AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 33
vægu tengsl menntunar og atvinnulífs. Markviss uppbygging atvinnulífsins veröur aldrei án þess að unnt sé aö byggja á traustum grunni menntunar. Því leggur Framsóknarflokkurinn áherslu á beina þátttöku aöila vinnumarkaöarins í mótun mennta- stefnu og aö þátttaka atvinnulífsins í rannsóknar- og þróunarstarfsemi veröi efld. Meö þessu móti nýtast menntakerfið og stofnanir þess betur til aö auka framleiöni í íslensku atvinnulífi. Við siglum nú í gegnum skeið breytinga í atvinnulífinu, breytinga sem fela í sér flóknara og tæknivæddara at- vinnustig en tíðkaðist meðan vinnsla og verö- mætasköpun voru í lágmarki. í þessum breyting- um gegnir menntun sem fjárfesting lykilhlutverki. Með þessum aðgerðum leggur Framsóknarflokk- urinn grunn aö eðlilegri framþróun íslensks at- vinnulífs sem er forsenda fyrir eflingu atvinnuþró- unar og aukinni sókn í mannvirkjagerð. Skortur á áhættufé hefur staðið eðlilegri atvinnu- þróun fyrir þrifum um langt árabil. Aukið áhættufé er fyrirtækjunum nauðsyn til nýsköpunar og þeirrar útrásar sem framleiðsluaukning þeirra mun í stöðugt ríkari mæli byggja á á komandi árum. Framsóknarflokkurinn mun því beita sér fyrir breyt- ingum á þessu. AUKIÐ ÁHÆTTUFJÁRMAGN FÆST MEÐ: Bættu skattaumhverfi, afskriftum tapaðs hlutafjár, aukinni þátttöku lífeyrissjóða, breytingum á stofn- anakerfi ríkisins, breyttu hlutverki iðnþróunarsjóðs, öðrum aðgerðum. Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir breyting- um á skattalöggjöfinni til að örva áhuga fyrirtækja og almennings á að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. í þessum tilgangi vill Framsóknarflokkurinn að fyr- irtækjum og einstaklingum verði leyft að draga tap- að hlutafé frá tekjum áður en kemur að skattlagn- ingu. Almenningur verði hvattur með skattaívilnun- um til að leggja hlutafé í lítil og meðalstór fyrirtæki. Jafnframt verði leitað samkomulags við lífeyrirs- sjóðina um að sett verði löggjöf um að þeir verji hluta af árlegu ráðstöfunarfé sínu til hlutafjárkaupa í fyrirtækjum. í þeim tilgangi að styrkja atvinnustarfsemina og efla nýsköpun leggur Framsóknarflokkurinn til að gerð verði sú meginbreyting að starfsemi Byggða- stofnunar, atvinnuleysistryggingarsjóðs og at- vinnuráðgjafa verði sameinuð í Byggða- og at- vinnuþróunarstofnun, sem væri alhliða atvinnuþró- unarstofnun. Byggðastofnun verði lögð niður í nú- verandi mynd og eigið fé hennar notað til að koma á fót atvinnuþróunarstofnun er lúti sfjórn manna með víðtæka reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu. Meðal hlutverka þessarar nýju stofnunar verði að stuðla að eflingu nýsköpunar í atvinnulífinu með áhættufjármagni og með veitingu ábyrgða á lánum til fyrirtækja. Einnig að eiga frumkvæði að sam- starfi fyrirtækja í sömu grein um samvinnu um vöruþróun, gæðamál, markaðsöflun og útflutning. BREYTT HLUTVERK IÐNÞRÓUNARSJÓÐS Framsóknarflokkurinn vill breyta starfsemi Iðnþró- unarsjóðs. Iðnþróunarsjóður varð fyrr á þessu ári að fullu eign íslendinga. Framsóknarflokkurinn hefur í tilefni þess lagt á það ríka áherslu að Iðn- þróunarsjóður hverfi að mestu frá hefðbundnum lánveitingum sem byggja á fasteignaveðum, en verji í þess stað fé sínu til fjárfestingar í íslensku at- vinnulífi. Iðnþróunarsjóður verði áhættufjármagns- sjóður sem fjárfesti í innlendum fyrirtækjum, bæði starfandi og nýjum fyrirtækjum. Framsóknarflokk- urinn vill efla aðgengi íslenskra fyrirtækja að áhættufjármagni enn frekar. Til greina kemur að Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður og Fiskveiðasjóð- ur verði allir gerðir að hlutafélagi sem veitti arði af stofnfé sínu til eins áhættufjármögnunarsjóðs, eins konar fjárfestingarbanka. Sennilega yrði enn „Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á hin mikilvœgu tengsl menntunar og atvinnu- lífs. Markviss uppbygging atvinnulífsins verður aldrei án þess að unnt sé að byggja á traustum grunni menntunar. “ betra ef Stofnlánadeild landbúnaðarins gæti fylgt með í þessari þróun svo allir atvinnuvegir landsins gætu setið við sama borð við öflun rekstrar- og áhættufjár fyrir starfsemi sína. Hvort sem af því getur orðið eða ekki leggur Framsóknarflokkurinn ríka áherslu á að skapa íslensku atvinnulífi bætt aðgengi að auknu áhættufjármagni á hóflegum kjörum til langs tíma. Framsóknarflokkurinn telur að aðeins þannig verði vaxandi og arðvænlegum fyrirtækjum á viðunandi hátt gert kleift að takast á við ný verkefni og hefja nýja sókn. AÐRAR AÐGERÐIR Auk þeirra úrræða sem rætt hefur verið um hér að framan hefur Framsóknarflokkurinn bent á fjölda- mörg önnur atriði er grípa þarf til í þeim tilgangi að efla atvinnulíf landsins. Við höfum mörg hver horft 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.