AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Qupperneq 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Qupperneq 20
Meö þessu er átt viö aö auðvelt sé aö komast aö byggingahlutum til viðhalds en jafnframt aö þaö komi ekki niður á notkunar- og feguröargildi. Hús- eigendur hafa þaö viöhorf til viðhalds eigna sinna aö því sé sinnt jafnt og þétt allan líftíma eignarinn- ar. Viðhald mannvirkja er markvisst og fyrirbyggj- andi frá upphafi. Byggingariönaöurinn notar umhverfisvæn efni, aö- feröir og tækni sem skilar góöum mannvirkjum á eölilegum tíma. ÍSLENSKUR BYGGINGAR- OG VERKTAKA- IÐNAÐUR Á ALÞJÓÐLEGUM MARKAÐI Útflutningur á íslensku hugviti, handbragöi, hráefn- um og fullunnum byggingahlutum hefur aukist verulega. Þekking annarra landa hefur aukist á ís- lenskum byggingarvörum og handbragði sem hef- ur leitt til aukins útflutnings íslenskra verktaka um allan heim. Þetta hefur m.a. orðið til þess aö ís- lendingar eru nú ráögjafar og framkvæmdaaðilar um allan heim viö vega- og virkjanaframkvæmdir, hafnagerö, byggingu iönaöarhúsnæöis, frárennsl- is- og umhverfismál sveitarfélaga, hitaveituverk- efni og aðrar framkvæmdir í löndum þar sem svip- ar til íslands. Þá hefur þessi aukna þekking ann- arra landa á íslandi leitt til þess aö komist hefur á aukiö samstarf viö erlend fyrirtæki sem hefur skil- að sér í því aö íslenskir bygginga- og jarövinnu- verktakar eru nú starfandi sem aöal- og undirverk- takar víöa um heim. STÖRF í BYGGINGARIÐNAÐI ERU EFTIR- SÓKNARVERÐ VEGNA GÓÐRA LAUNA OG AÐBÚNAÐAR í kjölfar aukinnar framleiðni í fyrirtækjum hafa launakjör í bygginga- og mannvirkjagreinum batn- aö þannig að störf í slíkum fyrirtækjum þykja eftir- sóknarverö. Sveigjanleiki í launakerfum og vinnu- tilhögun hefur skapaö vinnufriö og komið hefur veriö á ábataskiptakerfum sem hvatt hafa til aukins árangurs á öllum sviöum. Samkomulag um þessi atriði er gert í vinnustaðasamningum sem geta veriö breytilegir eftir eðli og aöstæöum. Menntun og kjör ófaglæröra hafa verið stórbætt. Þaö hefur leitt til þess aö vinnuafl er stööugra og fyrirtækin geta tekist á viö erfiðari verkefni en áöur. í kjölfar aukinna upplýsinga og fræöslu um aðbúnað og ör- yggi á vinnustöðum hefur slysum fækkaö mjög. Verkkaupar, byggingafyrirtæki og byggingariðnað- armenn vinna saman aö gerö áætlana um aöbún- aö og öryggi í samræmi viö nýjar reglur Vinnueftir- lits ríkisins og samþykktir EES. Skylda er aö hver og einn einstaklingur sé í lífeyrissjóöi en frelsi ríkir um þaö aö velja í hvaöa viöurkenndum sjóöi viö- komandi vill vera eöa annað viöurkennt sparnaö- arform. HVAÐ ÞARF TIL? GÓÐ STARFSSKILYRÐI Sem samkeppnisgrein nýtur byggingariönaöurinn sömu starfsskilyröa og þjónustu og aðrar greinar. Málefnum byggingariönaöarins er stjórnaö af einu ráöuneyti, byggingaráöuneyti, sem einnig hefur með höndum sveiflujöfnun verkefna hjá opinber- um aöilum. Opinberar þjónustustofnanir sem þjóna byggingariönaöinum eru tæknivæddar og beita nýjustu tækni viö stjórnun. Viðhorf stjórn- valda og almennings gagnvart byggingariðnaöi eru jákvæö og hann nýtur skilnings sem ein af und- irstööuatvinnugreinum þjóðarinnar. GOTT FJÁRHAGSLEGT REKSTRAR- UMHVERFI FYRIR BYGGINGAFYRIRTÆKI Vextir í byggingariönaöi eru sambærilegir og í ná- grannalöndunum. Þaö hefur oröið til aö styrkja rekstrarstöðu fyrirtækja og koma rekstrinum í betra horf sem aftur hefur leitt til þess aö byggingafyrir- tæki eru áhugaverður fjárfestingarmöguleiki á hlutabréfamarkaöi. Fyrirtækjum í byggingariðnaði veröur gert auöveldara fyrir aö fjármagna nýbygg- ingar, bæöi íbúðar- og atvinnuhúsnæöi. Lánstími miðast viö líftíma bygginganna og getur numiö allt aö 100% af byggingarkostnaði. ENDURSKOÐUN SKATTLAGNINGAR Á BYGG- INGARIÐNAÐ Fasteignaskattar eru engir á íbúðarhúsnæöi né heldur vörugjald af byggingarefni og tækjum. Virö- isaukaskattur hefur lækkaö í 10-14% og opinberir aöilar misnota ekki lengur aöstöðu sína og greiöa vsk. af vinnu starfsmanna sinna. Reglur um álagn- ingu viröisaukaskatts eru breyttar þannig aö bygg- ingafyrirtæki greiöa vsk. af raunkostnaöi vinnu í stað tilbúinnar álagningar skattstjóra. Tekiö hefur veriö á skattsvikum í byggingariönaði með þeim hætti aö þau þekkjast nánast ekki. Viöhaldskostn- aöur fasteigna er frádráttarbær frá sköttum og refsingar viö skattsvikum eru mjög þungar. RÍKI OG OPINBERAR STOFNANIR STUNDA EKKI LENGUR STARFSEMI Á SAMKEPPNIS- MARKAÐI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.