AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 31

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 31
STEFNA , FRAMSOKNARFLOKKSINS VARÐANDI MANNVIRKJ AGERÐ Stefnumörkun Framsóknarflokksins viö- víkjandi mannvirkjagerö er samfléttuð allri annarri pólitískri stefnu flokksins, umfram annaö atvinnustefnu hans og er mannvirkjagerð í raun órjúfanlegur hluti hennar. Þegar rætt er um atvinnu- stefnu verður þó aö hafa fleira í huga, ekki hvaö síst hin almennu efnahagslegu skilyröi sem þjóöin býr viö og ríkisfjármálin. Þessir þrír þættir, mann- virkjagerð, atvinnustefna og ríkisfjármál, mynda því eina heild og væri markleysa aö ræöa um stefnu Framsóknarflokksins varðandi mannvirkja- gerð án þess aö draga upp nokkuð heildstæöa mynd af því umhverfi sem mannvirkjagerðin býr viö. Víkjum þá fyrst stuttlega aö ríkisfjármálunum til aö útskýra áhrif þeirra á atvinnustefnu og mann- virkjagerö. Stefna Framsóknarflokksins í rík- isfjármálum er skýr: MEGINVERKEFNIÐ í RÍKISFJÁRMÁLUM ER AÐ SKAPA STÖÐUGLEIKA í EFNAHAGSMÁLUM OG TREYSTA GRUNDVÖLL ATVINNULÍFSINS Ein af forsendum þess aö þaö megi takast er aö jafna tekjur og gjöld ríkissjóös. Markmiöiö var upp- haflega aö ná hallalausum fjárlögum á fjórum ár- um. Aðhald í ríkisfjámálum veröur fyrst og fremst aö beinast aö hagræðingu í opinberum rekstri meö því aö auka framleiöni á öllum sviöum og taka upp nútímalegri stjórnunarhætti. Ekki veröur þó hjá því komist aö draga jafnframt sam- an í ríkisútgjöldum meö beinum hætti. Framsóknarflokkurinn vill í því sambandi fara varlega. ís- lenska þjóöin bjó viö samfellt samdráttarskeiö frá 1987 og allt fram á seinasta ár. Fjárfestingar í atvinnulífinu voru þá í lágmarki og heföi samdráttur í opinberum fjárfestingum á sama tíma get- aö aukið halla ríkissjóös í staö þess aö draga úr honum. Við þær aðstæður sem þá voru í hagkerfinu heföi Framsóknar- flokkurinn lagst á móti frekari niöurskuröi opinberra útgjalda, enda heföu minni ríkisútgjöld þýtt minni veltu í atvinnulífinu. Þá er ónefndur sá þáttur er lýtur aö skilvirkari skatt- heimtu til ríkis og sveitarfélaga, þ.e. aö ná böndum á þeim 10 milljöröum sem taldar eru streyma í neöanjaröarhagkerfinu. Hér er ekki átt viö aukna skattheimtu heldur bætta skattheimtu. Á seinustu misserum hefur atvinnuástand þjóöar- innar breyst til mikils batnaðar. Þannig hefur verð- mæti útfluttrar iönaðarvöru aukist um tæp 22% á fyrri helmingi þessa árs frá sama tíma í fyrra. Sé lit- iö á almenna iönaöarvöru án stóriöju eru þessi um- skipti enn stórkostlegri, en verömæti útflutnings alnnennrar iðnaöarvöru jókst um hvorki meira né minna en rúm 33% á þessu eina ári. Vegna þess- ara umskipta í bættri afkomu fyrirtækja og al- mennrar uppsveiflu í þjóðfélaginu sér Framsóknar- flokkurinn ný sóknarfæri til að draga úr ríkishallan- um. Þaö er nú unnt meö auknum samdráttarhraða í ríkisfjármálum án þess aö þaö bitni á atvinnulífinu og almennri uppbyggingu í þjóölífinu. Markmiö Framsóknarflokksins um hallalaus fjárlög á fjórum árum gæti því náöst á skemmri tíma. Minnkandi skuldir þjóðarbúsins eru nátengdar at- vinnustefnu og mannvirkjagerð á þann hátt, aö minnkandi útgjöld ríkissjóös til aö greiða niöur er- lend lán og vexti af þeim skapa aukið ráöstöfunar- fé til efldrar atvinnusóknar. Aukin atvinnusókn leiö- ir síðan af sér auknar framkvæmdir og mannvirkja- 29 HJÁLMAR ÁRNASON, ALÞINGISMAÐUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.