hótelanna á Húsavík og í Stykkishólmi sem byggð eru á svipuðum tíma og eftir mjög svipaðri forskrift. Hin staðlaða hótelbygging er, líkt og skissað er hér til hliðar, þannig gerð að herbergjum er komið fyrir í hárri byggingu, þar sem hver tvö herbergi eru spegl- uð utan um lagnagang og leitast við að láta bygging- una ganga upp í sem mest staðlaðar einingar. Þjón- usta er síðan öll í lágri hliðarbyggingu sem mest er tvær hæðir þar sem veitingasölunum, verslanir og þess háttar er komið fyrir þar sem auðvelt er um að- drætti og losun. Þetta er einkenni tveggja áðurnefndra hótela, en þar eru félagsheimili staðanna áföst hótelinu. Þar er reyndar hlutfall sæta í veislusölum margfalt á við mögulegan gestafjölda þannig að frá upphafi hefur verið stefnt þar að funda- og skemmtanahaldi. Þar spilaði enn eiginfjárstaðan inn í því við byggingar þessara og fleiri hótela kom til fjárhagsleg fyrir - greiðsla úr Félagsheimilasjóði sem gerði kleift að setja upp félagsheimili sem síðan nýttist hótelinu sem veit- ingaaðstaða. Almennt skemmtanahald á hins vegar litla samleið með gistingu, en margir hafa orðið að fara þá leið til að renna fleiri stoðum undir reksturinn og ná bættri nýtingu á veitingadeildinni. Sá vöxtur sem hefur verið í ferðaþjónustunni hefur leitt til þess að menn hafa horft til hennar sem úrræðis þegar þeir hafa átt húsnæði og vantað rekstur í það. Þannig eru fjölmörg hótel og gististaðir tilkomin. Hús- næði sem átti að vera eitthvað annað og er hannað sem slíkt er síðan breytt til að nota í gistingu. Stundum hefur vel tekist til en einnig oft miður. Þannig er auð- velt fyrir þá, sem hafa trú á að hægt sé að hagnast á gistiþjónustu, að setja upp einfalda gistingu en inn- 40

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.