AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Síða 52

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Síða 52
orku eru innan skipulagssvæðisins auk þess sem ýmsar virkjanir neðan hálendismarka eru háðar miðlunum á hálendinu. í skipulagstillögunni er tek- ið undir miklar orkuframkvæmdir án þess að geng- ið verði óhæfilega á náttúruverðmæti. Gert er ráð fyrir að alls geti komið til framkvæmda orkuvinnsla sem nemur um 10 Twh/ári á skipulagstímanum sem er nálægt þreföldun frá núverandi orkufram- leiðslu. Þá eru taldar með virkjanir sem búið er að taka ákvörðun um, þ.e. Sultartangavirkjun, Há- göngumiðlun og 5. áfangi Kvíslaveitna. í nokkrum tilvikum þarf þó að víkja verulega frá fyr- irliggjandi áætlunum, ekki síst norðan Vatnajökuls. Tæniframfarir síðustu ára opna möguleika á því að tengja saman virkjanakosti á milli vatnasviða með því að samnýta miðlanir og aðrennslisgöng virkj- ana. Þannig var komið í veg fyrir að Þjórsárverum væri sökkt undir vatn á sínum tíma. í dag er því eðlilegt að skoða alvarlega möguleika á því að „Tœkniframfarir sfðustu ára opna möguleika á því að tengja saman virkjanakosti á milli vatnasviða með því að samnýta miðlanir og aðrennsl- isgöng virkjana. Þannig var komið í veg fyrir að Þjórsárverum vœri sökkt undir vatn á sínum tíma . tengja saman virkjanir norðan Vatnajökuls til þess að hlífa stórum samfelldum gróðurlendum, ekki síst Eyjabökkum. Af þeim ástæðum er ekki tekið undir fyrirliggjandi áætlanir um Fljótsdalsvirkjun þrátt fyrir heimildarlög frá 1981. Bent er á nauðsyn þess að skoða möguleika á samtengingu virkjana Jökulsár á Fljótsdal og Jökulsár á Brú með því að nota Hálslón innan við Kárahnúka sem miðlun fyr- ir bæði vatnasviðin. Ekki er gert ráð fyrir virkjun háhita á skipulagstím- anum vegna tæknilegra annmarka og af umhverf- isástæðum. Þá eru allar virkjanaframkvæmdir háðar mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. 3.2 Samgöngur. Stefnt er að því að halda vega- framkvæmdum á hálendinu í lágmarki og að „möskvar" vegakerfisins séu sem stærstir. Upp- bygging vegakerfis taki fyrst og fremst mið af sum- arumferð. Brýnustu vegaframkvæmdir eru stofn- vegir sem liggja þvert í gegnum hálendið á milli byggðarlaga. Þessir vegir liggja í námunda við helstu ferðamannastaði hálendisins og þjóna um leið þörfum raforkuvinnslunnar. Skipulagsáætlunin gerir greinarmun á 3 megingerðum vega á hálend- inu, skipt eftir gæðaflokkum: aðalfjallvegir, fjallveg- ir og einkavegir og aðrar ökuleiðir. Auk þess nær þjóðvegur nr. 1, hringvegurinn, á tveimur stöðum inn á skipulagssvæðið. Aðalfjallvegirnir eru bestu vegir hálendisins og skil- greindir sem e.k. „stofnvegir", sem verði byggðir sem góðir sumarvegir, með brúuðum ám og færir öllum venjulegum fólksbílum. Þeir tengja saman byggðarlög þvert yfir hálendið og liggja um helstu byggingarsvæði þess. Vegirnir verði opnir a.m.k. 4-6 mánuði á ári. í þessum flokki eru Sprengi- sandsleið og Kjalvegur. Allir aðalfjallvegir og fjallvegir eru háðir mati á um- hverfisáhrifum. Fjallvegir eru tengivegir sem teng- ja saman afskekktari svæði hálendisins við aðal- fjallvegi. Opnunartími skemmri, vegtæknilegar kröfur minni en á aðalfjallvegum. Hættuleg vatns- föll brúuð. Einkavegir og aðrar ökuleiðir eru síðan ýmis torleiði sem eru opin almennri umferð, en verða ekki endurbætt að nokkru marki. Stór hluti „vega" á hálendinu er og verður áfram í þessum flokki. Gangandi og ríðandi umferð er eftir því sem kostur er aðskilin frá meginvegum, aðalfjallvegum og fjallvegum. Skipulagstillagan nær ekki til vega sem eru lokaðir almennri umferð. 3.3 Þjónustusvæði ferðamanna. Almennt er gert ráð fyrir að uppbygging ferðamannaaðstöðu verði takmörkuð á Miðhálendinu. Megináhersla verði lögð á jaðarsvæðin og á nokkur afmörkuð svæði í nánd við aðalfjallvegi, stofnvegi hálendisins. Nátt- úruverndarsvæðin og verndarsvæðin sem áður hefur verið lýst eru öðrum þræði einnig tekin frá til almennrar útivistar. Þjónustustaðir ferðamanna eru flokkaðir eftir þjónustustigi og aðgengileika í jaðarmiðstöðvar, hálendismiðstöðvar, skála og fjallasel. Þessi svæði eru jafnframt byggingar- svæði ferðaþjónustunnar. Jaðarmiðstöðvar eru þjónustumiðstöðvar ferða- manna á jaðarsvæðum Miðhálendisins og efst í byggð við meginleiðir inn á hálendið. Staðir í góðu vegasambandi við þjóðvegi með möguleika á starfrækslu ferðamannaþjónustu allt árið. Alhliða ferðaþjónusta og ströngustu kröfur eru gerðar varðandi salernisaðstöðu, meðferð sorps og frá- rennslis. Hálendismiðstöðvar eru frábrugðnar jað- armiðstöðvum að því leyti að þar eru ekki mögu- leikar á heilsársrekstri. Þær eru jafnan miðsvæðis á lengri leiðum og eru staðsettar við stofnvegi há- lendisins (sem eru fyrst og fremst aðalfjallvegir). Hálendismiðstöðvar eru 6 en þær eru: Hveravellir 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.