AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 80
PRITZKER VERÐLAUNIN í ARKITEKTÚR
1997 - SVERRE FEHN
Bandarísku Pritzker verðlaunin eru að festast í
sessi sem eins konar „Nóbelsverðlaun" á sviði
arkitektúrs. Þau eru kennd við Jay A. Pritzker, for-
seta Hyatt stofnunarinnar og eru veitt einstaklingi
fyrir listræn afrek á sviði húsagerðar. Til verðlaun-
anna var stofnað árið 1979 og hafa þau verið veitt
á hverju ári síðan. Sá sem þessa eftirsóttu viður-
kenningu hlýtur nú í ár er norski arktiektinn Sverre
Fehn. Veitti hann þeim viðtöku á byggingarstað
nýja Guggenheim listasafnsins í Bilbao á Spáni
þann 31. maí sl. Sú bygging er teiknuð af banda-
ríska arkitektinum Frank Gehry, er hlaut Pritzker
verðlaunin á síðastliðnu ári.
Hér á landi þekkja margir til verka Sverre Fehn.
Hann hélt fyrirlestur á vegum Arkitektafélagsins
fyrir nokkrum árum auk þess sem hann var einn
fimm arkitekta sem kynntir voru á sýningunni
"Fimm norrænir meistarar" á Kjarvalsstöðum árið
1993. Þá hafa nokkrir íslenskir arkitektar verið í
hópi nemenda hans við Arkitektaskólann í Osló,
en þar var hann prófessor frá árinu 1971. Sverre
Fehn er fæddur árið 1924 að Kóngsbergi í Noregi
og er því 72 ára gamall. Hann lauk prófi frá Arki-
tektaskólanum í Osló árið 1949. Að námi loknu
hélt hann til rannsókna á húsagerð innfæddra í
Marokkó og starfaði síðan um skeið á vinnustofu
hönnuðarins Jean Prouvé í París. Hann hefur rek-
ið eigin teiknistofu í Osló frá árinu 1953. Flestar
byggingar hans er að finna í heimalandinu, Noregi,
en einnig í Svíþjóð og Danmörku. Þáteiknaði hann
Norska sýningarskálann á Heimssýningunni í
Bruxelles árið 1956 og Norræna sýningarskálann
á Tvíæringnum í Feneyjum árið 1962. Á seinni ár-
um hafa tvær byggingar Fehns vakið mikla athygli
utan heimalandsins.
Annars vegar er jöklasafn og móttökustöð ferða-
fólks í einum innfjarða Sognsævar í Vestur-Noregi
(fullgert 1991). Hins vegar er minningarsafn um
norska málarann og rithöfundinn Kjell Aukrust í
Alvdal í Noregi, sem nýverið er lokið við. Nokkru
eldra er safn tileiknað dómkirkjunni í Hamar (full-
gert 1976), sem byggt er á rústum biskupsgarðs
frá 14. öld. Ný núverið hlaut tillaga Sverre Fehn 1.
verðlaun í samkeppni um stækkun Konunglega
leikhússins í Kaupmannahöfn.
Nánari upplýsingar um Sverre Fehn og Pritzker
verðlaunin er að finna á heimasíðu verðlaunanna:
http://www.pritzkerprize.eom/#top ■
Augsýni Lega
einri sá miansti
á mdrkaðrium
GF 788 rúmast hæglega í brjóstvasanum rétt eins
og gleraugun enda vegur hann aðeins 135 g með
rafhlöðunni.
Rafhlaða endist í3 klst.
með stöðugri notkun eða
60 klst. í biðstöðu
99 nöfn í skammvalsminni
10 númera endurvalsminni
Innbyggð klukka og vekjari
SMS skilaboðasending
og viðtaka
59.980
ERICSSON
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeiid Ármúla 27, sími 550 7800 ■ Söludeild Kringlunni, sími 550 6690
Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 800 7000 ■ Póst- og símstöðvar um land allt
/ sambandi við þig