AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 40
Myndin sýnir fjölda útrása meöfram strönd Reykjavíkur áöur en ráöist var í endurbætur. göturnar og af og til borið á möl og leir til aö jafna haugana. Er talið að þannig hafi fyrstu kjallararnir orðið til að land hækkaði upp eftir húsunum vegna sorpsins og meðfylgjandi jarðvegur og fyrstu hæð- irnar hafi brátt orðið að kjöllurum! En það voru Rómverjar, sem komu pípulagninga- málum og baðkúltúr og þar með frárennslismálum á æðra stig, ef svo má að orði komast. Á hátindi veldis þeirra voru í Róm hundruð kílómetra af að- færsluæðum vatns, sem fluttu daglega hátt í tonn af vatni fyrir hvern íbúa borgarinnar. Öllu þessu vatni þurfti að koma frá þegar búið var að baða mannskapinn og ekki síður þegar vatnið hafði far- ið um meltingarfæri fólks. Því var það að frægasta klóak allra klóaka, Cloaca Maxima, var lagt í Róm- arborg fyrir um það bil 2.500, árum á dögum Tarquinius Priscus konungs. Reyndar var þessi 600 metra langa frárennslislögn í upphafi hugsuð til afvötnunar mýra þeirra sem lágu milli hinna sjö hæða, sem Róm er byggð á. Er fram liðu stundir var öllu frárennsli veitt í þetta holræsi holræsa og tók það lengi við. Það var heldur ekki að undra því þvermál þess var hálfur fimmti metri þar sem það hleypir út í Tíberfljótið. En eftir fall Rómaveldis féll einnig þrifnaðurinn meðal Evrópumanna og þar með hríðversnaði heilsufarið. Reyndarviljaeinhverjirkenna hnignun Rómar því að í vatnslögnum þeirra var notað blý og að blýeitrun hafi orðið þeim að falli. Það er þó alls ósannað mál og eru fleiri á þeirri skoðun að blýeitrun ein hafi ekki orðið veldi Rómverja að falli. Á hinum myrku miðöldum herjuðu á Evrópubúa og Aöalræsi, hreinsi- og dælistöövar samkvæmt áætlun. einnig Asíubúa skæðar drepsóttir, sem að meira eða minna leyti mátti rekja til bágs hreinlætis í borgum og þar stóð skortur á frárennsliskerfum íbúunum svo sannarlega fyrir þrifum. Það er nán- ast ótrúlegt að fólk skyldi ekki gera sér grein fyrir samhengi þrifnaðar og heilbrigðis. En samt fund- ust einstaklingar sem reyndu að efla framfarir á þessum sviðum og jafnframt að koma á framfæri nýjungum í klósettmenningunni. Venjulega var gert gys að þessum klósettfrömuðum eins og t.d. frænda Elisabetar fyrstu Bretadrottningar, Sir John Harrington, sem smíðaði fyrsta vatnssalernið ár- ið1596 og nefndi Ajax, en þetta þarfa- og þrifaþing notaði drottningin þrátt fyrir allt. Vegna þess háðs og spotts, sem tækið og höfundur þess urðu fyrir, smíðaði Sir Harrington aðeins þetta eina klósett fyrir guðmóður sína og það liðu 200 ár þar til reynt var aftur við slíka smíð í Bretlandi. Drottningin var að öðru leyti eins og landar hennar í þrifnaðarmál- um að um hana var sagt að hún færi í bað einu sinni í mánuði, hvort sem hún þyrfti þess með eð- ur ei. Allt fram á seinni hluta nítjándu aldar voru samt koppar það sem háir sem lágir brúkuðu mest og voru sumir kopparnir að sjálfsögðu fínni en aðr- ir. Til dæmis var smíðaður og notaður við hirð Viktoríu Bretadrottningar koppur með innbyggðri spiladós! Það hefur áreiðanlega komið að góðum notum. En samt voru það Bretar, sem urðu til þess að vera í forystusveit nýrrar klósettmenningar í 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.