AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 81

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 81
Niðurstaðan er náttúrlega sú að arkitektar og lista- menn ná ekki saman nema með gagnkvæmu um- burðarlyndi, tilslökunum og málamiðlunum (sem felur þó alls ekki í sér að þeir hugsi á sömu nótum). Útkoman er ósamræmi og þó fyrst og fremst eitt- hvað sem ekkert hefur með list að gera og að mínu viti ekkert endilega gefið að samvinna þessara að- ila skili betri árangri en hér var lýst, þó svo til séu dæmi um slíkt. Enda má draga þá ályktun af þessu öllu saman að listskreytingar í dag séu tímaskekkja og hinir eiginlegu listamenn umhverf- isins séu arktitektarnir sjálfir og skipulagsfræðing- ar ýmisskonar. (2 Meginástæða þessa aðskilnaðar myndlistar og arkitektúrs er náttúrlega sú að arkitektar hafa stundað algjöra einangrunarstefnu frá listinni í langan tíma og vilja með þeim hætti sem ég lýsti hér að framan taka listina í sína þjónustu. Hug- myndaflæði úr öðrum list- greinum inn í arkitektúr virðist mér vera mjög lítið, því væri það meira má telja víst að arkitektar sýndu myndlistinni meiri skilning og virkjuðu þær hugmyndir sem þar eru á kreiki. Myndlist aftur á móti hefur alla tíð verið nátengd helstu hugmyndakerf- um sögunnar í húmanískum og vísindalegum efn- um, ef ekki hreinlega uppspretta þeirra. Allar til- raunir sem ég þekki til að koma skikk á samvinnu arkitekta og listamanna hafa runnið út í sandinn, enda reglubundið stjórnkerfi á þessu sviði nær alltaf myndlistinni í óhag. Nýtt valdakerfi leysir ekki hugmyndavandann og því búum við eftir sem áð- ur við það skipulag að arkitektar geta að vild ráðskast með það hvaða myndlist fer fyrir almenn- ingssjónir um víða veröld. í þessu samhengi krist- allast enn eitt atriðið sem er myndlistinni fjötur um fót, en það er lýðræðislegt vald kerfisins gagnvart listrænu frelsi myndlistarmanna. Byggingafram- kvæmdir t.d. eru settar undir flókið kerfi lýðræðis- legra stofnana og í því er ákveðið hvort og hvers- konar myndlist fer í byggingar eða við þær og síð- an af hverjum hún skuli unnin. Endanleg ákvörðun er oftast í höndum arkitekta, þar sem um bygging- arlistaverk þeirra er að ræða og listskreytingu á því og því næsta eðlilegt að þeir ráði því hvort/hvern- ig að þessum málum skuli staðið! (sbr. mynd 7). í sem stystu máli má segja að t.d. opinberar bygg- ingar og svæði séu listskreytt eins og hvert annað heimili; listaverk með réttu litavali, samsvarandi Mynd 5. Gólfiö sem viö göngum á (París, Mynd 6. Kaupmannahöfn, Björn Norgaard. Listaverk undir fótum manna. Ornament er enginn glæpur. Mynd 7. Austurstræti. Dæmi um misheppnað skipulag og fáfengilegt umhverfi merkingarlausra staða fyrir listaverk! Hér á aö vera listaverk samkvæmt skipulagi, en hvar er hvort um sig listin og skipulagið? Upplýstir undirvagnar bílaflotans í göngugötu er e.t.v. heiti þessa verks? 79

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.