AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 29

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 29
börnin daglega í skólana. í sumum þeirra hafa aldrei gist skólabörn nema skyndilega hafi gert óveður og ófærð. Þessar heimavistir gagnast að vísu ágætlega í ferðaþjónustunni á sumrin, en það var náttúrlega ekki upphaflega markmiðið. Og enn má nefna heilsugæslustöðvar, sem byggð- ar voru um allt land á tiltölulega fáum árum. Þær hafa vissulega orðið til mikilla hagsbóta fyrir al- menning, en hefðu betur verið byggðar af meiri for- sjálni og fyrirhyggju. Staðlar ráðuneytanna réðu stærð og búnaði, en tóku alltof lítið tillit til rekstrar- kostnaðar, og afleiðingin er víða sú, að viðkom- andi sveitarfélag er að kikna undan þeim kostnaði. MINNISVARÐAR UM FYRIRHYGGJULEYSI Rétt er að minna á tvær opinberar byggingar, sem ættu að vera okkur víti til varnaðar, þótt reyndar megi efast um að svo verði. Önnur er Þjóðarbók- hlaðan, sem þjóðin gaf sjálfri sér á hátíðarstundu. Þessi stórkostlega þjóðargjöf, sem tók áratugi að byggja, komst ekki á skrið, fyrr en til þess var lagð- ur sérstakur skattstofn, og þetta glæsilega hús er þegar farið að kosta miklu meira í rekstri en gert var ráð fyrir. Hin er Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem kostaði þjóðina langt umfram efni í byggingu, eins og reyndar flest okkar stórvirki, og er víðs fjar- ri að við sjáum fyrir endann á því dæmi. Þar var hvergi sparað í hönnun né framkvæmdum og eng- ar áætlanir stóðust, enda stöðugt verið að breyta meðan á framkvæmdum stóð. Hver nefndin af annarri hefur reynt að ráða fram úr því skulda- dæmi. Hvorar tveggja eru þetta glæsilegar bygg- ingar, sem vekja athygli og þjóna sínu hlutverki að mörgu leyti vel. Báðar eru þó minnisvarðar um dæmigert fyrirhyggjuleysi landans, sem sjaldnast hugsar dæmið til enda, heldur ákveður fyrst og hugsar ekki fyrr en að framkvæmdum loknum. „Den tid, den sorg“ er hugsanagangurinn, ef ein- hver fer að velta vöngum yfir, hvort reksturinn kosti nú ekki eitthvað, þegar byggingin er risin. HVERT RÁÐUNEYTI SÝSLAR VIÐ SITT Ástæða alls þessa er vitanlega sú, að stefnumótun hefur engin verið. Engin tilraun mér vitanlega hef- ur verið gerð til þess að skipa framkvæmdum í for- gangsröð með tilliti til allra þátta er skipt geta máli, svo sem þróun byggðar, samgangna eða atvinnu- mála. Hvert ráðuneyti sýslar við sitt, og hvert sveit- arfélag otar sínum tota. Ef vel ætti að vera þyrfti langtíma stefnumörkun og skipulagt samráð milli ráðuneyta til að reyna að tryggja samfelldar fram- yyPað er vonum seinna, að kallað er eftir pólitískri stefnu í mannvirkjagerð, því þessi þjóð hefur verið svo önnum kafin að fram- kvœma ogfjárfesta síðustu áratugina, að hán hefur ekki mátt vera að því að hafa stefnu í þeim efnum kvæmdir, sem ekki ganga þvert hver á aðra eins og dæmið með heimavistirnar og vegina. Þá er nauðsynlegt að stefna að því, að verkefnum Ijúki á sem skemmstum tíma, svo að fjárfestingar nýtist sem best. Það er bæði dýrt og heimskulegt að hafa margar stórar framkvæmdir í gangi í senn, sem tekur áratugi að Ijúka. Og það þarf að vera á verði gagnvart mikilmennskuæðinu, sem stundum renn- ur á hönnuði og aðra framkvæmdaaðila sem virð- ast standa í þeirri trú, að við séum moldrík stór- þjóð. ÞRENGINGAR LEIÐA OFT TIL NÝRRA LEIÐA Það er vissulega í samræmi við algild vinnubrögð, að ríkisvaldið skuli hvað eftir annað vinda sér í skyndilegan niðurskurð framlaga til stofnkostnaðar svo hundruðum milljóna skiptir á milli ára og ekki að undra, þótt hönnuðir og verktakar nagi stundum neglur í skelfingu. Á sama tíma er yfirleitt einnig samdráttur hjá sveitarfélögunum, og fyrirtæki í einkarekstri hafa sjaldnast burði til að fylla það skarð, sem hið opinbera lætur eftir sig með þess- um hætti. Þannig hefur iðulega verið alltof bratt far- ið í niðurskurð til framkvæmda á vegum ríkisins og vafasamur sparnaður ríkissjóðs, þegar allt kemur til alls. Og ekki síst er það fullkomið tillitsleysi gagnvart þeim atvinnugreinum, sem fiska á þess- um miðum, Stökkbreytingar eru sjaldnast til bóta og alls ekki á þessu sviði. Hinu má þó ekki gleyma, að þrengingar geta oft leitt af sér nýjar hugmyndir og nýjar leiðir, aukna „Ef vel œtti að vera þyrfti langtíma stefnu- mörkun og skipulagt samráð milli ráðuneyta til að reyna að tryggja samfelldar fram- kvœmdir, sem ekki ganga þvert hver á aðra eins og dœmið með heimavistirnar og veg- ina. hagkvæmni og bætt vinnubrögð. Við aðstæður, sem þannig skapast, sjá menn væntanlega frekar, hversu brýnt er að hugsa hvert dæmi til enda, áð- ur en hafist er handa. Slíkar aðstæður kunna að 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.