AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 71

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 71
 Höfundur fyrstuverðlaunatillögunnar var Pálmar Krismundsson og samstarfsmaSur hans var Gunnar B. Stefánsson, teikn- ingin vinstra megin er af fyrstu hæð, sú til hægri er af fjórðu hæð. bárust felst í þvl að þær undirstrika ýmist heildina og samvinnuna eða að þær undirstrika sjálfstæði hverrar byggingar hvers sendiráðs fyrir sig. Sú tillaga sem dómnefndin valdi í fyrsta sæti túlkar heildina út á við, en gefur frelsi til sérkenna inn á við. Fyrstu verðlaun, að upphæð kr. 350.000 sænskar, hlutu Alfred Berger og Tina Parkkinen, arkitektar frá Vínarborg. Önnur verðlaun, kr. 275.000 sænskar komu í hlut Almvigs og Partners frá Árósum. Þriðju verðlaun, kr. 174.000 sænskar hlaut Christine Edmair frá Berlín. Síðan voru tvö innkaup, annars vegar fékk Albert Speer og Partners frá Frankfurt am Main 100.000 sænskar krónur og hins vegar Erik Nobel frá Kaupmannahöfn. Fyrstu verðlaunatillagan.byggir á hugmynd um stóra kopargirðingu eða band sem heldur utan um allan reitinn og myndar ákaflega sterka heild út á við, eins konar sameiningartákn. Innan girðingarinnar eru götur og garðar eins og skorin í massa. Göturnar eru þannig formaðar að frá aðalinngangi mjókka þær inn í enda og minna á ákveðinn máta á leikmynd Palladios f Teatro Olimpico í Vicenza. Undirbúningur að seinni hluta samkeppninnar á íslandi hófst í febrúar 1996 og þá hafði verið ákveðið að íslenska samkeppnin yrði opin. Dómnefndin studdist við óskir og kröfur notenda svo og ákvæði samnorrænu ráðgjafanefndarinnar og höfundaskipu- lagstillögunnar sem fékk fyrstu verðlaun í fyrri hlut- anum. Á skiladegi 30. apríl bárust 23 tillögur. Þau atriði sem dómnefnd lagði aðaláherslu á við gerð keppnislýsingarinnar voru að keppendur skyldu laga bygginguna að fyrirliggjandi skipulagi svæðisins sérstaklega og að innri tengsl þessa skipulags yrðu fullkomin hvað varðar notkun og ekki síst að kepp- endur sýndu fram á séríslensk einkenni byggingar- innar. Hvað innri tengsl og skipulag byggingar varóar telur dómnefnd að þær tillögur sem skiptu sendi- ráðinu f fjórar hæðir séu betri en þriggja hæða tillögur þar sem rými sem tengjast falla betur að starfsemi á fjórum hæðum. Hvað ytra yfirbragð varðar var það skoðun dómnefndar að tillögur með einföldu yfir- bragði aðlöguðust betur umhverfi sendiráðsins held- ur en þær sem flóknari voru og endurspeglast það í tveimur bestu tillögunum. Tillögurnar vinna margar 69

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.