AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 41
er að byggja upp gott almenningsflutningakerfi í
„línuborg" en í þeirri byggð sem fyrir er og nú er
ráðgerð á höfuðborgarsvæðinu. Ef við viljum
standa við þær samþykktir um vistvæna, sjálf-
bæra þróun sem við erum orðin aðilar að er það
mikilvægt. Ríkisstjórn Noregs ákvað fyrir nokkrum
árum að leggja hraðskreiða járnbraut frá Osló til
flugvallarins í Gardemoen, um 48 kmjeið og var
hún tekin í notkun í fyrra. /
Eitt meginmarkmiðið KjaÍarri6S
með þessari framkvæmd 1
var að stuðla að því að um
helmingur af ferðum milli Osló
og flugvallarins ætti sér stað með
almenningsflutningakerfi. Þannig lest
gæti farið vegalengdina frá Hafnarfirði
til Keflavíkur á 10 -15 mínút-
um.
Reyl^yí
S>
Álftanes
Hafnarfjörðu)^^11^®
% vatnsból
Aukin tækni í samskiptum /
'viðskiptum / námi hefur nú
þegar leitt til meira frelsis í
staðarvali bæði einstaklinga
gg f^rirtækja, en vaxandi
tengsl íslenskra fyrir-
tækja og einstaklinga við
umheiminn munu samt hugs-
janlega líka leiða til þess að
bæði fyrirtæki og einstaklingar
sjái sér umtalsverðan hag í
staðsetningu nálægt alþjóðaflug-
velli. Sömu áhrif gætu þær breyting-
ar sem nú eru að eiga sér stað í versl-
un/viðskiptum á Netinu haft, en forsvarsmenn
Microsoft halda því nú fram að árið 2002 verði 9 af
hverjum 10 fyrirtækjum í Bandaríkjunum á Inter-
netinu. Þessarar þróunar er þegar farið að gæta
hér á landi og hugsanlegt er að vöruflutningar
með flugi milli landa muni aukast verulega á
næstu árum. Ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagð-
ur niður eða fluttur getur það líka leitt til þess að
einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í
að flytja nær Keflavíkurflugvelli. Einnig er hugsan-
legt að einhverjir erlendir sérfræðingar eða fyrir-
tæki kjósi frekar þá möguleika og aðstöðu sem
þarna er hægt að byggja upp en staðarval erl-
endis. Á svæðinu milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur
er ennþá hægt að bjóða upp á mun rýmri og ódýr-
ari lóðir en víðast hvar á höfuðborgar-
svæðinu, minni mengun og góða útivist-
.. armöguleika bæði til lands og sjávar,
jafnt sumar sem vetur, nægilegt land
fyrir 9olfvelli °9 f|esta þá aðstöðu
'■ 11 i_ sem íslendingar nýrrar
MOSfellSbæra|dar munu óska eftir.
Það er vel þekkt í skipulags-
fræðunum að til þess að geta
i \ stjórnað eða skipulagt eitthvað fyrir-
^ brigði þurfa menn að geta náð
sæmilega utanum það. í þessu sam-
bandi eru mörk sveitarfélaga ekki
óumbreytanleg frekar en önnur mannanna
verk, en auk þess er líka hægt að búa til
^stærri skipulagsheildir til þess að
greiða götu þeirrar þróunar sem
hér hefur verið rædd. Hvort við
munum auðvelda þessari þróun að eiga sér stað
eða ekki mun tíminn leiða í Ijós. Margt bendirsamt
til þess að hún muni eiga sér stað í einhverri
mynd, hvort sem almennur vilji alþingismanna eða
sveitarstjórnarmanna á þessu svæði er fyrir því að
auðvelda hana eða ekki.