AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Síða 44

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Síða 44
vegar ekki sömu sögu aö segja þegar fetað er niður verðstigann. Það lágmarksverð, sem rukkað er fyrir á sumum gistiheimilum á landsbyggðinni, er einfald- lega of hátt, þó að það sé væntanlega of lágt að mati þess sem selur gistinguna. Á myndunum hér eru herbergi í gistiheimili og „hóteli” á landsbyggð- inni sem eru seld á 5.400 kr nóttin með morgunverði. Þau eru ekki með baði, enda kæmist það ekki fyrir, en eru með handlaug. Sé það borið saman við mynd- ina hér að neðan, þar sem nóttin kostar rúmlega helmingi meira, er ólíku saman að jafna. Verðlag á veitingahúsum er síðan sérstakt viðfangsefni, því súpa og salat, sem kostar á bilinu frá 550 til 750 kr. á flestum stöðum þar sem er samkeppni, getur farið upp í 1.000 kr. ef engin samkeppni er. 4. Vingjarnleiki starfsfólks. Almennt er í góðu lagi. Það sem upp á vantar í fagmennsku er oft bætt með einlægum áhuga og lipurð og eins eru mörg sumar- hótel með skólanemendur í vinnu sem gjarnan tala mörg tungumál og geta því oft veitt meiri þjónustu en erlendir ferðamenn eiga almennt að venjast. Það skiptir mjög miklu að hafa starfsfólk sem getur gert sig skiljanlegt á fleiri málum en bara ensku. 5. Morgunverður. Það er skiljanlegt að viðskipta- ferðalangar vilji fá staðgóðan morgunverð til að búa sig undir erfiðan dag. Það er alla jafna I góðu lagi á íslenskum hótelum og langoftast fara gestir vel mettir og ánægðir. Það má því segja að af þessum fimm atriðum sem Marriott- keðjan setur á oddinn sem gæði þá eru það þrjú til fjögur sem eru í góðu lagi og alltaf má bæta. Þannig má segja að þjónustan á hótelunum, hinn persónulegi þáttur, geri oft mikið í að vinna upp þá annmarka sem annars eru á hönnun og fjármögnun hótelbygginganna. Glöggt dæmi um það er t.d.Eddu- „hótelið” á Skógum. Þar eru gamlar heima- vistir sem er reyndar mjög vel við haldið, ekki neinn íburður í neinu, en mjög vel þrifið og í gamla mötun- eytissalnum í kjallaranum (án útsýnis) er framreiddur veislumatur á heimsmælikvarða. Þannig má segja að mannlegi þátturinn yfirvinni hinn fjárhagslega. Eigi íslensk ferðaþjónusta að standa sig í hinni hörðu samkeppni á heimsmarkaðinum er Ijóst að ýmislegt þarf að bæta. Gistingu þarf að flokka, því annars vantar alla viðmiðun og án hennar er opnað fyrir ójafna samkeppni. Flokkunin verður að koma frá greininni sjálfri og þá fyrr en síðar því komi slík flokkun frá opinberum aðila er ekki víst að hún verði ekki í takt við óskir greinarinnar. Opinbera stefnumótun um sem flesta þætti ferðaþjónustunnar verður að leggja fram þar sem hlutverk og framtíðarstaða íslands sem ferðamannalands eru skilgreind og sameiginleg lína lögð sem allir geta farið eftir, hvort sem þeir selja gistingu, ferðir eða afþreyingu. Dick Schaff: Keeping the Edge: Giving Customers the Service They Demand. Dutton í New York, Októ- ber 1995. ■ Samtengdur gagnabanki í tölvu og á Internetinu. ER ÞITT FYRIRTÆKI SKRÁÐ? Internet: http://www.itn.is/bygglina 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.