AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 61
ÍBÚÐIR FRAMTÍÐARINNAR hugmyndasamkeppni HúsnæSisstofnunar - FYRSTU VERÐLAUN - rátt fyrir stórstíga þróun í gerð húsnæðis á þessari öld má með nokkrum sanni halda því fram að í byggingaflóru dags- ins í dag sé ríkjandi töluverð fábreytni hvað varðar ný burðarform og efnisnotkun. í þessu samhengi er umræðan um rými í arkitektúr einnig aðkallandi. Ef til vill erum við komin að vatnaskilum hvað varðar þróun arkitektúrs og byggingargerðar, því félagslegir, tæknilegir, fjárhagslegir og jafnvel landfræðilegir þættir og náttúrufar kalla á aðlögun að sífellt flóknara umhverfi. í þessari tillögu er litið til framtíðar. Hugmyndir sem hér eru settar fram eiga í stuttu máli sagt að gera ólíkum einstaklingum hærra undir höfði, samtímis því sem heildin þarf að hafa til að bera breytanleika og aðlögun, með áherslu á aðstæður í íslensku þjóðfél- agi og náttúru. Gert er ráð fyrir að í framtíðinni verði ólík sambýlisform sífellt meira áberandi. Þetta kallar á þörf fyrir hlutfallslega meiri áherslu á minnstu sam- félagseininguna, þ.e. einstaklinginn og rýmisþarfir hans. Því var ákveðið að teikna 20 mismunandi íbúðir af umbeðnum stærðum til að sýna vott af þeirri fjöl- breytni sem þessi framtíðarhugmynd kallar á. Hvað tæknilega þróun varðar er erfitt að spá um hvað verður. Því var valið var að leggja upp með kerfi sem getur tekið við og hefur upp á að bjóða nánast ótak- markaða möguleika á inn- og úttaki lagna. í samfélagi sem byggist á fáum undirstöðuatvinnugreinum í harðbýlu náttúrlegu umhverfi má reikna með sveiflukenndum efnahag og óstöðugleika - byggðar- lög stækka og minnka eftir því hvort og hvar atvinnu er að fá. Eins og staðan er í dag leggja sveitarfélög oft í miklar fjárfestingar sem óvíst er hvort nýtast allan sinn fýsíska líftíma. Á sama tíma getur þörf fyrir hús- næði skotið upp kollinum annars staðar og heildar- fjárfesting í landinu eykst, engum til gagns. Hvað einstaklingana sjálfa varðar, þurfa þeir því í mörgum tilvikum að kasta fé sínu í húseignir sem hvorki er hægt að flytja, selja né endurvinna. Mark- miðið í þessu verkefni er að gera tillögu að íbúðum 59 HEBA, HÓLMFRÍÐUR ,HREFNA, ARKITEKTAR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.