AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 45
Fáerin orð um svæðrisskripulag
höfuðborgarsvæðrisrins
Fyrir nokkru sendi ritstjóri þessa tímarits
mér bréf og bað mig setja á blað ein-
hver orð um ofangreint efni. Vísaði
hann þar til reynslu minnar af samstarfi
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
svo og setu á Alþingi. Heldur færðist ég
undan þessu verkefni, enda langt um liðið frá því
ég hafði afskipti af skipulagsmálum þessa svæðis.
En ritstjórinn lét hér ekkert laust og því er nú rifj-
að upp eitt og annað sem áður gerðist í þessum
málum þegar lagður var grunnurinn að hinu nauð-
synlega samstarfi sem verður að vera í skipulags-
málum milli aðliggjandi sveitarfélaga.
Sem sveitarstjóri Garðahrepps á árunum 1960-
1972 og fulltrúi í hreppsnefnd, síðar bæjarstjórn, til
1978, hafði ég að sjálfsögðu afskipti af skipu-
lagsmálum. Og eitthvað kann ég að geta sagt um
það sem nú er efst á baugi. Á þessu tímabili varð
til hið eiginlega þéttbýli í Garðabæ, Flatir,
Arnarnes, Lundahverfi og Byggðir skipulögð og
byggð að mestu. Strax á 7. áratugnum hófst náið
samstarf allra sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu í skipulagsmálum. Ég minnist margra
funda í svæðisskipulagsnefnd frá þessum tíma
þar sem skipulagsmálin voru sett í nýtt samhengi.
Nauðsyn samvinnunnar var mönnum Ijós.
Reykjavíkurborg, sem lang-stærsta sveitarfélag-
ið, hafði þarna eðlilega forgöngu í samráði við
skipulagsstjóra ríkisins. Danskur skipulags-
arkitekt, Bredsdorf, hafði umsjón með skipu-
lagsvinnunni og kynnti verkið fyrir okkur sveitar-
stjórnarmönnum eftir því sem því miðaði fram.
Þetta var sem sagt á sjöunda áratugnum.
Þótt margt hafi breyst á þrjátíu árum er enginn
vafi að þarna var unnið mikið nauðsynjaverk, sem
eðlilega hefur þurft að endurskoða síðan. Og hin
síðasta endurskoðun stendur einmitt nú yfir.
Sveitarfélögin eru hin sömu nú og þá, nema að
Reykjavík hefur innlimað Kjalarneshrepp. Og
íbúafjöldinn er til muna meiri í öllum sveitarfélög-
unum og Ijóst að enn mun fjölga íbúum á höfuð-
borgarsvæðinu á næstu árum og áratugum eða
um 56 þús. til ársins 2020. Því er það að sveitar-
félögin reyna að gera sér sem gleggsta grein fyrir
hver hin æskilegasta þróun byggðarinnar verður,
eða a.m.k. ætti að verða, ef fyllstu hagkvæmni yrði
gætt.
Samkeppni um íbúa sem flytja vilja á þetta
svæði kann að vera af hinu góða. Náttúrlegar
aðstæður, skynsamleg stjórnun og undirbúningur
viðkomandi sveitarfélags til að taka við auknum
fjölda, svo og kostnaður ríkissjóðs (vegakerfi) eru
þó þau atriði sem hljóta að ráða. Ekki þvingaðar
lausnir vegna yfirburðastöðu einhvers aðila.
Samvinna sveitarfélaganna í skipulagsmálum er
nauðsyn, og á ýmsum öðrum sviðum afar mikil-
væg. Svæðisskipulagið hefur hins vegar ekkert að
gera með mögulega sameiningu sveitarfélaganna
á svæðinu. Það er allt annað mál, eins og bæjar-
stjórinn í Garðabæ hefur sagt í viðtali.
Vel má vera að sá tími komi að einhver sveitar-
félaganna sameinist.
Heldur sýnist það þó fjarlægt. Öll þessi sveitar-
félög eru af þeirri stærð, þótt misjöfn séu, að þau
geta veitt íbúum sínum þá þjónustu sem þarf og
sinnt þeim verkefnum sem þeim ber samkvæmt
lögum.
Það er í hinum dreifðu byggðum og fámennu
sveitarfélögum sem sameining er nauðsyn.
Miðbæjarsvæðin, eða kjarnar, eru nokkuð til
ffÞeír sem vrilja nú berina
byggðrinnri i norður og trúa því
jafnframt að flugvöllurrinn víkri
eru ekkri samkvæmrir sjálfum
sér, eða horfa ekkri raunsæjum
augum á málrið í herild.éé
umræðu. Þar er minn bær, Garðabær, settur skör
lægra en réttmætt sýnist. Þar hefur vel tekist að
byggja upp lifandi kjarna þar sem eru um eða yfir
30 fyrirtæki, verslanir og stofnanir og þjónusta
ýmis, „útimarkaður" undir þaki um flestar helgar.
Slíkur kjarni er hverri 8 þúsund manna byggð
nauðsynlegur og verður ekki settur í „C-flokk“.
Skiptar skoðanir kunna að vera um það, hvort
beina eigi byggðinni til norðurs eða suðurs á
skipulagstímabilinu. Og svo verður áfram tekist á
um hvort flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni þótt
43
OLAFUR G. EINARSON, FV. ALÞINGISMAÐUR