AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 16

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 16
Reykjavíkurflugvöllur. Ljósm. SAV. stangast á sjónarmið einstakra sveitarfélaga hvað helst, e.t.v. af því að kjörnir fulltrúar eiga tiltölulega auðvelt með að skilja samgöngur og vegamál. Það gekk þó býsna vel að fá sættir fram um skipu- lag gatna og vega í svæðisskipulagstillögunni. Almennt voru viðurkenndar sömu meginreglur um flokkun gatna og aðgreiningu akandi umferðar frá annarri umferð. Allar meginlínur í stofnbrautakerf- inu voru þær sömu og verið höfðu í tillögunni sem fylgdi aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-1983. Þótt ekki sé beinlínis lagt til að þessar tillögur um legu stofnbrauta verði samþykktar af sveitarstjórnum svæðisins má vel sjá að nefndin leggur fyrir ákveðið vegakerfi og nefnir eingöngu að það sé bara spurning um forgangsröðun hvenær ráðist verður í framkvæmdir einstakra hluta kerfisins. Lokakafli greinargerðar samvinnunefndarinnar um flugvallarmálið er saminn áður en nokkur end- anleg niðurstaða er komin frá ríkisvaldinu um staðsetningu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Greinargerðin segir frá umræðum um staðarval flugvallar og þeim ágreiningi, sem um málið var innan nefndarinnar. Þó er greint frá því að meiri- hluti nefndarinnar taki undir sjónarmið fulltrúa Bessastaðahrepps að ekki verði gerður flugvöllur á Álftanesi. Rétt áður en tillaga samvinnunefnd- arinnar um „skipulagsmál í Reykjavík og ná- grenni" var send til skipulagsstjórnar ríkisins og hlutaðeigandi sveitarfélaga sendi þáverandi félagsmálaráðherra bréf til skipulagsstjórnar þar sem fallist er á sjónarmið meirihluta samvinnu- nefndarinnar að flugvöllur skuli eigi byggður á Álftanesi. Þar með var Álftanesið laust undan því að verða e.t.v. lagt undir flugvöll, en flugvallar- málið var ekki þar með úr sögunni; því fór víðs fjarri. En hvernig var farið með tillögur samvinnu- nefndarinnar? Frómt frá sagt þá var einfaldlega þakkað pent fyrir og tillögunum stungið undir stól. Eða þannig virðist það vera samkvæmt bókunum og yfirlýsingum sveitarfélaganna eftir að tillagan kom fram. Til að skýra afstöðu sveitarfélaganna til tillögu samvinnunefndarinnar nægir að tilgreina hluta úr bókun skipulagsnefndar Reykjavíkur um málið: „Skipulagsnefnd getur fyrir sitt leyti ekki mælt með því, að framlagt aðalskipulag höfuð- borgarsvæðisins verði auglýst með fyrir augum.“ Eru síðan í þremur liðum tilgreindar ástæður þess að skipulagsnefnd Reykjavíkur getur ekki mælt með staðfestingu. Fyrsta tilgreinda ástæða skipu- lagsnefndar Reykjavíkur var að samvinnunefndin væri ekki lengur starfandi og gæti þess vegna ekki tekið við og fjallað um athugasemdir við skipu- lagstillöguna. í lok bókunar nefndarinnar er svo að orði komist: „Skipulagsnefnd fagnar því, að náðst hafi svo þýðingarmikill áfangi í sameiginlegu skipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem þetta skipulag er. Nefndin telur því sjálfsagt að framlagt skipulag verði leiðbeinandi skipulag, meðan áfram verði haldið frekari úrvinnslu á skipulagningu höfuð- borgarsvæðisins undir samræmdri stjórn skipu- 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.