AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 26

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 26
Afstaða míns flokks hefur komið fram á síðasta kjörtímabili. Þá var leitast við að leggja aukið fé til hafna, vega og viðhalds. Þær ákvarðanir leiddu til meiri halla á ríkissjóði en komu í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi. Telja verður að tekist hafi að fara nokkurn meðalveg við erfiðar aðstæður. Það sýnir efnahagsbatinn og bætt staða ríkissjóðs. Æskilegt og eðlilegt er að beita ríkisfjármálum til þess að jafna sveiflur sem verða, en um þær aðgerðir verð- ur jafnan deilt. En atvinnufyrirtækin og sveitarfé- lögin gegna þarna einnig mikilvægu hlutverki. Vegna byggingar Hvalfjarðarganga, stækkunar Ál- vers í Straumsvík og framkvæmda við stóriðju á Grundartanga ásamt virkjanaframkvæmdum verð- ur nauðsynlegt og eðlilegt að draga úr fjárfesting- aráformum ríkissjóðs um sinn. SKATTLAGNING ATVINNUVEGANNA Á síðasta kjörtímabili voru gerðar umfangsmiklar breytingar á skattlagningu atvinnufyrirtækja. Að- stöðugjaldið var lagt af og tekjuskattshlutfall lækk- að verulega. Tryggingagjald tók að nokkru við sem tekjustofn í tveimur flokkum eftir atvinnugreinum og undan því er kvartað. Sagt er að atvinnulífinu sé skipt upp í „Jón og séra Jón“. Vissulega er það rétt. Og talað er um að Eftirlitsstofnun EFTA muni gera athugasemd við álagningu tryggingagjalds í tveim- ur flokkum eftir atvinnugreinum. Sjálfstæðisflokk- urinn ber fulla ábyrgð á þessari álagningu í tveim- ur flokkum. Ég tel hins vegar að næstu breytingar „Verði veiðileyfagjald hœkkað, sem ég tel líklegt, hljóta skattamál atvinnulífsins í heild að verða tekin til uppstokkunar, þvífrekari og aukin útgjöld ríkisins sem byggjast á hœkkun skatta á sjávarútvegsfyrirtœki eiga ekki að vera á dagskrá. sem verða gerðar á skattlagningu fyrirtækja hljóti að taka mið af gjaldtöku fyrir auðlindaaðgang og einnig markvissa gjaldtöku vegna mengandi starf- semi. Verði veiðileyfagjald hækkað, sem ég tel líklegt, hljóta skattamál atvinnulífsins í heild að verða tek- in til uppstokkunar, því frekari og aukin útgjöld rík- isins sem byggjast á hækkun skatta á sjávarút- vegsfyrirtæki eiga ekki að vera á dagskrá. Ég tel nauðsynlegt að lækka skatta um leið og dregið er úr ríkisútgjöldum og skuldir lækka. FRAMKVÆMDADEILDIR STOFNANA Mjög hefur dregið úr því að ríkisstofnanir haldi úti hönnunar- og verktakastarfsemi. Með aukinni samkeppni og öflugri verktakafyrirtækjum hefur skilningur aukist á því að ríkið dragi sig út úr slík- um rekstri. Ég tel eðlilegt að hönnunar- og fram- kvæmdadeildir á vegum ríkisstofnana verði lagð- ar niður. Rannsóknir og fjárhagslegt eftirlit geti áfram hins vegar verið á vegum ríkisstofnana. MANNVIRKJAGERÐ OG UMHVERFISVERND Öll mannvirkjagerð hlýtur að raska umhverfinu með einhverjum hætti. Mjög ör þróun hefur orðið hvað varðar kröfur til umhverfisverndar í tengslum við mannvirkjagerð. Sem þingmaður Sjálfstæðis- flokksins vil ég leggja mjög ríka áherslu á sérstöðu okkar sem búum í landi, sem er viðkvæmt fyrir mengun og raski á viðkvæmu gróðurlendi, ám og vötnum. Því er nauðsynlegt að vera á verði og gæta þess að raska ekki landi að óþörfu með mannvirkjagerð og taka tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er. Opinberar stofnanir, sem skipuleggja og bera ábyrgð á mannvirkjagerð, verða að taka tillit til breyttra sjónarmiða gagnvart umhverfisvernd og taka tillit til byggðra bóla. Lög um umhverfismat með úrskurðarvaldi ráðherra virðast ekki vera sú trygging sem þau áttu að verða fyrir landeigendur og sveitarstjórnir sem vilja vera á verði gagnvart umhverfisröskun. ATVINNUSTEFNA OG MANNVIRKJAGERÐ Heilbrigt efnahagslíf og efnahagslegur stöðugleiki eru forsenda góðrar afkomu og atvinnuöryggis í landinu. Uppbygging atvinnuvega þjóðarinnar, þar á meðal byggingariðnaðar, er undirstaða almennr- ar velmegunar og fullrar atvinnu. Með ráðdeild í ríkisrekstri og með því að skapa heilbrigt rekstrarumhverfi geta stjórnmálamenn lagt grunn að atvinnustefnu með öflugum bygg- ingariðnaði og verktakastarfsemi við arðbæra mannvirkjagerð. Það verður best gert með traustri áætlanagerð og dreifingu kostnaðarsamra verka eftir álagi og eftirspurn á vinnumarkaði. HVAR EIGA ÁHERSLUR AÐ LIGGJA? íbúðarhúsabyggingar eru stór hluti af mannvirkja- gerð í landinu. Þegar litið er á verð íbúðarhúsnæð- is er Ijóst að kostnaður er of hár miðað við kaup- mátt almennings. Þrátt fyrir öra þróun í byggingar- iðnaði og lækkun vaxta hefur ekki tekist að lækka verð íbúðarhúsnæðis nægjanlega. Því er það 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.