AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 18

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 18
reyndist það sveitarstjórnarmönnum vel að hafa ekki bundið hendur sínar með því að skrifa upp á eitthvert svæðisskipulag, hversu útþynnt sem það nú hafði verið. Málið hefur aldrei verið útkljáð með samkomulagi um annað en að vera áfram ósam- mála. Niðurstaða af starfi skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins, þegar hún var lögð niður árið 1987, var sú að ekkert svæðisskipulag var samþykkt eða staðfest. Eiginlega nákvæmlega sama útkoman og fimmtán árum áður, þegar samvinnunefndin sáluga lagði fram sínar tillögur að svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið. Ekki verður þó haldið fram að öllum þeim fjármunum, sem fóru í rekstur skipulagsstofunnar hafi verið kastað á glæ. Marg- ar góðar tillögur og hugmyndir eiga til hennar að telja og allmikill gagnagrunnur varð til vegna vinn- unnar við gerð skipulagstillögunnar. Fræðslu- gildið, sem skipulagsstofan hafði á sínum tíma, var umtalsvert og enn eru greinar og sérrit frá stof- unni lesin. En hvort sveitarstjórnarmenn hafa lært eitthvað um pólitískt raunsæi er vandara um að segja. Undanfarinn áratug hefur allt það, sem fellur undir svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu, verið unnið undir hatti SSH. Hafa þar komið saman embættismenn og sérfræðingar sveitar- félaganna og fjallað um sérsvið sín og einnig hefur verið starfandi sérstök stýrinefnd. Þó ekki hafi verið stefnt að staðfestu skipulagi með samvinn- unni þá hefur samt sem áður náðst árangur á ýmsum sviðum. Dæmi um samtök, sem hafa gengið, eru staðfesting á vatnsvernd á svæðinu, stofnun Almenningsvagna, rekstur vörslugirðingar og akstur fatlaðra. AÐ LOKUM Hér að framan hefur verið greint í stórum drátt- um frá sögu svæðisskipulags á höfuðborgarsvæð- inu. Helstu upplýsinga um sögu þessa hefur verið aflað í greinargerðum með tillögum samvinnu- nefndarinnar svo og tillögum skipulagsstofunnar. Annað er að verulegu leyti byggt á minni höfundar. Aðrir en höfundur þessara lína myndu hafa ritað um málið á annan veg og verður ekki við því gert. En hver er nú annars niðurstaðan af þessari samantekt? Hún er, og ber höfundur einn ábyrgð á þessu áliti: Hversu lágur samnefnari, sem fundinn verður um skipulag á höfuðborgar- svæðinu, þá er hann samt ekki nógu lágur til að sveitarstjórnarmenn geti skrifað undir af ótta við að binda hendur sínar og gefa sveitarstjórnarmön- num annarra sveitarfélaga neitunarvald um ein- hver meint innri mál. Ef eingöngu er litið til skipu- lagsmála rifjast upp það sem frægur maður sagði þegar hann var spurður um hvað honum fyndist um Sameinuðu þjóðirnar: ,,Mér finnst þær ekki vera mjög sameinaðar". ■ SÍMI 553 4236 FAX 588 8336 GLOFAXIHF. ÁRMÚLA42 108 REYKJAVÍK, ICELAND ELDVARNARHURÐIR, BÍLSKÚRS, IÐNAÐAR- OG ÖRYGGISHURÐIR • MJÖG HAGSTÆTT VERÐ • HRINGDU OG FÁÐU UPPLÝSINGAR ELDVARNARHURÐIR I WW I Híl 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.