AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Qupperneq 79
nefningu fyrir íbúöarhús í Wiesbaden og var þaö
þá í hópi þeirra 30 verka sem valin voru til útgáfu í
kynningarriti verðlaunanna.
Alls bárust 127 tilnefningar til verölaunanna aö
þessu sinni. Átta manna dómnefnd, skipuö valin-
kunnum arkitektum, valdi 35 byggingar til nánari
skoöunar og útgáfu í veglegri bók í tilefni verölaun-
anna. Úr þeim hópi valdi hún síöan fjögur verkefni
til enn frekari samanburðar, áöur en endanleg
ákvöröun var tekin. Þær fjórar byggingar sem val-
iö stóð um aö þessu sinni voru: Evrópumiðstöö
fornleifarannsókna í Mont Beuvray, Frakklandi eft-
ir Pierre-Louis Faloci, Aukrust-miðstöðin í Alvdal,
Noregi eftir Sverre Fehn, Franska Þjóðarbókhlað-
an eftir Dominique Perrault og baöhús í Vals,
Sviss, eftir Peter Zumthor.
Eftir aö hafa heimsótt allar fjórar byggingarnar tók
dómnefndin endanlega ákvöröun á fundi í Þessa-
lóníku í Grikklandi, sem er menningarhöfuðborg
Evrópu áriö 1997. Niðurstaða nefndarinnar var aö
veita Frönsku Þjóðarbókhlöðunni verölaunin aö
þessu sinni, sem dæmi um mikilvægt framlag nú-
tímaarkitektúrs til borgarmyndar Parísar.
í greinargerð meö verölaununum lýsir dómnefndin
Mælikvarði þeirra er nýstárlegur í samanburði viö
þær frægu turnbyggingar sem svip setja á heildar-
mynd borgarinnar, en ekki verður annaö sagt en
að þeirfalli vel inn í hópinn. Sökum margbreytilegs
mælikvaröa síns nær byggingin að tengjast um-
hverfi sínu jafnt í návígi sem fjarsýn, án þess þó aö
samhengi heildarinnar rofni. Höfundurinn hefur
kosið aö vinna með fáar efnisgerðir og útfærslur,
sem aö mati dómnefndar á sinn þátt í því að gera
margslungna uppbyggingu stofnunarinnar auö-
særri en ella.
Dómnefndin hreifst af hugmyndinni um útfærslu
bókasafnsins sem eins konar tilraunastofu á sviöi
þekkingarleitar og vitsmunalegrar framþróunar,
sem myndar í senn andstæöu við og umgjörö um
þéttskipaða trjáþyrpingu í miðgarði safnsins, sem
er fastur punktur í innra skipulagi þess. Loks var
þaö fagnaðarefni dómenda hversu vel höfundinum
hefur tekist aö stjórna framkvæmd svo umfangs-
mikils verkefnis, einkum í Ijósi þess hve skammur
tími leiö frá fyrstu hugmynd aö verklokum. For-
sendur úrlausnarinnar reyndust nægilega traustar
til aö mæta síendurteknum óskum um breytta til-
högun starfseminnar á meöan á undirbúningi
ánægju sinni með það hvernig til hefur tekist meö
mótun byggingarinnar í skipulagslegu tilliti. Bóka-
safnið er fyrsta opinbera stórbyggingin á vinstri
bakka Signu sem reist er í austurhluta borgarinnar.
Rýmiö milli turnanna er dæmi um nýja hugsun í
mótun opins almenningssvæöis í þéttri byggð,
sem sumpart á sér þó sögulegar fyrirmyndir í eldri
torgum og garðrýmum sem opnast út á móti Signu-
bökkum: Concorde-torgi, Champ-de-Mars og
svæöinu framan viö Hötel des Invalides. Bygging-
in skapar 13. hverfi nýja ásýnd gagnvart ánni
Signu, jafnframt því sem hún myndar ný göngu-
tengsl milli hverfisins og árbakkans. Hluti safns-
ins mun í framtíðinni mynda brú yfir járnbrautar-
spor, sem til þessa hafa hindrað aðgengi fólks að
ánni. Bókaturnarnir fjórir, hver viö sitt horn húss-
ins, mynda nýtt kennileiti í borgarmynd Parísar.
verksins stóö. Hún vitnar um mikilvægi þess aö
arkitekt og verkkaupi eigi sér sameiginleg markmið
viö mótun byggingar.
Höfundur bókhlööunnar, Dominique Perrault, er
fæddur í Clermont-Ferrand í Frakklandi árið 1953.
Hann lauk prófi í arkitektúr frá Ecolé des Beaux-
Arts í París áriö 1978 og stundaöi eftir þaö fram-
haldsnám í skipulagsfræði og sagnfræöi. Áriö
1989 hlaut hann 1. verölaun í samkeppni um nýja
þjóöarbókhlööu Frakklands í París. Auk þess hef-
ur hann unnið samkeppni um sundhöll viö Ólymp-
íuleikvanginn í Berlín (1992) (í byggingu) og aö-
setur Evrópudómstólsins í Luxemborg (1996). Af
byggingum sem lokið er viö má nefna Hotel
industriel Berlier í París (1986-1990), verkfræðihá-
skóla í Marne-la-Vallée (1987) og vatnshreinsistöð
í Ivry-sur Seine (1993).
77