AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 43

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 43
heimta verð sem er einungis sjónarmun lægra en á fullkomnum hótelum sem standast alþjóðlegar kröfur. ÞJONUSTAN Hin þekkta bandaríska hótelkeðja Marriott sendir á hverju ári út kannanir til 800.000 viðskiptavina sinna til að inna þá eftir skoðun þeirra á þjónustu keðjunnar. (Schaff 1995) Um 250.000 svara þannig að fyrirtækið fær mjög áreiðanlegar upplýsingar um hvað gestum líkar og mislíkar. Á grunni þessara svara hefur keðjan skilgreint gæði í þjónustu frá sjónarhóli viðskiptavin- anna.í fimm efstu sætunum um mikilvæg atriði eru: 1. Hraði við innritun 2. Hreinlæti 3. Peninganna virði 4. Vingjarnleiki 5. Morgunverður (Speed atcheck in) (Cleanliness) (Value for money) (Friendliness) (Breakfast) Lítum nú á hvernig íslensk hótel standast þessar kröfur. 1. Krafan um hraða við innritun er tilkomin frá gest- um sem eru að komast í gistingu eftir oft langt ferða- lag með öllum þeim töfum og hnökrum sem slíku ferðalagi fylgja. Það er því það síðasta sem þeir vilja, að lenda í langri biðröð eftir því að fá lykilinn að herberginu. Þvl miður gera reglur Útlendingaeftir- litsins um að gestir utan EES skuli fylla út eyðublað við komu til landsins þetta oft erfitt fyrir þann hóp, en hefur þó skánað verulega því allt fram á síðasta ár var krafa um að allir nema norðurlandabúar fylltu út slík eyðublöð. Hið hefðbundna innritunarkort hótel- anna getur gestur á flestum stöðum fengið með sér upp á herbergi og skilað því svo næst þegar hann kemur niður. Þetta er samt atriði sem þarf að laga, því ekkert ætti að mæla gegn því að eyðublöð Útlend- ingaeftirlitsins séu fyllt út í flugvélinni á leið til landsins og skilað við vegabréfaskoðun, líkt og tíðkast víða erlendis. 2. Hreinlæti. Þetta er atriði sem flestir íslenskir gististaðir fá hæstu einkunn fyrir. Óvlða í heiminum er jafnvel hugsað um að þrlfa, þó viðhaldi sé stund- um ábótavant. 3. Peninganna virði. í Reykjavík er það víða hægt. Gisting á betri hótelum I Reykjavík er alls ekki dýrari en á sambærilegum hótelum erlendis. Það er hins 5.400 kr. herbergi á nótt meS morgunmat. Hótel I Reykjavík, þar sem samkeppni ríkir. 41

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.