AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 61
Gefinn var fjögurra mánaöa umsagnarfrestur, til 10. október nú í haust. Nú tóku margir aöilar aö átta sig á aö hér væri ákvörðunarferli um framtíð nær helmings landsins komiö á lokastig, og geröi verkáætlun ráö fyrir aö umhverfisráöherra staö- festi skipulagið fyrir áramót. Uröu margir aðilar til þess aö biöja um lengri frest til athugasemda en um leið fóru að koma fram skoðanir um aö ýmsir réttbærir aðilar heföu ekki fengið eðlilegan rétt til aö fylgjast meö og taka þátt í mótun skipulagsins og jafnvel aö nefndin heföi ekki fariö eftir stefnu- mótun réttkjörinna stjórnvalda og ýmissa sam- þykkta Alþingis. ATHUGASEMDIR ÝMISSA AÐILA Þegar í júní sendi stjórn Landsvirkjunar fyrri hluta athugasemda sinna viö skipulagiö. Þar segir m.a. á bls. 2: „í greinargerð eða fylgiskjölum vantar hvaða forsendur nefndin og ráðgjafar hennar hafa haft við vinnu sína varðandi orkumál. Ekki er getið stefnumarkmiða allra ríkisstjórna landsins sl. áratugi um nýtingu orkuauðlindar- innar, né heldur ákvæða Ríó-sáttmálans um áherslur á nýtingu endurnýjanlegra orkulinda". Hinn 15. október geröi Ferðamálaráð eftirfarandi samhljóöa ályktun: „Ferðamálaráö telur að til- laga að skipulagi Miðhálendis íslands .... taki ekki tillit til stefnumótunar í ferðamálum, sem unnið hefur verið að og ólokið er. Því leggur ráðið þunga áherslu á, að afgreiðslu tillögunn- ar verði frestað....". Hér má bæta viö aö megin- atriöi stefnumótunarinnar komu út á prenti í maí 1996. Hinn 20. september héldu Félag skipulagsfræð- inga og Verkfræðistofnun Háskóla íslands ráö- stefnu um hálendisskipulagið í Háskólabíói. Þar kom fram enn frekari gagnrýni á skipulagið og hvernig aö því hefur veriö staðiö. Stuttu síðar var frestur til athugasemda framlengdur um tvo mán- uöi, eða til 10. desember. HVERJUM BER SKIPULAGSRÉTTURINN Umræöan sem hefur oröiö í fjölmiölum nú í haust hefur mest snúist um það hverjum beri skipulags- rétturinn og í grein í tímaritinu AVS, sem kom út í október, dregur prófessor Gunnar G. Schram, sér- fræöingur í umhverfisrétti, fram helstu atriöi þessa máls: „í fyrsta lagi felst mikiö óréttlæti í því aö fá 3-4% landsmanna vald yfir nær helmingi landsins...." „í öðru lagi er Ijóst aö víðáttumikil svæöi Miöhá- lendisins eru utan alls eignar- og þá stjórnsýslu- Skipulag Miðhálendisins leggur til að mörg orkuríkustu svæði landsins verði gerð að verndunarsvæðum. réttar... Skipulagsyfirvöld hafa mjög vafasaman rétt til að fá örfáum mönnum vald yfir þessum eig- endalausu svæöum. Þaö er raunar fráleitt og verö- ur ekki gert nema með nýrri og sérstakri lagaheim- ild". „í þriðja lagi er þaö mjög hæpin stefna.. aö fá hagsmunaðilum vald til aö nýta Miðhálendið.... vegna m.a. ofbeitarhættu sem þar er um aö ræöa". „í fjóröa lagi er þaö mjög vafasamt aö sveitarfélög- in 40, sem ætlað er stjórnsýsluvaldiö, hafi innan sinna vébanda þá fagþekkingu sem krefjast verö- ur til skilvirkrar stjórnsýslu þar....". (Bls. 45). NAUÐSYN Á ÞVÍ AÐ SKÝRA SKIPULAGS-, LÖGSAGNAR- OG EIGNARRÉTT Á HÁLEND- INU í grein sinni kemur Gunnar G. Schram inn á þann skort á lagaheimildum sem „kemur í veg fyrir að unnt sé að fara að tillögu Samvinnunefndarinn- ar og fá hinum fámennu hálendissveitarfélög- um stjórnsýsluvaldið í hendur. Þess vegna hefur félagsmálaráðherra hlaupið undir bagga með þessari slæmu hugmynd ....". (Bls. 45). Hér á Gunnar við frumvarp ráöherrans um að Miö- hálendinu sé skipt upp á milli aöliggjandi sveitarfé- laga. Gunnar heldur áfram í grein sinni: „Sú stefna sem í þessu frumvarpi er mörkuð geng- ur í fyrsta lagi þvert á ríkisstjórnarfrumvarp um þjóðlendur, sem einnig var lagt fram á síðasta þingi. Má slík málsmeðferð furðu sæta. í öðru lagi gengur þetta frumvarp þvert á almanna- hagsmuni landsmanna ....". (Bls. 46). Gunnar ber lofsorö á þjóölendu-frumvarpiö sem felur í sér eignarrétt ríkisins á Miöhálendinu, nema aörir eigi þar sannanlegan rétt. Frumvarpiö gerir ráö fyrir aö meginstjórnsýsluhafinn veröi aðeins einn, þ.e. for- 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.