AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 34
upp á góöar hugmyndir og áhugaverða vöru sem
frumkvöðlar landsins hafa komið fram með, en síð-
an endað niðri í skúffu án þess að verða nokkru
sinni að arðvænlegri söluvöru. Framsóknarflokkur-
inn hefur því lagt áherslu á stuðning við frumkvöðla
í atvinnulífinu og vöruþróun á öllum stigum. Slíkur
stuðningur þarf að vera markviss og samfelldur
þar sem ekki hvað síst er stefnt að því að skapa
betri aðstæður til stofnunar nýrra fyrirtækja. Mikil-
vægasti þátturinn er þó sala vörunnar og vill Fram-
sóknarflokkurinn leggja sérstaka áherslu á mikil-
vægi þess þáttar nýsköpunarinnar. Framsóknar-
flokkurinn hefur m.a. varpað fram þeirri hugmynd
að komið verði á samstarfi atvinnulífs og ríkisvalds
við sérstakt átak í markaðs- og sölustörfum erlend-
is.
Hér að framan hef ég drepið á nokkur atriði úr
stefnu Framsóknarflokksins er tengjast ofan-
greindu umræðuefni. í umfjöllun minni hef ég fyrst
og fremst lagt áherslu á tengsl atvinnuþróunar og
mannvirkjagerðar við hin ytri efnahagsskilyrði og
ríkisfjármálin almennt. Þótt segja megi að sam-
band þessara þátta sé nokkuð ráðandi um fram-
gang mannvirkjagerðar væri það of mikil einföldun
að álíta sem svo að áhrifaþættir mannvirkjagerðar
væru ekki fleiri og flóknari. Reyndar væri það til-
Aukin sókn í mannvirkjagerð byggist fyrst og fremst á
traustum og stööugum efnahagslegum aðstæðum í þjóð-
félaginu öllu, sem eru forsenda bættra almennra starfs-
skilyrða og eölilegs framboðs á áhættufé. Afleiðing þessa
er að fjárfestingar í atvinnustarfsemi aukast, en á þeim
byggist öflugt og framsækið atvinnulíf. Afleiðing þessa
alls er að til veröa þarfir sem krefjast lausna sem margar
hverjar felast í auklnni mannvirkjagerð.
gangslaust að fjalla um pótitíska stefnumótun í
mannvirkjagerð eina og sér án þess að gæta sam-
hengis við áhrifaþætti hennar. Slíkt væri mark-
leysa vegna þess að mannvirkjagerð er ekki til-
gangur í sjálfu sér. Mannvirkjagerð er afleiðing eða
hluti af lausn til að ná tilteknu markmiði. Þannig
tengist mannvirkjagerð pólitískri stefnumótun allra
flokka á nánast öllum sviðum.
Nærtækasta dæmið um þetta er stefna um nýtingu
auðlinda landsins, bæði vatnsorku og jarðvarma.
Sama gildir um landbúnaðar-. og fiskveiðistefnu.
Einnig byggðastefnu sem hefur áhrif á ákvarðanir
um t.d. vegagerð og hafnargerð, sem eru ekki
ómerkilegri mannvirki en hvað annað. Jafnvel
mennta- og menningarstefna stjórnmálaflokkanna
hefur áhrif á mannvirkjagerð, ekki einungis ákvörð-
un um byggingu skólahúsnæðis, heldur einnig það
mat sem lagt er á hin uppeldislegu áhrif sem list-
rænar áherslur í mannvirkjagerð hafa á nemendur
og almenning. Mörg mannvirki eru daglega fyrir
augum fólks. Hús eru hús, en leggjum við nægi-
lega rækt við hið listræna gildi húsagerðar og
menntun þeirra er skapa mannvirkið?
Einnig má benda á aðgerðir félagsmálaráðherra
varðandi sveigjanlegra fyrirkomulag húsbréfa og
lækkun viðmiðunarmarka um lánshæfi vegna við-
halds eldra húsnæðis. í aðgerðum þessum felst
pólitísk stefna um mannvirkjagerð. Þannig mætti
lengi telja, en það verður látið bíða betri tíma.
Framsóknarflokkurinn hefur í stjórnmálaályktunum
sínum lagt grunn að fastmótaðri atvinnumála-
stefnu. Sú stefna byggist fyrst og fremst á stöðug-
leika í efnahagsmálum þjóðarinnar. Okurvextir og
óðaverðbólga skulu gerð útlæg úr íslensku efna-
hagslífi og ytra umhverfi atvinnulífsins bætt til efl-
ingar nýrri sókn. í þessum orðum hef ég einmitt
reynt að leggja áherslu á þennan grunn sem hin
pólitíska stefnumótun í atvinnumálum og mann-
virkjagerð hvílir á.
Að lokum langar mig til að birta litla mynd sem ég
rissði upp til skýringar. Tilgangur þess er að draga
saman á örstuttan hátt stefnu Framsóknarflokks-
ins í mannvirkjagerð. ■
(Byggt á erindi, sem flutt var á Mannvirkjaþingi 1995
- leturbreyt. AVS).