AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Qupperneq 82
formum, varanlegu eöa heföbundnu efni, af réttri
stærö og síðast en ekki síst, er sett nákvæmlega
þar sem þaö á að vera. (Mynd
4). Þetta eru hefðbundin verk
sem ekki eru í neinum tengsl-
um viö samtímann í myndlist
og oftast ekki heldur í sam-
hengi viö nýjasta arkitektúrinn
- þennan framsækna meö ný-
stárlegri formmótun og rýmis-
notkun, þennan meö nýju efnunum og framsækna
hugsun á margan hátt. Hvernig stendur á því aö
arkitektar hafa ekki áhuga á því nýjasta og besta úr
samtímalistinni inn í þessar nýju byggingar sínar?
Ég held aö þeir hafi í raun svarað því sjálfir með
vinnu sinni; þeir vilja ekki vinna meö þeim sem
gera slík verk, þeir skilja þá ekki og taka ekki séns-
inn á því aö setja inn nýstárleg verk og því eru
klisjurnar valdar eftirá, enda er þaö auöveldasta og
óumdeildasta leiöin frá mörgum sjónarhóli - ekki
síst þeim sem snýr aö almenningi og stjórnvöld-
um/fjármálavaldi. Til aö bæta úr þessu atriði tel ég
farsælast fyrir arkitekta aö hlusta á þaö sem lista-
menn eru aö gera og taka mark á hugmyndum
þeirra um nýjan skilning á opinberu rými og e.t.v.
leyfa þeim aö ráöskast meö umhverfið aö eigin
Vild. (Sbr. mynd 3 og 6).
Mynd 8. Samþætting listar og híbýla. Listin flæöir milli
rýma (í listrænum og afmörkuðum skilningi). Torben
Ebbesen í Ballerup, Danmörku.
Rými daglega lífsins (myndir 5, 6 og 8) er orðið aö
vettvangi listarinnar og því ekki lengur hægt aö
bola henni niður í einhver úthlutuð upphafin gettó
eöa kapellur. „Hiö eiginlega opinbera rými er í
höföum okkar og milli þeirra.“ (3 Hlutverk arkitekta
og pólitíkusa er aö sjá til þess að listin fái þaö rými
sem hún vill marka sér, en ég tel þá í lykilstöðu til
þess. Þaö er hlutverk arkitekta aö standa listarinn-
ar megin í þeirri umræðu og miðla þeirri list sem
fremst stendur á hverjum tíma, líkt og þeir gera í
sínu fagi.
Auövitað er þaö svo að listrænar kröfur eru ólíkar
frá almenningi til listamanna. íhaldssemi almenn-
ings og í flestum tilfellum arkitekta og yfirvalda af
ýmsu tagi, hefur orðið til þess aö listamenn yfirgefa
arkitektúrinn/kerfiö í kringum þá og þá er illa kom-
iö. Yfirgefi listamenn hinsvegar ekki kerfið er þaö
yfirleitt vegna þess aö þeir hafa sérhæft sig í aö
þjóna lund arkitekta eöa hafi
svo mikilla hagsmuna aö
gæta aö þeir geta þaö ekki.
Lausnirnar eru ekki fólgnar í
lýöræðislegra kerfi eða t.d.
fleiri samkeppnum þar sem
arkitektar geta valiö sér verk,
heldur opnara listrænu kerfi
meö greiðum aögangi listamanna. Vissulega heföi
þaö í för meö sér röskun á þeim valdastrúktúr sem
nú er viö lýði, valdastrúktúr sem er lýðræöislegur
gagnvart þeim sem velja og hafna, en einræðisleg-
ur gagnvart listamönnum. Lýðræðishugmyndir í
listum ganga yfirleitt út á þaö aö öllum sé í raun
fært aö fjalla um listir og hafa á þeim skoöanir og
því dæma um það hvar og hverskonar list rísi í um-
hverfinu. Fulltrúar þessa valds og baktrygging yf-
irvalda fyrir því aö engin vitleysa veröi fram-
kvæmd, eru náttúrlega arkitektarnir. Þá skortir
hinsvegar áræði og þekkingu til aö halda því fram
sem máli skiptir í listinni.
Tími listskreytinganna í hefðbundnum skilningi er
því liðinn og sama á raunar viö um misnotkun arki-
tekta á myndlist. Hagnýtur rýmisskilningur og ein-
hæf mótun arkitekta á umhverfinu eru svo afger-
andi þættir aö þeir hafa lokað leiöum fyrir lista-
menn til aö skapa staöi í umhverfinu og gefa þeim
merkingu. Arkitektum er hollt aö huga að hræring-
um í myndlist og reyna aö læra af þeim, en húka
ekki í fílabeinsturni sínum og reyna aö halda því til
streitu aö vinna fyrir myndlistina eöa nota hana á
annan hátt. Ýmist loka þeir listina úti eða inni og
svo sem bent hefur verið á þá lýsir þaö ekki móö-
VERULEGA
ÞYNGRA
ENNÞÁ
DÝPRA
80