AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Síða 45

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Síða 45
fastir hlutir eru fjarlægöir meö botnfellingu, síun eöa tætingu, þ.e. meö eðlisfræðilegum eða afl- fræöilegum aðferðum." Nefndin komst aö ýmsu varðandi ástand fráveitu- mála hér á landi og þá einna helst aö þó þau séu yfirleitt í megnasta ólestri megi sjá aö landinn er aö fara aö taka til hendinni. Þess ber aö geta aö þetta var álit manna fyrir fimm árum. Þaö sem kom einn- ig fram hjá nefndinni var aö breyta þyrfti mengun- arvarnarreglugerðinni til aö hún samræmist regl- um EB og viröast þær ábendingar vera af hinu góöa. Kostnaður viö aö ráöa bót á ástandinu mat nefndin að væri verulegur og því væri áríðandi aö standa skipulega aö framkvæmdum. Þá benti nefndin á aö nauðsynlegt gæti oröiö síö- ar meir aö auka hreinsun skólps (bæta viö ööru hreinsunarstigi) allt eftir því hvernig viðtaki veröi metinn eftir fyrstu aðgerðir og hvort hann geti hugsanlega síöar fengiö matiö viðkvæmur. Þá er talið nauösynlegt aö svæöi veröi metin og flokkuö sem viðtakar eftir mengunarvarnarreglugerö og þá með tilliti til þess hvernig hreinsa skuli fráveituvatn á hverjum staö og hvort yfirleitt má veita fráveitu- vatni á viss svæöi. Mikilvægt er aö flokkun þessi liggi fyrir þegar á skipulagsstigi. Nefndin lagöi ein- nig til aö sveitarfélög gerðu framtíðaráætlanir um framkvæmdir í fráveitumálum. Ennfremur beindi nefndin til sveitarfélaga aö koma á fót umhverfis- vöktun á þeirra vegum. Umhvefisvöktun er m.a. fólgin í því aö fylgjast meö viðtaka skólps, hvort sem þaö er hreinsað eöa ekki, bæði fyrir og eftir aö veitt er skólpi í hann til þess aö sýna aö hann standist gæðaviðmiðun. Ekki var nefndin bjartsýn á aö sveitarstjórnir gætu allar ráöist í svo dýrar framkvæmdir sem þurfti til aö uppfylla kröfur EB. Þess vegna lagði hún til aö ríkið styrkti sveitarfé- lögin til aðgeröa í fráveitumálum um sem svarar fjóröungi af kostnaði viö framkvæmdirnar. Um- fangsmiklar aðgerðir eru hafnar og standa yfir í mörgum sveitarfélögum til aö koma á viðunandi ástandi í frárennslismálum. Stjórnendum sveitarfé- laga og öörum er Ijóst að þessi mál eru alvörumál og þurfa að hafa eðlilegan forgang. Ef ekki er orö- iö viö kröfum EB um hreinleika viðtaka getur það leitt til útilokunar á afurðum okkar á matvælamörk- uöum Evrópu og e.t.v. víðar. Það yrði ekki gott af- spurnar fyrir sveitarfélag aö hafa hundsað þessar reglur og síðan að horfa upp á hrun atvinnulífsins, a.m.k. þess hluta atvinnulífsins sem sinnir mat- vælavinnsiu. Flestar myndir eru úr myndasafni Gatnamálastjórans í Reykjavík og eru honum færöar þakkir fyrir afnot af þeim. ■ LEIÐRÉTTING: Þau mistök uröu í síöasta tölublaöi af AVS að höfundur að íbúöum aldraöra á ísafiröi var ekki rétt tilgreindur, en hann er Ingimundur Sveinsson. Hlutaöeigandi eru hér meö beönir velviröingar á þessum mistökum og birtum viö mynd af húsinu hér aftur til frekari áréttingar. (ritstj.) MÁLMSTEYPA Þorgríms Jónssonar e.h.f. HYRJARHÖFÐA 9-112 REYKJAVÍK SVEITAFÉLÖG VERKTAKAR FLOTKARMAR/LOK LÉTTKARMAR/LOK GRASKARMAR/LOK HELLUKARMAR/LOK NIÐURFÖLL 75-250 mm stút ÞAKNIÐURFÖLL KÚLURISTAR VATNSHANALOK LOK F. ROTÞRÆR DRYKKJARFONTAR OFL. Sími 587 2650 - Fax 567 4860 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.