AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 80

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 80
PRITZKER VERÐLAUNIN í ARKITEKTÚR 1997 - SVERRE FEHN Bandarísku Pritzker verðlaunin eru að festast í sessi sem eins konar „Nóbelsverðlaun" á sviði arkitektúrs. Þau eru kennd við Jay A. Pritzker, for- seta Hyatt stofnunarinnar og eru veitt einstaklingi fyrir listræn afrek á sviði húsagerðar. Til verðlaun- anna var stofnað árið 1979 og hafa þau verið veitt á hverju ári síðan. Sá sem þessa eftirsóttu viður- kenningu hlýtur nú í ár er norski arktiektinn Sverre Fehn. Veitti hann þeim viðtöku á byggingarstað nýja Guggenheim listasafnsins í Bilbao á Spáni þann 31. maí sl. Sú bygging er teiknuð af banda- ríska arkitektinum Frank Gehry, er hlaut Pritzker verðlaunin á síðastliðnu ári. Hér á landi þekkja margir til verka Sverre Fehn. Hann hélt fyrirlestur á vegum Arkitektafélagsins fyrir nokkrum árum auk þess sem hann var einn fimm arkitekta sem kynntir voru á sýningunni "Fimm norrænir meistarar" á Kjarvalsstöðum árið 1993. Þá hafa nokkrir íslenskir arkitektar verið í hópi nemenda hans við Arkitektaskólann í Osló, en þar var hann prófessor frá árinu 1971. Sverre Fehn er fæddur árið 1924 að Kóngsbergi í Noregi og er því 72 ára gamall. Hann lauk prófi frá Arki- tektaskólanum í Osló árið 1949. Að námi loknu hélt hann til rannsókna á húsagerð innfæddra í Marokkó og starfaði síðan um skeið á vinnustofu hönnuðarins Jean Prouvé í París. Hann hefur rek- ið eigin teiknistofu í Osló frá árinu 1953. Flestar byggingar hans er að finna í heimalandinu, Noregi, en einnig í Svíþjóð og Danmörku. Þáteiknaði hann Norska sýningarskálann á Heimssýningunni í Bruxelles árið 1956 og Norræna sýningarskálann á Tvíæringnum í Feneyjum árið 1962. Á seinni ár- um hafa tvær byggingar Fehns vakið mikla athygli utan heimalandsins. Annars vegar er jöklasafn og móttökustöð ferða- fólks í einum innfjarða Sognsævar í Vestur-Noregi (fullgert 1991). Hins vegar er minningarsafn um norska málarann og rithöfundinn Kjell Aukrust í Alvdal í Noregi, sem nýverið er lokið við. Nokkru eldra er safn tileiknað dómkirkjunni í Hamar (full- gert 1976), sem byggt er á rústum biskupsgarðs frá 14. öld. Ný núverið hlaut tillaga Sverre Fehn 1. verðlaun í samkeppni um stækkun Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um Sverre Fehn og Pritzker verðlaunin er að finna á heimasíðu verðlaunanna: http://www.pritzkerprize.eom/#top ■ Augsýni Lega einri sá miansti á mdrkaðrium GF 788 rúmast hæglega í brjóstvasanum rétt eins og gleraugun enda vegur hann aðeins 135 g með rafhlöðunni. Rafhlaða endist í3 klst. með stöðugri notkun eða 60 klst. í biðstöðu 99 nöfn í skammvalsminni 10 númera endurvalsminni Innbyggð klukka og vekjari SMS skilaboðasending og viðtaka 59.980 ERICSSON PÓSTUR OG SÍMI Söludeiid Ármúla 27, sími 550 7800 ■ Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 800 7000 ■ Póst- og símstöðvar um land allt / sambandi við þig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.