AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 69

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 69
átt betur við þann heildarsvip sem menn vilja hafa á girðingunni. LAUFSKÁLAR (PERGOLA) OG KLIFURGRINDUR Laufskálar í görðum hafa verið notaðir ( gegnum aldirnar og þá fyrst og fremst sem stuðningsgrindur fyrir vínberjaplöntur og til að auðvelda berjatínslu. Auk þess voru þessar grindur vinsælar sem skuggagjafar til varnar gegn brennandi geislum sólar. I nútímagörðum hafa slíkar grindur fengið nýjan tilgang. Þær eru fyrst og fremst notaðar sem tengiliður milli ólíkra viðverustaða í garðinum. Auk þess eru þær tilvaldar til að skapa útsýni, gefa skugga á dvalarstað, sem rýmismyndandi þáttur eða vera klifur- grind fyrir klifurplöntur s.s. rósir. Klifurgrindur eru tilvaldar til að mynda skjólveggi með klifurplöntum og byrgja innsýn. Þéttleiki og gerð klifurplantnanna stjórnar því hversu þéttur klifurveggurinn kemur til með að verða. Þegar klifurgrindur eru festar við veggi mynda þær stuðning fyrir klifurplöntur og eru um leið skraut og prýði veggjarins. STOÐVEGGIR ÚR TRÉPLÖNKUM Það er orðið töluvert algengt að stoðveggir, kantar og ker séu hlaðin úr tréplönkum (4x4“). Veggirnir eru festir við galvaniseruð rör sem steypt eru niður í jörðina. Jarðvegs- dúkur er gjarnan settur að veggnum að aftanverðu til að hindra snertingu viðarins við jarðveginn það minnkar fúa. Slíkir veggir eru venjulegast ekki hafðir hærri en 50-70 sm. Hægt er einnig að búa til stoðveggi, kanta og ker úr tré- plönkum sem víraðir eru saman. Best er að festa bitana í steypupúða sem komið er fyrir neðanjarðar eða (hæla sem reknir eru niður. Auðvelt er að mynda rúnnaðar beygjur með slíkum bitum. ■ GLÆSILEGT ÚÍV/AL \f HELLUM 00 jTEIí ium. Ei lUALAUSm MÖOULEIKAR. Hyrjarhöfði 8 sími: 577 1700 Habila Hljóöeinangrun, hönnun og gæöi í brennidepli Leitiö uppl.hjá Færanlegir veggir Felliveggir Glerveggir Glereiningar Rennihuröir Sérsmíöaöar huröir Ide\ Sundaborg 7-9 104 Reykjavik Tel: 91-68 81 04 Fax: 91-68 86 72 67

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.