AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 64

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 64
Riksdag) og Elisabeth Rehn (Memberof European Parliament). Orgel-, hljómsveitar- og kórtónlist var flutt og lauk athöfninni meö því aö Ulrika Francke formaður sænsku stjórnarinnar afhenti undirrituðum háls- keöju sem tákn um aö ísland taki nú viö ráöstefn- unni. Þ.S.Þ. flutti smá-ávarp, sagöi frá þeim miklu at- burðum sem fara í hönd á íslandi á aldamótaári: menningarborgin,kristnitakan,Vínlandsfundur o.s.frv. Bauö hann þátttakendur velkomna til Reykjavíkur á NBD 20 síðsumar 1999 at „Tjuvtitta pá násta sekel". NBD 20 í REYKJAVÍK 1999 Samtökin Norrænn byggingardagur eru samtök sveitarfélaga, stofnana sem tengjast byggingar- iönaöi og félagasamtaka á sama sviði. Samtökin eru til á öllum Noröurlöndunum, og starfa saman að sameiginlegum markmiðum. Þau hafa nú starfaö í rúma sjö áratugi, og eru enn aö. Ef til vill er þörfin fyrir svona norræn samtök meiri nú en oftast áöur, til þess aö marka betur sér- kenni Noröurlanda, vegna síaukinnar samvinnu Evrópuþjóöa. Næsta stórátak samtakanna er ráöstefnan hér á landi á haustmánuöum 1999, og má ætla aö gest- ir á þessa ráöstefnu veröi ekki undir eitt þúsund manns. Af ofangreindri ástæöu er verið aö afla fleiri öflugra liösmanna sem sjá sér hag í því aö bætast í hóp þeirra sem fyrir eru. Undirbúningur er hafinn af fullum krafti og stefnt að ráösfundi fulltrúa frá hinum Noröurlöndunum á fs- landi n.k. október. NBD 20 verður síöasta stóra ráöstefnan á höfuðborgarsvæðinu á þessari öld og býöur því upp á ýmsa möguleika varðandi efnisval og aö tengja hana komandi aldamótaári með öllu sem þaö býöur upp á. Reykjavík er þá á lokastigi aö búa sig undir hlutverk sem ein af menningar- borgum Evrópu á aldamótaári. Hugmyndin er að nýta sér reynslu af nýju ráö- stefnuformi Svíanna á NBD 19 í Stokkhólmi áriö 1996 sem hér hefur verið sagt frá. Ráöstefnan veröur í Reykjavík en stefnt er aö því aö bæöi efni og kynnisferðir spanni höfuðborgar- svæöiö í heild. Margt er aö sýna sem viö getum veriö hreykin af og ýmislegt aö læra af nágrönnun- um. Gert er ráö fyrir aö bjóða þekktum fyrirlesurum utan Noröurlanda til aö breikka sviöiö og einnig aö bjóöa Eystrasaltslöndunum til þátttöku. Gengið hefur veriö frá samningi viö Úrval-Útsýn sem mun sjá um undirbúning og kynningarstarf meö stjórninni. Búið er aö taka frá hótelpláss á höf- uöborgarsvæöinu og undirbúa áætlanir um feröir til landsins og kynnisferðir um landið í tengslum viö ráöstefnuna. STJÓRN NBD Á ÍSLANDI Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri Reykja- víkur, formaður, Garöar Halldórsson, forsætisráöu- neytiö, varaformaður, Jens Sörensen, Veðdeild Landsbanka íslands, gjaldkeri, Björgvin R. Hjálm- arsson, Húsnæöisstofnun ríkisins, Guörún S. Hilmisdóttir, Samband ísl. sveitarfélaga, Hákon Ólafsson, Rannsóknastofnun byggingariönaöar- ins, Ólöf G. Valdimarsdóttir, Arkitektafélag íslands, Siguröur Kristinsson, málarameistari Hafnarfiröi, Þórarinn Magnússon, verkfræðingur, Tengiliöur og ritari stjórnarinnar er Ólafur Jensson, Goðheimum 10 104 R. sími: 553 9036 fax: 568 2038. SAMTAKA NÚ Nú ríöur á aö allir sem tengjast byggingar- og skipulagsmálum taki höndum saman viö undirbún- ing ráöstefnunnar haustiðl 999: Verktakar og sveit- arfélög sýni framkvæmdir, hönnuöir kynni sig og sín verk, tölvu- og hugbúnaðarfólk noti tækifæriö, íslenskur listiðnaður og öll listsköpun veröi vel kynnt, úttekt á fjármálum og löggjöf tengd bygging- ariönaöi og landið okkar kynnt í heild. Góöar hugmyndir og ráöleggingar eru vel þegnar og Ólafur Jensson veitir allar nánari upplýsingar. ■ 62

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.