AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Blaðsíða 81

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Blaðsíða 81
Niðurstaðan er náttúrlega sú að arkitektar og lista- menn ná ekki saman nema með gagnkvæmu um- burðarlyndi, tilslökunum og málamiðlunum (sem felur þó alls ekki í sér að þeir hugsi á sömu nótum). Útkoman er ósamræmi og þó fyrst og fremst eitt- hvað sem ekkert hefur með list að gera og að mínu viti ekkert endilega gefið að samvinna þessara að- ila skili betri árangri en hér var lýst, þó svo til séu dæmi um slíkt. Enda má draga þá ályktun af þessu öllu saman að listskreytingar í dag séu tímaskekkja og hinir eiginlegu listamenn umhverf- isins séu arktitektarnir sjálfir og skipulagsfræðing- ar ýmisskonar. (2 Meginástæða þessa aðskilnaðar myndlistar og arkitektúrs er náttúrlega sú að arkitektar hafa stundað algjöra einangrunarstefnu frá listinni í langan tíma og vilja með þeim hætti sem ég lýsti hér að framan taka listina í sína þjónustu. Hug- myndaflæði úr öðrum list- greinum inn í arkitektúr virðist mér vera mjög lítið, því væri það meira má telja víst að arkitektar sýndu myndlistinni meiri skilning og virkjuðu þær hugmyndir sem þar eru á kreiki. Myndlist aftur á móti hefur alla tíð verið nátengd helstu hugmyndakerf- um sögunnar í húmanískum og vísindalegum efn- um, ef ekki hreinlega uppspretta þeirra. Allar til- raunir sem ég þekki til að koma skikk á samvinnu arkitekta og listamanna hafa runnið út í sandinn, enda reglubundið stjórnkerfi á þessu sviði nær alltaf myndlistinni í óhag. Nýtt valdakerfi leysir ekki hugmyndavandann og því búum við eftir sem áð- ur við það skipulag að arkitektar geta að vild ráðskast með það hvaða myndlist fer fyrir almenn- ingssjónir um víða veröld. í þessu samhengi krist- allast enn eitt atriðið sem er myndlistinni fjötur um fót, en það er lýðræðislegt vald kerfisins gagnvart listrænu frelsi myndlistarmanna. Byggingafram- kvæmdir t.d. eru settar undir flókið kerfi lýðræðis- legra stofnana og í því er ákveðið hvort og hvers- konar myndlist fer í byggingar eða við þær og síð- an af hverjum hún skuli unnin. Endanleg ákvörðun er oftast í höndum arkitekta, þar sem um bygging- arlistaverk þeirra er að ræða og listskreytingu á því og því næsta eðlilegt að þeir ráði því hvort/hvern- ig að þessum málum skuli staðið! (sbr. mynd 7). í sem stystu máli má segja að t.d. opinberar bygg- ingar og svæði séu listskreytt eins og hvert annað heimili; listaverk með réttu litavali, samsvarandi Mynd 5. Gólfiö sem viö göngum á (París, Mynd 6. Kaupmannahöfn, Björn Norgaard. Listaverk undir fótum manna. Ornament er enginn glæpur. Mynd 7. Austurstræti. Dæmi um misheppnað skipulag og fáfengilegt umhverfi merkingarlausra staða fyrir listaverk! Hér á aö vera listaverk samkvæmt skipulagi, en hvar er hvort um sig listin og skipulagið? Upplýstir undirvagnar bílaflotans í göngugötu er e.t.v. heiti þessa verks? 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.