AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Blaðsíða 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Blaðsíða 21
Komið hefur verið á einu lánakerfi húsnæðismála. Fjármögnun íbúða hefur að mestu færst inn í bankakerfið þar sem byggt hefur verið upp nýtt húsnæðissparnaðarkerfi. Lántakendur fara nú ein- ungis í sinn viðskiptabanka sem sér um alla papp- írsvinnu og vinnslu lánsumsókna og metur láns- hæfni umsækjanda. Ríkið styrkir fólk sem þarf sér- staka félagslega aðstoð til kaupa á íbúð á almenn- um markaði. Þetta er gert í gegnum félagslega kerfi félagsmálaráðuneytisins. Opinberar fram- kvæmdastofnanir og húsnæðisstofnun heyra nú sögunni til. Ríkið og sveitarfélög eru að mestu hætt að standa í rekstri og samkeppni á þeim sviðum sem almenni markaðurinn er starfandi á. Ýmis fyr- irtæki sem áður voru í eigu opinberra aðila hafa verið færð í hlutafélagsform og seld á almennum hlutabréfamarkaði. ÞRÓAÐUR OG MARKVISS ÚTBOÐSMARKAÐ- UR Þróaður hefur verið markviss útboðsmarkaður þar sem skipulag framkvæmda er vel undirbúið og þannig er verktími lengri. Opinberir aðilar haga framkvæmdum þannig að þær virki til sveiflujöfn- unar. Opinberir aðilar og aðrir verkkaupar gera auknar kröfur um stöðu og getu fyrirtækja og taka hagstæðasta tilboði fremur en lægsta. Útboðsskil- málar IST 30 hafa öðlast lagagildi, þar sem gerðar hafa verið virkar þær gagnkvæmu kröfur um trygg- ingar milli verkkaupa og verktaka sem þar koma fram. Betri útboðsmarkaður felst m.a. í því að verk- kaupar gefa öllum þáttum framkvæmdarinnar þann tíma sem þarf. Dragist hönnun og útboð verks á langinn er það ekki látið koma niður á fram- kvæmdatíma, hann færist til sem nemur seinkun útboðs. VEL SKILGREIND FAGMENNSKA OG ÁBYRGÐ í BYGGINGARIÐNAÐI Aðaláhersla er lögð á gildi góðrar fagmennsku með auknar menntakröfur til fagréttinda og endur- menntunar. Þetta hefur skapað betri vinnubrögð og auðveldað innra eftirlit í fyrirtækjunum. Önnur áhrif þessa eru að dómstólar taka nú mun meira til- lit til iðnlöggjafarinnar í dómum sínum. Þær breyt- ingar hafa orðið á útgáfu meistarabréfa að ekki er nóg að fá slíkt bréf einu sinni heldur verða menn að endurnýja slík réttindi á fárra ára fresti og sanna þar með getu sína, aðallega með því að hafa ver- ið starfandi í greininni án þess að bregðast fag- skyldu sinni. Jafnframt hefur verið tekið á ábyrgð- armálum og er nú samræmi í ábyrgðartíma allra þátta byggingariðnaðarins, þ.m.t. hönnuða. Aukin áhersla hefur verið lögð á sérhæfð störf í iðnaðin- um og hefur nú myndast hópur sérhæfðra bygg- ingaverkamanna sem hafa aukið stöðugleikann í greininni. AUKIN MENNTUN Á ÖLLUM SVIÐUM ER FOR- SENDA ÞRÓUNAR í BYGGINGARIÐNAÐI Virðing fyrir iðnnámi og öðru starfsnámi hefur stór- aukist. Meginbreytingarnar eru fólgnar í því að íslenskir skólar fylgjast mjög vel með því sem verið er að gera í sambærilegum skólum í öðrum Evrópulönd- um. Tæknivæðing fyrirtækja hefur aukist sem út- heimtir stöðugt meiri verk- og tækniþekkingu. Grunnám iðngreina, tækni- og verkfræði hefur batnað og er orðið markvissara og hagnýtara. Nemar hefja nám í einni sameiginlegri grunndeild sem síðan skiptist á síðari stigum eftir iðngreinum. Námið verður áfangaskipt þannig að hægt er að taka mismikið nám fyrir og bæta síðan við sig síð- ar ef áhugi er til staðar. Þá eru fyrir hendi styttri starfsbrautir fyrir þá sem hafa aflað sér starfs- reynslu á vinnumarkaðinum í viðkomandi greinum. Allt þetta hefur orðið til þess að auka virðingu iðn- náms og iðnskóla og aukið aðsókn að þeim. End- urmenntun hefur aukist og er stjórnað af atvinnulíf- inu. Byggingariðnaðurinn skilgreinir þarfir sínar fyrir sí- menntun og síþjálfun starfsmanna sinna. Greinin nýtir sér ekki eingöngu nýjustu tækni og tækni til að efla samkeppnishæfni sína heldur hefur hún einnig mannauðinn í fyrirrúmi. Fyrirtæki og stofn- anir kappkosta að auka menntun starfsmanna í þeim tilgangi að gera fyrirtækin sterkari og sam- keppnishæfari í sínu heimalandi og einnig á sam- eiginlegum mörkuðum Evrópu. ÖFLUG OG VIRK GÆÐASTJÓRNUN Á undanförnum árum hafa fyrirtæki í byggingariðn- aði tekið upp gæðastjórnun, m.a. þannig að starfs- menn fyrirtækjanna fylgjast sjálfir með framleiðsl- unni á öllum stigum og grípa inn í á viðeigandi hátt þar sem við á. Flest fyrirtæki eru með skjalfest gæðakerfi og hafa mörg þeirra fengið gæðakerfi sín vottuð samkvæmt ISO-9000 stöðlunum. Einnig beita fyrirtækin aðferðum altækrar gæðastjórnunar (TQM). Með þeirri þróun sem átt hefur sér stað í gæðastjórnun innan greinarinnar hafa mörg störf í svokölluðum eftirlitsiðnaði breyst og má þar t.d. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.