AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 26

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 26
Teikning 1 [mynd 8.6.2b] Dæmi um skipulag íþróttahúss fyrir öll al- menn mót, nema heimsmeistaramót og álfumeistaramót. Skýringar: 1) Keppnissvæöi með lágmarksaðstöðu. 2) Viöbótar æfingar- og undirbúningssvæði. 3) Áhorfendasvæði. Teikning 2 [mynd 8.6.2c] Teikning af skipulagi vallar til æfinga. Æf- ingar í mismunandi íþróttagreinum geta farið fram samtímis. Skýr- ingar: A) Boltaleikjasvæði. B) Hlaupabraut til æfinga. C) Stökksvæði og æfingabraut. Allir þeir sem hafa sótt frjálsíþróttamót innanhúss hér á landi gera sér grein fyrir viö hvaöa aðstæður íþróttamennirnir búa. Þeir sem uröu vitni aö af- mælismóti ÍR-inga í janúar á þessu ári geta borið vitni um hvaö hægt er aö gera, þó viö erfiðar að- stæöur sé. Þar var haldið sérstakt innanhússmót meö uppsettri aöstööu. Síðasta sólarhringinn fyrir mótiö var hópur félagsmanna ásamt starfsmönn- um Laugardalshallar aö koma fyrir aöstööunni. Slíkt er ekki hægt aö bjóöa starfsmönnum félaga og hallarinnar upp á nema í undantekningartilfell- um. Á mótinu í janúar var þó ekki keppt í öörum greinum en þeim sem húsiö býöur upp á, t.d. voru engin lengri hlaup en 50 metrar. NOKKRAR TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM KEPPNIS-OG ÆFINGAAÐSTÖÐU INNANHÚSS Lágmarkskröfur Alþjóöafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) til keppnisaöstöðu eru: ■ 200 metra hlaupabraut. Hún skal minnst vera með 4 brautum, en mest 6. Til aö mæta miðflótta- afli hlaupara eiga brautirnar að halla inn á viö í beygjunum, allt aö 15°. Gerðar eru sérstakar kröf- ur um radíus boga o.fl. ■ Bein braut fyrir spretthlaup og grindahlaup skal minnst vera meö 6 brautum, en mest 8. Gera þarf ráö fyrir um 3 m svæöi fyrir framan rásmark og 13- 15 m handan endamarks fyrir hlauþara aö stööva sig. ■ Lágmarksbreidd hlaupabrauta er 0,9 m, en há- marksbreidd er 1,10 m. ■ Atrennubrautir fyrir langstökk og þrístökk skulu vera 1,22 til 1,25 m á breidd og 40 m á lengd aö lágmarki. ■ Stökksvæöi fyrir hástökk. Atrennubrautin skal minnst vera 15 metrar. ■ Atrennubraut og stökksvæði fyrir stangarstökk. Atrennubrautin skal vera minnst 1,25 m á breidd og 40 m á lengdina ■ Kasthringur og kastgeiri fyrir kúluvarp. ■ Allar brautir skulu vera meö viðurkenndu gerviefni. ■ Kastgeira í kúluvarpi má tak- marka meö 9 m lágmarksbreidd og skal vera þakinn heppilegu efni sem kúlur marka í. Til viöbótar eru kröfur um lýsingu og um upplýsingatöflu(r), um að- stööu fyrir sjúkraþjálfun, dómara og fjölmiðla o.fl. Hægt er aö uppfylla þessar kröfur í þeim húsum, Æfingaraðstaöa án hringbrautar. Skýringar: 1) Útdraganleg sæti. 2) Kringlukastbúr. 3) Kúluvarpshringir. 4) Hlíföartjald. 5) Atrennubraut fyrir spjótkast. 6) Svæði fyrir stangar- stökksdýnur og stokka. 7) Svæði fyrir hástökksdýnur. 8) Hluti af beygju úr 400 m braut til sprettæf- inga og boðhlaupsæfinga. 9) At- rennubraut fyrir lang- og þrístökk. 10) Stökksvæði. 11) Sandgryfja. 12) Hlaupabraut. 24

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.