AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 66

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 66
Dæmi: ýmis færibandavinna, saumastörf, langvar- andi vinna meö tölvumús. Ef starfsmenn þurfa oft aö bogra eöa lyfta þungu viö vinnuna eru þeir ein- nig í aukinni hættu á aö fá óþægindi í mjóbak. Dæmi: stöflun byrða meö handafli á pallettur, um- önnun þungra skjólstæðinga án hjálpartækja eöa nægilegs mannafla. HÖNNUÐIR MIKILVÆGIR HLEKKIR í FYRIR- BYGGJANDI STARFI Þegar hanna á nýja vinnustaði eöa endurskipu- leggja eldra húsnæði/starfsemi er mikilvægt aö strax í upphafi séu sett heildarmarkmiö um vinnuumhverfið. Markmiö um vinnuskipulag og líkamsbeitingu gæti hljóðaö svo „stefnt skal aö því aö starfsmenn hafi fjölbreytt verkefni og geti unnið í þægilegri vinnustööu meö heppilegum vinnuhreyfing- um%0. Lykilatriöi er aö stefn- an sé skýr og höfð aö leiðar- Ijósi á öllum stigum hönnunar- innar. Stefna þarf aö vinnu- skipulagi þar sem vinnuferli eru löng, þ.e. vinnuferlið aö- eins endurtekið nokkrum sinnum á sama klukku- tíma (2). Mikilvægt er aö vinnan feli í sér fjölbreytt- ar hreyfingar og líkamstööur og kröfur um hraöa og kraftbeitingu séu hóflegar. Hiö æskilega er aö starfsmenn taki þátt í ýmis konar verkefnum sem gera fjölbreyttar kröfur bæöi líkamlega og andlega, þar með talin skipulagning starfsins og eftirlit (6). Sömu hreyfingarnar aftur og aftur....og verkurinn er vís! í UPPHAFI SKYLDI ENDINN SKOÐA Norrænn hópur sérfræöinga í vörnum gegn álagseinkennum hefur þróaö matskerfi til að meta álag á hreyfi- og stoðkerfi viö vinnu (2). Markmiöiö er aö matskerfið sé hjálpartæki í daglegu vinnu- verndarstarfi fyrirtækja. Áhætttumat er gert um vinnustöður, vinnuskipulag og erfiöa, líkamlega vinnu. Matskerfið ætti ekki síöur aö vera gagnlegt á hönnunarstigi framkvæmda, sem fyrsta stigs for- vörn, til aö meta álag viö þá vinnu sem verið er aö skipuleggja. Það er ódýrara og einfaldara aö gera breytingar á teikniborðinu en eftir á þegar óþægindi starfsmanna eru ef til vill oröin staöreynd. Fjölhæfir og heilbrigöir starfsmenn eru auölind fyr- irtækisins. Því skyldi hafa hugfast gamla máltækið aö „í upphafi skyldi endinn skoöa“! Þaö ætti jafnframt aö vera markmiö okkar aö gera vinnustaðina þannig aö viö eigum góöa mögu- leika á aö njóta lífsins viö góöa heilsu á efri árum. ■ HEIMILDASKRA: 1. Stefán Ólafsson. Lífskjör og lífshættir á íslandi. Félags- vísindastofnun Háskóla íslands, Hagstofa íslands 1990. 2. Vinnueftirlit ríkisins: Varnir gegn álagseinkennum, Tema Nord 1994:514. Próun aðferða til að meta álag og vinnuskil- yrði á Norðurlöndum, Reykjaví 1994. 3. Pórunn Sveinsdóttir o.fl. Vinnuverndarátak í matvöru- SAMSTARFí HÖNNUN Þátttaka stjórnenda í hönnun vinnustaðar er í hug- um flestra eðlileg og sjálfsögö. Starfsmenn búa einnig yfir mikilli þekkingu um starf sitt. Því er mik- ilvægt aö hugmyndir þeirra og sjónarmið komist til skila viö hönnun eigin vinnustaöar. Kostur er aö starfsmenn taki þátt frá byrjun og séu meö í öllu ferlinu (7). Mikilvægt er aö þeir fulltrúar starfs- manna sem koma inn í hönnunarstarfið hafi heild- arsýn yfir fyrirtækið og þekki þann þátt starfsem- innar sem veriö er aö fjalla um af eigin raun. Nauð- synlegt getur veriö aö fá til samstarfs aöila meö sérþekkingu á starfsemi líkamans ef sú þekking er ekki fyrir hendi í hópnum. verslunum.Vinnueftirlit ríkins, Reykjavík 1997. 4. Hagberg o.fl. Strategies for prevention of work-related musculoskeletal disorders. Consensus paper. Int J Ind Erg 1993;11:77-81. 5. Scientific committee for musculoskeletal disorders of the international commission on occupational health (ICOH). Musculoskeletal disorders: Work-related Risk Factors and Prevention. Int J Occup Environ Health, Vol 2/No 3, July-Sept 1996, 239-246. 6. Arbejdsmiljofondet. Nár EGA skal afskaffes. En hjælp til virksomhedens indsats mod Ensidigt Gentaget Arbeide, Danmörk 1995. ISBN 87-7359-747-3. 7. Leppánen o.fl. Deltagande planering. Institutet för Arbetshygien, Helsingfors 1993, ISBN 951-801-998-3. 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.