AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 46
ákvörðun virðist tekin um að þar verði hann til árs-
ins 2016 a.m.k. Þessi mál sýnist verða að athuga
í samhengi.
Það þarf að gera vegna þess að kostnaður er
mikill við Sundabraut, talað er um 12-14 milljarða
króna og sá kostnaður fellur á ríkið. Því getur það
ekki verið einkamál sveitarfélaganna að taka
ákvörðun um að beina byggðinni nú í norður, eins
og sýnist vilji meiri- og minnihluta borgarstjórnar.
Þá er það flugvöllurinn. Sumir vilja hann burt,
þ.á m. einhverjir borgarfulltrúar. Ekki ætla ég að
skipta mér af þeirri umræðu. En fyrir einhverjum
árum sagði ég á fundi þar sem flugvallarmál voru
m.a. rædd, að svo kynni að fara að kostnaður við
rekstur Keflavíkurflugvallar yrði að mestu eða öllu
leyti greiddur af íslendingum (og margir vilja her-
inn burt). Þá risi spurningin um það hvort við hefð-
um efni á að reka tvo flugvelli með 50 kílómetra
millibili.
Fari svo, sem ýmsir trúa, og þar á meðal framá-
menn í borgarstjórn að Reykjavíkurflugvöllur verð
ekki lengur en til 2016 þar sem hann er, hefur það
áhrif á hvert íbúaþróun beinist alveg á næstunni.
Þeir sem vilja nú beina byggðinni í norður og
trúa því jafnframt að flugvöllurinn víki eru ekki
samkvæmir sjálfum sér, eða horfa ekki raunsæj-
um augum á málið í heild. Þegar þetta er sagt er
gengið út frá því að allt flug flytjist til Keflavíkur en
nýr völlur verði ekki gerður í Skerjafirði eða Engey.
Lengi hefur verið haldið fram kröfunni um breikkun
Reykjanesbrautar. Þörfin ætti að vera augljós nú
þegar. Þörf fyrir Sundabraut er hins vegar engin í
dag, nema til þægindaauka fyrir þá sem fara á
Kjalarnes eða lengra. Sundabraut verður hins
vegar fljótt nauðsynleg ef byggja á að mestu í
norður á skipulagstímabilinu. Að öllu þessu athug-
uðu virðist hagkvæmara að halda í suður og breik-
ka Reykjanesbrautina strax.
Sitthvað fleira mætti segja um skipulagsmálin,
en aldrei var ætlunin að fara út í smáatriði.
Höfuðatriði er að sveitarfélögin vinni af heilindum
saman. Geri þau það verður farsælasta lausnin
fundin. ■
Trimble
GPS Pathfinder Pro XR/XRS
Rétta tæki* til a» sta»setja og skrá
hverskonar mannvirki og náttúrufyrirbæri.
Innan vi» eins meters
augnabliksnákvæmni
í rauntíma e»a cftirávinnslu.
Fvrirfer«alíti* sambyggt
GPS tæki me* tvöföldu
DGPS lei*réttingavi*tæki
og einu loftneti.
Hugbúna*ur til úrvinnslu
gagna, birtingar *eirra,
yflrfærslu e»a útprentunar
ISMN2 hf.
Sidumúla 37 - 108 Reykjavik
S. 510-5100 - F*x 510-5101
www.ismar.is
Fjöldi fyrirtœkja og stofnana
nota Pro XR/XRS me* gó*um
árangri.
Sta*setning í rauntíma me*
vi«töku lei*réttingamerkja
frá stö*vum
Siglingastofnunar e»a frá
gervitunglum
Fullkomin mælibók me*
sk*rum skjá og fjölvinnslu
Birting gagna á loftmynd
e»a korti