AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 49

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 49
SVÆÐISSKIPULAG MIÐHÁLENDIS ÍSLANDS essa dagana er í auglýsingu tillaga aö svæðisskipulagi Miöhálendis íslands sem unniö hefur veriö aö undanfarin 3 ár. Hér er í stuttu máli lýst skipulags- hugmyndinni og helstu niöurstööum vinnunnar. SÉRSTAÐA HÁLENDISINS Skipulag Miöhálendisins er fyrir margar sakir sér- stætt, einkum hvaö varðar stærö skipulagssvæöis- ins sem nær til rúmlega 40% af flatarmáli landsins. Mörk skipulagssvæöisins fylgja í grófum dráttum mörkum heimalanda og afrétta og fellur þaö undir rúmlega 40 sveitarfélög í 13 sýslum. Skipulagslín- an hefur þó ekki gildi til frambúöar heldur er hún einungis hugsuö sem rammi utan um skipulags- svæöiö á vinnutíma þess. Hefbundið skipulag í byggö er gjarnan unnið í mælikvaröanum 1:10.000 - 50.000 en svæöis- skipulag Miöhálendisins er í miklu grófari og óná- kvæmari mælikvarða eöa 1:250 000. Skipulagiö er nær því að vera stefnumörkun í flestum mikilvæg- um landnotkunarflokkum, fremur en nákvæm leið- sögn eöa ákvöröun um landnotkun. Skipulags- og byggingarmál eru málaflokkur sem er í höndum sveitarfélaga, nánari útfærsla svæðisskipulags Miöhálendisins er því í höndum einstakra sveitar- félaga í formi svæðisskipulags, aöalskipulags eöa deiliskipulagsáætlana. Á hálendinu eru miklar náttúruauölindir; orkulindir í formi vatnsafls og háhita, gjöfulustu grunnvatns- svæöi landsins þar sem jöklarnir eru í mikilvægu hlutverki sem vatnsforðabúr (miölarar) og náttúr- an sjálf þar sem er sérstætt landslag, gosminjar, jökulminjar, gróöurminjar og búsvæöi dýrastofna svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst eru á Miö- hálendi íslands miklar og víðlendar óbyggöir, stundum nefnd „ósnortin víöerni" sem við eigum í ríkari mæli en flestar aðrar þjóðir í Evrópu. SKIPULAGSHUGMYND - BELTASKIPT LAND- NOTKUN Aö baki tillögu aö svæöisskipulagi Miöhálendisins er ákveðin skipulagshugmynd. Auöveldast er aö lýsa hugmyndinni meö því aö segja aö horft sé á hálendið í beltum eöa brautum eftir mannvirkjastigi og verndargildi. Annars vegar eru verndarheildir (eöa verndarbelti) þar sem eru ýmiss konar vernd- arsvæði og hins vegar mannvirkjabelti þar sem eru mismunandi byggingarsvæöi (manngert landslag). Þannig er stuðlað aö því aö allri meiriháttar mann- virkjagerö veröi haldið á afmörkuöum beltum eöa brautum, en á hinn bóginn tekin frá sem stærst og samfelldust verndarsvæöi eöa -heildir þar sem framkvæmdum er haldiö í lágmarki. Innan vernd- arheildanna eru stærstu ósnortnu víðerni íslands. Verndarheildirnar markast mjög af jaröfræöilegri uppbyggingu landsins og fylgja þau NA-SV stefnu eins og gosbeltin. Þær liggja í megindráttum í 3 beltum: i) „austurbeltiö" sem nær yfir eystra gos- beltiö, Vatnajökul og víðerni Ódáðahrauns noröan hans, ii) „vesturbeltiö“ sem nær yfir vestra gosbelt- iö ásamt Langjökli og vestur um Arnarvatnsheiöi og Tvídægru, og loks iii) „miöbeltiö" sem liggur á milli austur- og vesturbeltanna. Helstu mann- „Það er von þeirra sem að skipulags- vinnunni standa að fram komi beinar athugasemdir og ábendingar við inni- hald tillögunnar. Helsta gagnrýnin sem komið hefur fram beinist að þeirri leið sem valin var í upphafi að fela héraðs- nefndum framkvœmd skipulagsvinn- unar.“ virkjabeltin eru tvö og liggja þvert yfir hálendiö meö NA-SV stefnu um Sprengisand og Kjöl, þar sem eru flutningsæðar raforku og umferöar, auk uppi- stöðulóna virkjana. Helstu þjónustumiðstöövar feröamanna, jaðarmiðstöðvar og hálendismiö- stöövar, eru jafnan staösettar við aöalfjallvegi á mannvirkjabeltinu, þar sem meginleiöir skerast og gjarnan þar sem möguleikar eru á nýtingu jarðhita til upphitunar á húsum. Verndarheildirnar og mannvirkjabeltin koma ekki fram sem sérstakir landnotkunarþættir á skipu- 47 GÍSLI GÍSLASON LANDSLAGSARKITEKT

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.