AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Qupperneq 37

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Qupperneq 37
SVÆÐISSKIPULAGIÐ ABENDINGAR Vegna ofangreindra umræðna s.l.vetur um óæskilega útþenslu höfuðborgarsvæðisins var vinnu ráðgjafanna sem valdir höfðu verið til verks- ins strax í upphafi beint inn á þá braut að koma með tillögur um hvar ætti að byggja á höfuðborg- arsvæðinu næstu tvo áratugina, í stað þess að efna til almennrar umræðu um framtíðarkosti og framtíðarsýn fyrir svæðið, sem er upphafsstig í slíkri vinnu. Það kom fljótlega í Ijós að bæjarfull- trúar höfðu ekki forsendur til að meta kosti og galla hinna mismunandi tillagna þar sem túlkun á þróunarforsendum og almenn umræða um stefnu- mótun hafði ekki farið fram. Það var fyrst nú á haustdögum sem skipað var í sex vinnuhópa bæj- arfulltrúa til að ræða mismunandi hliðar á fram- tíðarmöguleikum höfuðborgarsvæðisins. Á vel- heppnaðri ráðstefnu sem haldin var 5. nóvember s.l. voru niðurstöður af starfi vinnuhópanna kynnt- ar. Með starfi vinnuhópanna var svæðisskipu- lagsvinnunni lyft á hærra plan en áður. Annað atriði sem einkennt hefur fyrsta hluta skipulagsvinnunnar eru beinir framreikningar á þróun síðustu ára, þ.e. „reaktiv" vinnubrögð í stað stefnumótandi „proaktivra" vinnubragða. Að sjálf- sögðu þarf að gera sér grein fyrir hvernig höfuð- borgarsvæðið myndi líta út ef núverandi þróun héldi áfram óbreytt næstu áratugina, en ekki má gleyma því að skipulag er samræmd stefnumótun þar sem óæskilegri þróun er breytt til betri vegar með ákveðnum markmiðum og aðgerðum. Sem dæmi um þróun sem kynnt hefur verið sem nánast óumbreytanleg er þróun íbúafjölda og samgangna á svæðinu. Viðmiðanir um íbúaþróun byggjast m.a. á framreikningi á lítt breyttum flutn- ingum frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðisins síðustu fjögur ár, sem var um 1700 manns á ári (hefur aldrei verið meiri). Samkvæmt slíkum fram- reikningi flyttu um 35 þúsund manns frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins næstu 20 árin. Þessi hraða þróun er án efa þjóðhagslega óhag- kvæm fyrir báða aðila. Sjá mynd 4. í samgöngumálum er gengið út frá því að nú- verandi „einkabílismi“ haldist óbreyttur út skipu- lagstímabilið með tilheyrandi kostnaði og nær ekkert er fjallað um almenningsvagna þrátt fyrir að þeir séu grundvallaratriði í svæðisskipulagsáætl- unum annarra borgarsvæða eins og áður er sagt. Með stefnumótun um þéttari byggð, sérstaklega umhverfis þjónustukjarna, má skapa betri grund- völl fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgar- svæðinu. LENGRI FRAMTIÐARSYN Margir hafa bent á mikilvægi þess að hafa einn- ig lengri framtíðarsýn en til 20 ára varðandi vinn- una að svæðisskipulaginu. Rökin fyrir því eru margþætt, m.a. þau að nýleg- ar aðalskipulagsáætlanir margra sveitarfélaga eru til 20 ára og nauðsynlegt er að svæðisskipulagið hafi víðari sjóndeildarhring en þær áætlanir. Þetta er ekki síst brýnt vegna þess að þegar er búið að fest inni í svæðisskipulaginu áætlanir sveitarfélag- anna um næstu byggingasvæði sem duga munu til lóðaúthlutana næstu 10-15 árin. Þá er einnig nauðsynlegt vegna ákvarðanatöku um hvort flytja beri Reykjavíkurflugvöll og nýta það land undir byggð að líta lengra til framtíðar en til 20 ára. Sama gildir um framtíð og mögulega verkaskipt- ingu hafna á svæðinu. Lengri framtíðarsýn er líka nauðsynleg til að setja upp mismunandi kosti um framtíðarþróun og sérhæfingu, svo kallaða „sce- narios" til lengri tíma sem eru algeng vinnubrögð við gerð svæðisskipulagsáætlana. ENGINN ER EYLAND Þrátt fyrir að svæðisskipulagsáætlunin taki aðeins til þeirra átta sveitarfélaga sem mynda höfuðborgarsvæðið er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir líklegri þróun í grannsveitarfélögum svæðisins, landinu öllu og í nágrannalöndum. Á þetta hefur skort í upphafi vinnunnar. Sem dæmi má nefna að mikið hefur borið á myndun jaðar- borga, (exurbanisation) í nágrannalöndum okkar á síðustu árum, sem m.a. felst í því að efnaðri borg- arbúar kjósa að setja sig niður í minni bæjum í ná- grenni stórborgarsvæða, borga þar sín gjöld en Mynd 4. Netto flutningar milli landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðis. Netto flutningar mllli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis k. Ef þróun síðustu ára heldur óbreytt áfram verður um helmingur landsbyggðarfólks fluttur til höfuðborgar- svæðisins innan aldarfjórðungs. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.