AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 39

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 39
fær aö loknu útboði, er gert aö vinna meö tiltekn- um arkitektum og verkfræðingum aö byggingu mannvirkisins í samræmi viö forsendur og leikregl- ur sem þeir síöarnefndu hafa búiö til. Þar verður stundum vík á milli vina og allir þekkja þaö, sem nærri þessu hafa komið, þegar verktakar kvarta yf- ir lélegri hönnun og vondu samstarfi við arkitekta sem þeir sitja uppi meö samkvæmt útboðsskilmál- um. Þess vegna hef ég verið þeirrar skoðunar, aö í stærri stíl ætti aö fara leið alútboðs, þar sem allir þættir máls eru í einum pakka og verkkaupi veit aö hann er aö kaupa heildarlausn frá viðkomandi verksala. Núningur milli hönnuöa og byggjenda er ekki til staðar, því þeir koma fram gagnvart verk- kaupa sem einn maöur. Vissulega er þessi leið þó ekki gallalaus fremur en önnur mannanna verk. Viö íslendingar erum vertíöarfólk. Allt gengur hér í sveiflum. Þaö er annaðhvort í ökla eða eyra. Þaö er ekki góö latína fyrir iönaö eins og verktakaiön- aðinn, þegar eftirspurn fer minnkandi og jafnvægi er komið á. Ég ætla ekki aö orðlengja þann þátt mála, en tel aö opinberir aöilar geti auöveldlega komið miklu meira til móts viö þarfir iönaöarins varöandi jafna dreifingu verkefna, en gert hefur verið. Ríkiö og sveitarfélög eiga aö vera á markaði þeg- ar hægist um hjá einkageiranum en vera til hlés í uppsveiflu. Einnig er Ijóst aö stór stopp í opinber- um framkvæmdum þýða ekkert annaö en uppsöfn- un verkefna, það myndast stífla og eftir eitt eða tvö ár brestur hún og framkvæmdir fara þá í fullan gang aftur. Og hvaö þýöir þaö? Óeðlilega spennu og mikla verðbólguhættu. Svona sveiflur þarf aö jafna betur út. GEGN EINANGRUNARHYGGJU En þaö eru fleiri sem hafa möguleika á því aö fjár- festa hérlendis en innlendir aðilar, þótt ætla mætti af reynslu okkar íslendinga um langt árabil, aö bann væri viö fjárfestingu erlendra aöila hér á landi. Viö erum enn aö súpa seyðið af afstööu sterkra stjórnmálaafla, sem unnu leynt og Ijóst gegn því á áttunda áratugnum aö hér kæmu erlend fyrirtæki inn í landiö, svo sem á vettvangi stóriöju. Viö þurfum nauösynlega á erlendri innspýtingu aö halda í íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Viö Al- þýöuflokksmenn höfum meö hreinum og beinum hætti hvatt mjög til þess aö efla tengsl þjóðarinnar viö nágrannaþjóðir okkar. Öfl í öllum öörum stjórn- málaflokkum hafa mjög dregið lappirnar í þessum efnum og viljað lítiö hafa saman aö sælda viö eitt- hvaö sem útlent getur talist. Viö verðum einfald- lega aö markaössetja okkur erlendis. Þaö hafa aörar þjóöir gert og uppskorið í samræmi viö þaö, en viö íslendingar sitjum eftir. Nú er efnahag- skreppan að baki í Evrópu og tími framkvæmda runninn upp. Ætlum viö íslendingar enn einn gang- inn aö sitja eftir meö sárt enniö? Þaö eru þó vonarstjörnur á himni. Eftir aö Alþýöu- flokkurinn í iðnaðarráðuneytinu til margra ára haföi undirbyggt möguleika á erlendri fjárfestingu í áliðn- aöi og annarri stóriöju hefur nú úr ræst. Fram- kvæmdir við stækkun álvers í Straumsvík og bygg- ing nýs á Grundarfanga eru orönar aö veruleika. Þaö mun sannarlega gera íslensku atvinnulífi og íslenskum verktakaiðnaði gott. Ekki síst eru sál- ræn áhrif mikilvæg í þessu sambandi eftir stöönun- arskeiö varðandi fjárfestingu útlendinga hérlendis um langt árabil. Margfeldisáhrifin veröa mikil og góö, ekki aðeins nýjar virkjanir heldur verka fram- kvæmdir af þessum toga sem vítamínssprauta fyr- ir atvinnulífið og margfeldisáhrif sennilega meiri en hin heföbundna þumalfingursregla segir til um. Ég sagöi einangrunarhyggjuna ríkjandi í öllum öör- um stjórnmálaflokkum en Alþýöuflokknum. Ég minni á andstööu í öllum flokkum gegn þeirri ein- huga stefnu Alþýðuflokksins aö ná og staðfesta EES- samninginn. Nú segir enginn neitt. Allir vildu Lilju kveöiö hafa. í hópi manna var ótti við innrás erlendra verktaka vegna EES- samningsins inn á íslenskan markaö. Hins vegar eru reglurnar svo þröngar í því sambandi og upphæöir svo háar, aö þaö er aðeins varðandi mjög stór verk sem mögu- leikar eru á raunverulegri samkeppni erlendra verktaka um íslensk verkefni. Og einmitt í þeim til- vikum er þaö þekkt og viðurkennt, að þar hafa ís- lensk verktakafyrirtæki haft samstarf við erlenda yyPað er auðvitað ekki allt í lagi, þegar sjóð- ir á borð við Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð hafa safnað milljörðum í eigin sjóði, en við- skiptavinirnir, flestar greinar iðnaðar, lepja dauðann úr skel. “ aðila. Það hefur gerst í virkjunarframkvæmdum og öörum stórframkvæmdum, nú síðast í Hvalfjarðar- göngum, svo dæmi sé nefnt. Þetta er allt eðlilegt. EES- samningurinn er því á engan hátt hættulegur íslenskum verktakaiönaöi heldur hefur aö mörgu leyti opnaö nýja möguleika. Hægt og bítandi, eins 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.