AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Blaðsíða 45

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Blaðsíða 45
HUGVIT OG ATVINNUSTEFNA Islenska þjóöin hefur einkum byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Afkoman hefur sveiflast upp og niður eftir afkomu þessarar atvinnu- greinar, en þó hefur nú allra síðustu ár örlað á meiri stöðugleika í efnahagslífinu. Lítið þjóðfélag með einhæft atvinnulíf er mjög við- kvæmt fyrir efnahagssveiflum og því er sá stöðug- leiki, sem náðst hefur, í stöðugri hættu. Spurning- in er, hvort við viljum halda áfram að byggja á ein- hæfum atvinnurekstri eða hvort við viljum að aðrar atvinnugreinar skjóti föstum og öruggum rótum samhliða sjávarútvegi. Atvinnustefna undanfar- inna áratuga hefur einkum birst í því að styðja sjáv- arútveg í gegnum súrt og sætt og koma upp alltof öflugum landbúnaði til þess eins að þurfa að skera hann niður aftur. Þó örlar nú á nokkrum skilningi, og „nýjar“ atvinnugreinar eru vaxandi. þar sem meðal annars byggt er á hugviti. HUGVIT Yfirskrift greinarinnar „Hugvit og atvinnustefna" vísar til umfangsmikils málaflokks. Hugvit er víða að finna hjá einstaklingum í þjóðfélaginu og á hin- um ýmsu sviðum og er að sjálfsögðu ekkert einka- mál tæknimanna. Ekki er ætlunin hér að fjalla um allar hliðar hugvitsins og þá möguleika sem í því felast, heldur að leggja út frá þeim möguleikum sem felast í því að nýta hugvit og reynslu, sem er til staðar hjá verkfræðistofum. Félag ráðgjafarverkfræðinga, FRV, hefur innan sinna vébanda flestar stærstu verkfræðistofur á landinu. Þessi fyrirtæki hafa undirbúið og hannað flest mannvirki, sem reist hafa verið hér á landi á undanförnum árum og áratugum. í þessum fyrir- tækjum er því saman kominn mikill auður, sem auðvelt er að nýta til hagsbóta fyrir þjóðina. í FRV eru rúmlega 100 einstaklingar og fyrirtækin eru rúmlega 30 talsins. Samtals starfa tæplega 400 manns í þessum fyrirtækjum og hefur velta þeirra verið milli 1,5 og 2,0 milljarðar króna á ári. Sjá nán- ar í töflunni hér að neðan. > AFKOMA FRV FYRIRTÆKJA 1991 - 1996 Verðlag 1996 Velta alls (Mkr.) Fjöldi starfsmanna Velta/starfsmann (þús. kr.) Laun og launat. gj./starfsm.(þús. kr.) Annar kostn./starfsm. (þús. kr.) Hagnaður/starfsm. (þús. kr.) Hagnaður, hlutfall af veltu (%) 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1.740 1.581 1.558 1.582 1.621 1.905 405 405 480 370 375 377 4.297 3.905 4.099 4.220 4.239 5.052 3.074 2.927 3.179 3.092 3.211 3.607 1.023 871 850 1.216 951 1.132 185 108 71 107 77 213 4,31% 2,77% > 1,73% 2,54%. 1,82% 6,2(1 Taflan sýnir nokkurn samdrátt undanfarin ár, en þó örlar á batamerkjum á árinu 1996. Leitast hefur verið við að auka umsvifin, m.a. með því að flytja út verkfræðiráðgjöf. Til þessa hefur árangur verið heldur rýr, líklega helst vegna þess, hve fyrirtækin eru vanmáttug fjárhagslega til að fást við þetta við- fangsefni upp á eigin spýtur, en einnig vegna þess að þekking á erlendum markaði og reynsla af slíku starfi hefur ekki verið fyrir hendi. Ef teknir eru með arkitektar og tæknimenn á al- mennum markaði, sem stunda svipaða starfsemi en standa utan FRV, má ætla að tvöfalda megi of- angreindar veltutölur og segja að atvinnugreinin samanstandi af samtals tæplega 1000 manns og að veltan gæti verið tæplega 4 milljarðar króna á ári. Auk þessa mætti einnig tiltaka tæknideildir hjá hinu opinbera, sem að hluta stunda hönnun og ráðgjöf í beinni samkeppni við almennan markað. MENNTUN Þjóðin á í dag fjölmenna stétt vel menntaðra tæknimanna, jafnvel betur menntaða en flestar aðrar þjóðir. Bæði eru HÍ og TÍ góðir skólar, en ekki minna máli skiptir, að verkfræðingar og tækni- fræðingar fara gjarnan í framhaldsnám til útlanda að námi loknu. Þegar svo arkitektar bætast í hóp- inn, sem allir eru menntaðir erlendis, er augljóst að menntun okkar er mjög alhliða og alþjóðleg. 43 RUNÓLFUR MAACK, VÉLAVERKFRÆÐINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.