AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 73
í þessum skilningi þá er ekki verið að tala um að
íbúafjöldinn sé samansettur af svo og svo mörg-
um einstaklingum, svo og svo mörgum ellilífeyris-
þegum, svo og svo mörgum barnlausum pörum
o.s.frv. íbúafjöldinn og þá sérstaklega fjölskyldan
er samansett af einstaklingum sem fara frá einum
áfanga til annars.
Til þess að geta viðhaldið sterkum samböndum á
hverju stigi hringrásar mannlegrar þróunar, þá
mun ekki vera lengur hægt að skilgreina bústað-
inn eftir ákveðnum fjölda fastskorðaðra herbergja,
heldur mun hann þvert á móti ná þeim krafti sem
hvetur til þróunar á mismunandi tilverustigum fjöl-
skyldu okkar. - Virðingarfyllst, JSM.
Ástæðan að fá það verkefni að endurhanna staðn-
aða ímynd húss, til þess að fjölskyldan kunni bet-
ur við bústaðinn, er yfirleitt vegna úreltra hug-
mynda um fjölskylduna sem búnar eru til með
abstrakt skilgreiningu tölfræðinnar. Mismunandi
tilverustig fjölskyldna okkar, eins og fram kemur í
bréfi til húsameistarans, hvetur til arkitektúrs sem
virkar sem staður fyrir „þróun“ íbúanna. Notandinn
sjálfur, en ekki arkitektinn, er sá sem ákveður hve
vel hann kann við sig í húsinu dagsdaglega, þar
sem hann nýtir það á mismunandi hátt. Hlutverk
arkitektsins er að hanna bústaðinn, rými hans og
einingar og gera frá byrjun ráð fyrir mismunandi
stigum fjölskyldulífsins og þar af leiðandi, mismun-
andi túlkun fjölskyldunnar á þessu rými og eining-
um. Þessi margræðni er til staðar í úrlausn okkar:
í atriðum eins og skiptingunni milli barnaherbergj-
anna og leiksvæðisins, sambandinu milli inngangs
og stofu eða tengslanna milli stofu og vinnustofu
myndaðra með þykku flauelstjaldi, sem gefa svig-
rúm fyrir frjótt notkunargildi og jafnframt örláta
túlkun. í því síðastnefnda er, til dæmis, sama fyr-
irbærið tjald til þess að skipta þessu rými niður á
mismunandi hátt, tjald fyrir barnaleikhús, mjúk
súla þegar því er vafið upp... Hinir ólíku meðlimir
fjölskyldunnar túlka arkitektúrinn samkvæmt
menningarlegum mismun, reynslu sinni, áhuga-
málum, hvers konar sambönd þeir eiga og skap-
71