AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 21
Komið hefur verið á einu lánakerfi húsnæðismála. Fjármögnun íbúða hefur að mestu færst inn í bankakerfið þar sem byggt hefur verið upp nýtt húsnæðissparnaðarkerfi. Lántakendur fara nú ein- ungis í sinn viðskiptabanka sem sér um alla papp- írsvinnu og vinnslu lánsumsókna og metur láns- hæfni umsækjanda. Ríkið styrkir fólk sem þarf sér- staka félagslega aðstoð til kaupa á íbúð á almenn- um markaði. Þetta er gert í gegnum félagslega kerfi félagsmálaráðuneytisins. Opinberar fram- kvæmdastofnanir og húsnæðisstofnun heyra nú sögunni til. Ríkið og sveitarfélög eru að mestu hætt að standa í rekstri og samkeppni á þeim sviðum sem almenni markaðurinn er starfandi á. Ýmis fyr- irtæki sem áður voru í eigu opinberra aðila hafa verið færð í hlutafélagsform og seld á almennum hlutabréfamarkaði. ÞRÓAÐUR OG MARKVISS ÚTBOÐSMARKAÐ- UR Þróaður hefur verið markviss útboðsmarkaður þar sem skipulag framkvæmda er vel undirbúið og þannig er verktími lengri. Opinberir aðilar haga framkvæmdum þannig að þær virki til sveiflujöfn- unar. Opinberir aðilar og aðrir verkkaupar gera auknar kröfur um stöðu og getu fyrirtækja og taka hagstæðasta tilboði fremur en lægsta. Útboðsskil- málar IST 30 hafa öðlast lagagildi, þar sem gerðar hafa verið virkar þær gagnkvæmu kröfur um trygg- ingar milli verkkaupa og verktaka sem þar koma fram. Betri útboðsmarkaður felst m.a. í því að verk- kaupar gefa öllum þáttum framkvæmdarinnar þann tíma sem þarf. Dragist hönnun og útboð verks á langinn er það ekki látið koma niður á fram- kvæmdatíma, hann færist til sem nemur seinkun útboðs. VEL SKILGREIND FAGMENNSKA OG ÁBYRGÐ í BYGGINGARIÐNAÐI Aðaláhersla er lögð á gildi góðrar fagmennsku með auknar menntakröfur til fagréttinda og endur- menntunar. Þetta hefur skapað betri vinnubrögð og auðveldað innra eftirlit í fyrirtækjunum. Önnur áhrif þessa eru að dómstólar taka nú mun meira til- lit til iðnlöggjafarinnar í dómum sínum. Þær breyt- ingar hafa orðið á útgáfu meistarabréfa að ekki er nóg að fá slíkt bréf einu sinni heldur verða menn að endurnýja slík réttindi á fárra ára fresti og sanna þar með getu sína, aðallega með því að hafa ver- ið starfandi í greininni án þess að bregðast fag- skyldu sinni. Jafnframt hefur verið tekið á ábyrgð- armálum og er nú samræmi í ábyrgðartíma allra þátta byggingariðnaðarins, þ.m.t. hönnuða. Aukin áhersla hefur verið lögð á sérhæfð störf í iðnaðin- um og hefur nú myndast hópur sérhæfðra bygg- ingaverkamanna sem hafa aukið stöðugleikann í greininni. AUKIN MENNTUN Á ÖLLUM SVIÐUM ER FOR- SENDA ÞRÓUNAR í BYGGINGARIÐNAÐI Virðing fyrir iðnnámi og öðru starfsnámi hefur stór- aukist. Meginbreytingarnar eru fólgnar í því að íslenskir skólar fylgjast mjög vel með því sem verið er að gera í sambærilegum skólum í öðrum Evrópulönd- um. Tæknivæðing fyrirtækja hefur aukist sem út- heimtir stöðugt meiri verk- og tækniþekkingu. Grunnám iðngreina, tækni- og verkfræði hefur batnað og er orðið markvissara og hagnýtara. Nemar hefja nám í einni sameiginlegri grunndeild sem síðan skiptist á síðari stigum eftir iðngreinum. Námið verður áfangaskipt þannig að hægt er að taka mismikið nám fyrir og bæta síðan við sig síð- ar ef áhugi er til staðar. Þá eru fyrir hendi styttri starfsbrautir fyrir þá sem hafa aflað sér starfs- reynslu á vinnumarkaðinum í viðkomandi greinum. Allt þetta hefur orðið til þess að auka virðingu iðn- náms og iðnskóla og aukið aðsókn að þeim. End- urmenntun hefur aukist og er stjórnað af atvinnulíf- inu. Byggingariðnaðurinn skilgreinir þarfir sínar fyrir sí- menntun og síþjálfun starfsmanna sinna. Greinin nýtir sér ekki eingöngu nýjustu tækni og tækni til að efla samkeppnishæfni sína heldur hefur hún einnig mannauðinn í fyrirrúmi. Fyrirtæki og stofn- anir kappkosta að auka menntun starfsmanna í þeim tilgangi að gera fyrirtækin sterkari og sam- keppnishæfari í sínu heimalandi og einnig á sam- eiginlegum mörkuðum Evrópu. ÖFLUG OG VIRK GÆÐASTJÓRNUN Á undanförnum árum hafa fyrirtæki í byggingariðn- aði tekið upp gæðastjórnun, m.a. þannig að starfs- menn fyrirtækjanna fylgjast sjálfir með framleiðsl- unni á öllum stigum og grípa inn í á viðeigandi hátt þar sem við á. Flest fyrirtæki eru með skjalfest gæðakerfi og hafa mörg þeirra fengið gæðakerfi sín vottuð samkvæmt ISO-9000 stöðlunum. Einnig beita fyrirtækin aðferðum altækrar gæðastjórnunar (TQM). Með þeirri þróun sem átt hefur sér stað í gæðastjórnun innan greinarinnar hafa mörg störf í svokölluðum eftirlitsiðnaði breyst og má þar t.d. 19

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.