AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 48
Danir segja einfaldlega, aö þeir hafi ekki efni á hálfri fyrirgreiðslu. THERMIE áætlunin er þannig okkur ráögjöfunum engan veginn nægjanleg og heföi verið óskandi fyrir verkfræðistofurnar, aö betri aögangur heföi náöst aö Evrópusambandinu. Samkeppnisaöstaöa íslenskra ráögjafa er því mun lakari heldur en félaga okkar í Evrópu. DÆMI FRÁ DANMÖRKU Eftir hrun kommúnismans í Austur Evrópu blasti viö stöönun á öllum sviðum mannvirkjageröar og þaö jafngilti því aö fara 30 ár aftur í tímann aö heimsækja þessi ríki. Allir sáu aö gríðarlegt upp- byggingarstarf var framundan þar sem tæknimenn og verktakar myndu gegna lykilhlutverki. Þjóöir heims brugðust viö meö því aö stofna Evrópu- bankann (EBRD), þar á meðal viö íslendingar, og Evrópusambandið setti á stofn sérstakt styrkjakerfi fyrir aöildarþjóöir (PHARE og TACIS). Hérvar ekki hægt að koma viö þróunaraðstoð, enda Sovétríkin fyrrum stórveldi en ekki vanþróað ríki. Þrátt fyrir aö eiga beina aöild aö öllum ofangreindum sjóöum og yyNágrannar okkar nota þróunarsamvinnu- stofnanir sínar markvisst til þess að efla eigin atvinnustarfsemi um leið og þeir tryggja framfarir í viðkomandi greinum og þar með tryggja ávallt hœstu gœði á þróunaraðstoð sinni. u fyrirgreiðslu, þá dugöi þaö Dönum ekki. Þeir töldu svo mikla hagsmuni í húfi að þeir kusu aö tryggja sér sérstöðu og forskot á aðrar þjóöir. í tímaritinu DBDH (Danish Board of District Heating, Newslett- er No 2/1995) má lesa um sérstaka áætlun um aö- stoö á orkusviðinu ætlaöa til fyrirgreiöslu handa dönskum fyrirtækjum eingöngu. Samtals voru lagöar 80 milljónir danskra króna í sjóö á árinu 1994 eingöngu til ráðstöfunar viö uppbyggingu á sviöi orkumála. Þetta samsvarar, aö íslendingar heföu ráðstafað um 40 milljónum króna þegar um- reiknaö hefur verið eftir höföatölunni. Ég held satt best aö segja aö engum manni hér á landi hafi dottið í hug slík fjárfesting. Munurinn er nú sá, aö Danir hafa náö aö hasla sér völl á þessu markaðs- svæöi og vinna nú aö fjölda verkefna víðs vegar á þessu landssvæði, en viö íslendingar höfum eng- um árangri náö, a.m.k. ekki enn sem komið er. ÞRÓUNARSAMVINNUSTOFNANIR Ekki er hægt að láta Þróunarsamvinnustofnanir ónefndar í þessu samhengi. Það má e.t.v. til sanns vegar færa aö í þessum málaflokki sé til stefna stjórnvalda, þar sem samþykkt hefur veriö á Al- þingi aö verja ákveðnum hluta af þjóðarframleiðsl- unni til aöstoöar viö þróunarríki. Enn sem komiö er höfum við reyndar variö mun lægri fjárhæöum en lögin kveöa á um og aðstoðin hefur öll veriö á sviöi sjávarútvegs, þegar undan er skilinn kostnaður af rekstri Jaröhitaskólans. Árangur af þessu þróun- arstarfi hefur verið góður, hvort heldur sem litið er til aöstoöarinnar sjálfrar eöa til þeirrar atvinnustarf- semi, sem óbeint hefur leitt af starfinu. Ennþá heyrast þær raddir, aö í þróunaraðstoð skuli fyrst og fremst felast fjárhagsleg aöstoö óháö því, hverjir aörir kunna svo sem aö hafa af því hag og þannig séu aðeins illa hugsandi menn, sem vilji hafa beinar og afleiddar tekjur af þessari starfsemi. Þennan hugsunarhátt þarf aö leggja af. Sú hugsun þarf aö vera ríkjandi, aö sú aöstoö sem veitt er komi aö gagni. Þróunarríki þurfa fyrst og fremst á menntun, þekkingu og kunnáttu aö halda. Þau þurfa á margvíslegum nútímabúnaði að halda, en um leið veröur að tryggja aö þekkingin sé til staöar til þess aö nota hann rétt. Þetta á ekki einungis viö um ákveðin tæki, heldur einnig um iönaö, veitur, orkuver o.s.frv. Þetta eru einmitt verkefni fyrir hugvit okkar íslendinga, sem viö ætt- um aö notfæra okkur, þegar við aukum þróunaraö- stoðina til samræmis við gildandi lög. Nágrannar okkar nota þróunarsamvinnustofnanir sínar mark- visst til þess aö efla eigin atvinnustarfsemi um leið og þeir tryggja framfarir í viðkomandi greinum og þar meö tryggja ávallt hæstu gæði á þróunarað- stoö sinni. T.d. nota Danir Danida til þess aö tryggja, aö sem flestar verkfræðistofur öölist al- þjóölega reynslu og samkeppnishæfni og festi sig þar meö í sessi á alþjóðlegum markaði. HUGMYND UM ÞRÓUNARAÐSTOÐ Eins og áöur sagöi hefur þróunaraðstoð okkar ein- göngu veriö á sviöi sjávarútvegs. Viö íslendingar erum einnig sérfræöingar á sviöi nýtingar jarðhita og þar sem jarðhita er einmitt aö finna mjög víöa í þróunarríkjum er vert aö íhuga, hvort ekki væri ástæöa til aö hefja þróunaraðstoð á þessu sviði. Ég hef talsvert velt fyrir mér, hvernig viö gætum staöiö aö slíkri aöstoö og m.a. ritaöi ég áriö 1993 grein í tímaritið Arkitektúr, verktækni og skipulag, þar sem ég geröi grein fyrir, hvernig mætti beita 46

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.