AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 47

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 47
 Hunkubakkar - dæmi um stað sem iórum sumarhúsum FERÐAÞJONUSTA BÆNDA þróun í 30 ár SÖGULEGT SAMHENGI Þegar á sjöunda áratugnum var mönnum Ijóst að atvinnulíf til sveita á íslandi var óæskilega einhæft og þegar heyrast tóku raddir um framleiðslutakmarkanir í hefðbundnum landbúnaði fóru menn að velta fyrir sér hugsanlegum nýjungum í starfsemi bænda. Árið 1964 kynnti Birgir Þorgilsson, núverandi formað- ur Ferðamálaráðs íslands, sér uppbyggingu ferða - þjónustu bænda í Danmörku. Ári síðar flutti hann þessa þekkingu til íslands í umboði og á vegum Flugfélags íslands. Á tímabilinu 1965-1972 stóð Flugfélag íslands fyrir markaðssetningu á gistingu og afþreyingu á sveitabæjum á íslandi, en fjöldi ferða- þjónustubæjanna var frá 5 - 30 bæir. Árið 1972 voru Flugfélag íslands og Loftleiðir sam- einuð í eitt félag, Flugleiðir hf. Nýja félagið hafði aðrar áherslur en Flugfélag íslands og hætti að mestu kynningu á ferðaþjónustu í sveitunum. Það var eðlilegt, enda átti nýja félagið tvö hótel í Reykjavík og lagði áherslu á flug milli meginlands Evrópu og Bandaríkjanna. Gistinóttum hjá bændum fækkaði því á næstu árum á sama tíma og komum erlendra ferða- mannatil íslands fjölgaði um 13%. 45 ÞORDIS EIRIKSDOTTIR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.